« 23. nóvember |
■ 24. nóvember 2011 |
» 25. nóvember |
Telegraph: Evran stefnir á öskuhaug sögunnar
Lántökukostnaður breska ríkisins lækkaði niður fyrir kostnað þýska ríkisins í fyrsta sinn í þrjú ár fimmtudaginn 24. nóvember vegna ótta lánveitenda við áhrif evru-kreppunnar á þýskan efnahag. The Daily Telegraph segir að evran sé á leið á öskuhaug sögunnar. Vextir á 10 ára breskum ríkisskuldabréfu...
Sáttmálabreytingar innan ESB - Þjóðverjar standa vörð um sjálfstæði seðlabankans
Leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu ákváðu fimmtudaginn 24. nóvember að bryta sáttmálum Evrópusambandsins til að efla sameiginlega efnahagsstjórn evru-ríkjanna 17 um leið og þeir áréttuðu að breytingarnar mundu ekki hrófla við sjálfstæði Seðlabanka Evrópu (SE). Nicolas Sarkozy, forseti Frakk...
Markaðir í Evrópu hafa verið að ná sér á strik í morgun eftir áfall gærdagsins vegna dræmrar sölu þýzkra ríkisskuldabréfa. Þannig hafði London hækkað um kl.
Madrid: Zapateró og Rajoy hittust í gær
Zapateró, fráfarandi forsætisráðherra Spánar og Rajoy, leiðtogi PP-flokksins, sem tekur við völdum um miðjan desember áttu fund saman í Madrid í gær til þess að ræða valdaskiptin á Spáni. Fundurinn stóð í tvær klukkusundir að sögn El País. Áður höfðu vinnuhópar frá aðilum rætt saman.
Antonis Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í Grikklandi skrifaði undir í gær og kvaðst mundi styðja samþykkt leiðtogafundar ESB frá 26. október sl. og þá skilmála, sem Grikkjum eru þar settir en Samaras hefur hingað til neitað að skrifa undir slíka yfirlýsingu. Samþykkt hans kemur fram í bréfi...
Írar krefjast verðlauna í formi eftirgjafar skulda-almenningur reiður
Írar krefjast nú verðlauna í formi skuldaeftirgjafar af öðrum ESB-ríkjum fyrir að hafa haldið uppi trausti á fjármálakerfi ESB í kjölfar falls Lehman-bankans. Þetta gerðu Írar með því að yfirtaka skuldir írskra einkabanka í stað þess að fara þá leið, sem Ísland fór að láta lánveitendur sitja uppi með sitt tap, segir í grein í Daily Telegraph í dag.
Reuters: Evrukreppan ógnar Berlín-Smitunin á evrusvæðinu breiðist út
Evrukreppan er farin að ógna Berlín, segir Reuters-fréttastofan í morgun í kjölfar misheppnaðs skuldabréfaútboðs þýzku ríkisstjórnarinnar. Smitunin á evrusvæðinu er að breiðast út. Einungis seldust um 2/3 af þeirri upphæð, sem að var stefnt en um var að ræða 6 milljarða evra í 10 ára bréfum með 2% ávöxtun. Bréf seldust fyrir 3,9 milljarða evra.
Stóru evru-ríkin reyna að ná vopnum sínum í Strassborg
Þau koma saman í dag, fimmtudaginn 24. nóvember, í Strassborg Angela Merkel Þýskalandskanslari, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, fulltrúar stærstu efnahagskerfanna innan evru-svæðisins. Tilgangur þeirra er enn og aftur að skerpa þá ímynd að evru-svæðið lúti ...
Sementsframleiðsla að stöðvast-Hvað næst?
Þeim Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni gengur vel að leggja niður störf. Í gær var fjallað á þessum vettvangi um þann árangur, sem þau hefðu náð í að koma í veg fyrir uppbyggingu tveggja álvera, á Bakka og í Helguvík og jafnframt að þau væru á góðri leið með að loka járnblendiverksm...