« 1. desember |
■ 2. desember 2011 |
» 3. desember |
Metár á norðurleiðinni: fleiri skip og meiri farmur en nokkru sinni
Fleiri skip sigldu í Norður-Íshafi, norðurleiðina, fyrir norðan Rússland árið 2011 en áður. Þá var leiðin opin mánuði lengur en venjulega. Fleiri skip en áður notuðu höfnina í Murmansk á leið sinni til annarra landa. Rosatomflot sem sér um rekstur rússneskra kjarnorku-ísbrjóta segir að 34 skip hafi siglt alla norðurleiðina í ár.
Varað við því að Þjóðverjagrýlur séu vaktar upp í Frakklandi
Pierre Moscovici, kosningastjóri François Hollande forsetaframbjóðanda franskra sósíalista, sagði við AFP-fréttastofuna föstudaginn 2. desember, að vinstrimenn ættu ekki að á neinn hátt að ýta undir and-þýsk viðhorf. „Gagnkvæmt samstarf Frakka og Þjóðverja er mikilvægara en nokkru sinni fyrr vilji...
Merkel og Sarkozy hefur ekki tekist að stilla saman strengi - ætla enn að ræða saman eftir helgi
Angela Merkel Þýskalandskanslari áréttaði þá skoðun sína í neðri deild þýska þingsins, Bundestag, föstudaginn 2. desember að nú stæðu menn frammi fyrir verstu kreppu síðan evran kom til sögunnar og það tæki mörg ár að vinna sig út úr henni. Hun hvatti til þess að efnahags- og myntsamtarf í Evrópu yr...
Ísland 11. í röðinni á lista um spillingu í opinberri stjórnsýslu
Stofnunin Transparency International hefur sent frá sér skýrslu með mati á spillningarhorfum í opinberri stjórnsýslu í 183 á árinu 2011. Ísland er í 11. sæti á listanum með einkunnina 8,3. Minnst er spilling talin í Nýja Sjálandi sem fær 9,3 í einkunn, þá koma Danmörk og Finnland með 9,4; Svíþjóð 9...
Merkel: Stjórnmálamenn í Evrópu hafa tapað trúverðugleika-tekur mörg ár að leysa evrukreppuna
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands hóf fyrir skömmu flutning mikilvægrar ræðu í þýzka þinginu. Hún sagði í upphafi ræðunnar að stjórnmálamenn í Evrópu hefðu tapað trúverðugleika í evrukrísunni og að þeir, sem skildu ekki að ekki væri hægt að nota útgáfu sameiginlegra evruskuldabréfa í kreppunni skildu ekki kjarna hennar.
Fjármálayfirvöld í Bretlandi gefa fyrirmæli um minni bónus- og arðgreiðslur
Fjármálayfirvöld í Bretlandi hafa gefið bönkum þar fyrirmæli um að draga úr bónusgreiðslum og arðgreiðslum og að íhuga að leita eftir auknu eigin fé á næstu mánuðum. Þessum aðgerðum er ætlað að búa bankana undir lánakreppu á næstu mánuðum, sem Englandsbanki telur að sé skollin á í evrulöndum en muni sjást betur á næstunni.
Markaðir hækkuðu við opnun í Evrópu í morgun. London hækkaði um 0,72%, Frankfurt um 1,42% og París um 1,38%. Hong Kong hækkaði í nótt um 0,20% og Japan um 0,54%. Nasdaq hækkaði í gær um 0,22% en Dow Jones lækkaði hins vegar um 0,21%.
Mario Draghi: Samkomulag evruríkja um strangari reglur í ríkisfjármálum í undirbúningi
Mario Draghi, aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í gær að nýtt plan væri í undirbúningi til að styrkja stöðu evrusvæðisns, sem byggðist á samkomulagi milli evruríkjanna um strangari reglur um ríkisfjármál. Þetta kom fram í ræðu, sem Draghi flutti á fundi Evrópuþingsins.
Bretar höfðu forystu um aðgerðir sex seðlabanka
Bretar höfðu forystu um aðgerðir sex seðlabanka til þess að róa fjármálamarkaði fyrr í vikunni, að sögn Mervyn King, aðalbankastjóra Englandsbanka. Þetta kom fram í ræðu, sem hann flutti í London í gær. Það var misheppnað skuldabréfaútboð Þýzkalands, sem kom málinu af stað að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það leiddi til samtals á milli seðlabanka Bandaríkjanna og Þýzkalands.
Grundvallarbreytingar á ESB til umræðu - en á Alþingi ríkir þögn
Það er ekki auðvelt að átta sig á hvað Angela Merkel var að fara í ræðu sinni í þýzka þinginu í morgun. Annars vegar undirstrikaði hún þau ákvæði í stjórnskipun Þýzkalands, sem útiloka að framselja fjárlagavald til evrópskrar stofnunar. Hins vegar virðist hún hafa boðað evrópskt ríkisfjármálabandalag með sameiginlegri skattapólitík og fjárlagagerð undir eftirliti Brussel.
Tillaga til ASÍ um fundarefni: Hvað hefur evran kostað heimilin í Grikklandi, Portúgal og Írlandi?
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ munu á fimmtudag í næstu viku flytja erindi á opnum fundi ASÍ um efnið: Hvað kostar krónan heimilin í landinu? Ekki skal dregið í efa, að þetta verða mjög fróðleg erindi hjá þeim báðum. En hér með skal gaukað að þeim viðbótar hugmynd til umfjöllunar.