« 19. nóvember |
■ 20. nóvember 2011 |
» 21. nóvember |
Mið-hægrimönnum spáð stórsigri á Spáni
Útgönguspár og fyrstu tölur um úrslit þingkosninganna á Spáni benda til þess að mið-hægriflokkurinn (PP) muni vinna afgerandi sigu. Talið er víst að flokkurinn undir forystu Marianos Rajoys fái hreinan meirihluta í 350 manna neðri deild þingsins. José Luis Rodriguez Zapatero, fráfarandi forsætisráðherra, leiðtogi sósíalista, gaf ekki kost á sér í kosningunum.
Landsfundur sjálfstæðismanna vill hlé á ESB-viðræðum og þjóðaratkvæðagreiðslu um þær
Á 40. landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem lauk síðdegis sunnudaginn 20. nóvember urðu nokkrar umræður um ESB-aðildarviðræðurnar. Þeim lauk með samþykkt þessa texta: „Sjálfstæðisflokkurinn telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópu sam bandið (ESB) og styðu...
Samaras neitar að skrifa undir
Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í Grikklandi, neitar að skrifa undir skuldbindingu til ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu um að flokkur hans muni styðja nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir nýrrar ríkisstjórnar í Grikklandi. Hann segir að slík undirskrift sé óþörf.
Viviane Reding boðar nýjar tillögur framkvæmdastjórnar ESB í málefnum evruríkja
Viviane Reding, sem sæti á í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, boðar í samtali við Wall Street Journal, nýjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar um málefni evrusvæðisins. Reding gefur til kynna að þær byggist á auknu eftirliti með fjárlögum einstakra ríkja og efnahagsstjórn þeirra.
Boris Johnson: Stefna Camerons leiðir til Evrópu undir þýzkri stjórn
Boris Johnson, borgarstjóri í London, sem nefndur er , sem einn af hugsanlegum arftökum Camerons, sem leiðtogi Íhaldsflokksins, gagnrýnir ESB-stefnu Camerons harkalega í viðtali við Sunday Telegraph í dag, og segir að sú stefna, sem forysta Íhaldsflokksins styðji í málefnum evruríkjanna leiði til Evrópu, sem stjórnað verði af Þjóðverjum.
Kínverjar: Langvarandi samdráttur framundan á heimsvísu
Wang Qishan, aðstoðarforsætisráðherra Kína, sem hefur yfirumsjón með fjármálamarkaðnum þar í landi, segir í viðtali við kínversku fréttastofuna Xinhua, að framundan sé langvarandi efnahagslegur samdráttur á heimsvísu, sem sé afleiðing hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Reuters-fréttastofan segir að þetta sé svartsýnasta viðhorf, sem fram hafi komið frá einum af æðstu ráðamönnum í Kína.
Gunnar Helgi fer með fleipur um ESB-ályktun sjálfstæðismanna
Á 40. landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem lauk síðdegis sunnudaginn 20. nóvember var meðal annars samþykkt að gert skyldi hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við ...
Í kjölfar útrásarvíkinganna: Peningar eiga að tryggja stuðning við ESB-aðid
Áður hefur verið vakin athygli á því hér á Evrópuvaktinni, að á árunum fyrir hrun virtist það vera samdóma álit fyrirtækja, flokka og frambjóðenda í prófkjörum að hægt væri að kaupa viðskipti, vinsældir og stuðning með því að setja nógu mikið fé í auglýsingar. Þeim mun meira af glamúr í slíkum auglýsingum þeim mun betra. Því meira, sem væri af yfirborðslegum stóryrðum þeim mun betra.