« 17. nóvember |
■ 18. nóvember 2011 |
» 19. nóvember |
Merkel og Cameron ósammála eftir fund sinn í Berlín - heita þó samvinnu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, lýstu þeirri sameiginlegu skoðun sinni eftir fund í Berlín föstudaginn 18. nóvember að taka yrði efnahagsvandann sem ógnar evru-svæðinu föstum tökum. Þau eru þó ósammála um hver þau eigi að verða. Þau lýstu jafnframt ...
Niðurstaða í könnun fyrir ESB-aðildarsinna sætir þungri gagnrýni - könnunin kennd við svindl
Capacent Gallup hefur gert skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn ESB-aðildar Íslands og eru niðurstöður hennar birtar í Fréttatímanum föstudaginn 18. nóvember. Í könnuninni er leitað eftir skoðun svarenda á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Vildu 53,1% þeirra sem tóku afstöðu halda aðildarviðræðum vi...
Fjárfestar í Asíu selja þýzk skuldabréf
Fjárfestar í Asíu og seðlabankar í þeim heimshluta eru byrjaðir að selja þýzk ríkisskuldabréf, sem þessir aðilar hafa átt og segir Daily Telegraph að ástæðan sé sú, að þeir hafi ekki lengur trú á því að leiðtogar ESB-ríkja geti komið sér saman.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði á alþingi í upphafi vikunnar að það væri eitt af „stóru viðfangsefnum“ líðandi stundar að móta peningamála- og gjaldmiðilsstefnu sem gerði ráð fyrir krónunni. Það væri ekki endilega við því að búast að þjóðin samþykkti aðild að Evrópusambandinu. Steing...
Merkel og Cameron hittast í Berlín í dag-mikið ber á milli
Angela Merkel og David Cameron hittast á fundi í Berlín í dag. BBC segir að mikið beri á milli í afstöðu leiðtoganna til vandamála ESB og evrusvæðisins. Þjóðverjar vilja taka upp sérstakan skatt á fjárhagslegar tilfærslur, sem Bretar líta á sem sérstakan skatt á Bretland. Merkel vill auka á samruna Evrópuríkja, Cameron vill draga úr honum. Merkel vill auka völd Brussel.
Þrýst á Papandreou að segja af sér flokksforystu
Nú er þrýst á Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands að hann segi af sér sem leiðtogi PASOK, gríska sósíalistaflokksins fyrir kosningar, sem ráðgert er að fari fram í Grikklandi í febrúar. Papandreou hefur ekkert gefið upp um fyrirætlanir sínar en gagnrýnendur hans óttast að hann ætli að leiða flokkinn í gegnum næstu kosningar.
Mótmæli í Aþenu og víðs vegar um Bandaríkin
Um 50 þúsund manns efndu til mótmæla í Aþenu í gær en það eru fyrstu mótmæli þar í borg eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum.
Deilurnar innan ESB eru byrjaðar að snúast um grundvallaratriði
Í dag fer fram í Berlín mikilvægur fundur á milli Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þau eru á öndverðum meið um framtíð Evrópusambandsins. Angela Merkel vill meiri samruna, meiri völd til Brussel. David Cameron vill það þveröfuga. Hversu lengi getur svo náið ríkjasamstarf gengið, sem engin samstaða er um hvert skuli stefna?
Írar fá fréttir um nýja skatta á Írlandi frá Berlín!
Írar eru þrumu lostnir yfir því, að upplýsingar um ný skattheimtuáform ríkisstjórnarinnar hafa verið kynntar fyrir þýzkum þingmönnum og síðan lekið í fjölmiðla í Þýzkalandi án þess að nokkrum aðilum á Írlandi hafi verið skýrt frá þessum áformum.