« 27. nóvember |
■ 28. nóvember 2011 |
» 29. nóvember |
ESB ætlar að opna kynningarskrifstofu að Suðurgötu 10 í Reykjavík í ársbyrjun 2012. Skrifstofan er starfrækt af þýska almannatengslafyrirtækinu Media Consulta í Berlín en fyrirtækið Athygli er umboðsaðili þess hér á landi. Stækkunardeild ESB kemur fram gagnvart Media Consulta fyrir hönd ESB. Það...
Matís hættir við 300 milljóna IPA-styrk - Fréttablaðið notaði málið til árása á Jón Bjarnason
Matís hefur hætt við að sækja um 300 milljóna króna IPA-styrk frá Evrópusambandinu . Andvirði styrksins átti að nota til að taka upp mælingar á eiturefnum í matvælum. IPA-styrkir eru veittir ríkjum sem sótt hafa um aðild að ESB og skylt er að laga sig að kröfum sambandsins. Friðrik Friðriksson, stj...
Moody's segir lánshæfiseinkunn allra evru-ríkja í hættu - AGS segist ekki hafa lofað Ítölum aðstoð
Matsfyrirtækið Moody´s hefur sent frá sér viðvörun um að aukning skuldavandans á evru-svæðinu stofni lánshæfiseinkunn allra ESB-ríkja. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) neitar því að hafa lofað Ítölum 600 milljarða evru aðstoð.
DT: Aðstoð AGS við Ítalíu og Spán til umræðu-30% trygging neyðarsjóðs
Daily Telegraph staðhæfir í morgun, að til umræðu sé björgunaraðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir Ítalíu og lánalína fyrir Spán, þótt talsmenn AGS hafi neitað fréttum ítalska dagblaðsins La Stampa að því er Ítalíu varðar.
Bankar á evrusvæðinu: stórt gat í fjármögnun á þessu ári
Bankar á evrusvæðinu standa frammi fyrir gati í fjármögnun á þessu ári á bilinu 144-241 milljarður dollara að sögn Financial Times í morgun, eftir því, hvað tekið er með í þá útreikninga. Blaðið segir að 654 milljarðar dollara falli í gjalddaga á þessu ári af skuldabréfum, sem bankarnir hafi gefið út en þeir hafi einungis selt ný bréf fyrir 413 milljarða dollara það sem af er.
Markaðir hækka í Asíu og Evrópu
Markaðir í Asíu og Evrópu hækka nú á ný. London opnaði í morgun með 0,70% hækkun, Frankfurt með 1,63% hækkun og París með 1,51% hækkun.
Evruríkin í sömu stöðu gagnvart AGS og Ísland
Þótt Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn neiti því að fréttir ítalska dagblaðsins La Stampa um 600 milljarða evra björgunarlán til Ítalíu séu réttar eru meiri líkur en minni á því, að svo sé.
Eins og vikið var að í umfjöllun Evrópuvaktarinnar hinn 7. nóvember sl.skiptast tekjur Evrópusambandsins í megindráttum í fjóra flokka. Í fyrsta lagi eigin tekjur ESB, þ.e. tollar af vörum, sem fluttar eru til aðildarríkjanna. Í öðru lagi ákveðið hlutfall af virðisaukaskatti, sem innheimtur er í aði...
ESB-aðild: Heildar nettógreiðslur og skuldbindingar mundu nema 23 milljörðum króna
Hinn 7. nóvember sl. var fjallað hér á þessum vettvangi um kostnað við rekstur Evrópusambandsins og framlög einstakra aðildarríkja þess til að standa undir þeim kostnaði. Þar kom fram, að heildarkostnaður við rekstur ESB í ár nemur um 140 milljörðum evra. Verulegur hluti þeirra framlaga gengur til b...
Eirkur Bergmann beitir gegnsæjum áróðursbrögðum vegna tillögu Guðfríðar Lilju
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður vinstri-grænna (VG), hefur boðað þingsályktunartillögu um að lög um rétt útlendinga til að kaupa hér jarðir verði endurskoðuð. Leiði endurskoðunin meðal annars til þess að öllum erlendum ríkisborgum sem ekki eiga hér lögheimili og fasta búsetu verði bannað að kaupa land á Íslandi.
Mundi svona ríkisstjórn ekki „í öllu venjulegu samhengi“ segja af sér?
„Í öllu venjulegu samhengi mundi ráðherra segja af sér“, sagði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í samtali við fréttastofu RÚV í gærkvöldi og var þá að svara spurningum um stöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra gagnvart ríkisstjórninni vegna deilna innan stjórnarflokkanna um nýtt fiskveiðistjórnarkerfi.