« 4. desember |
■ 5. desember 2011 |
» 6. desember |
S&P lýsir neikvæðum horfum í evru-ríkjunum 17
Matsfyrirtækið Standard og Poor´s sagðist mánudaginn 5. desember hafa lýst „neikvæðum horfum“ í evru-ríkjunum 17. Í þessu felst að fyrirtækið kunni að lækka lánshæfiseinkunn ríkjanna þar á meðal Þýskalands, Hollands, Finnlands, Austurríkis, Lúxemborgar og Frakklands.
Merkel og Sarkozy vilja „nýjan sáttmála“ fyrir ESB og sjálfkrafa refsingar vegna ríkissjóðshalla
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari lögðu bæði áherslu á nauðsyn „nýs sáttmála“ ESB eftir fund sinn í París mánudaginn 5. desember. Þau sögðu að yrði ekki unnt að ná samkomulagi ríkjanna 27 um breytingar á ESB-sáttmálum yrðu að minnsta kosti evru-ríkin 17 að standa...
Kanadíski herinn: Umsvif Huangs á Íslandi réttlæta aukin útgjöld til varna á norðurskautssvæðinu
„Í yfirstjórn kanadíska hersins er töluverður áhugi á fasteign nokkurri sem kínverskur auðmaður reyndi að kaupa á Íslandi. Yfirmenn innan kanadíska hersins telja að af þessum sökum þarfnist Kanadamenn fleiri ísbrjóta, skipa og kafbáta.“
Írland: Nýir skattar-aukinn niðurskurður
Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, boðaði í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi nýjar álögur á írskan almenning. Kreppan er ekki ykkur að kenna sagði Kenny en ég get ekki sagt ykkur annað en að aðgerðir okkar munu snerta alla írska borgara. Ríkisstjórnin mun leggja fram í þessari viku tillögur, sem gera ráð fyrir 3,8 milljarða evra niðurskurði og skattahækkunum.
Merkel og Sarkozy á fundi í dag
Angela Merkel og Nicholas Sarkozy hittast á fundi í París í dag, sem BBC segir að sé upphafið að miklum fundahöldum í Evrópu í þessari viku, sem ljúki með leiðtogafundi evruríkjanna á fimmtudag og föstudag. Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna verður á fundum í Evrópu frá þriðjudegi til fimmtudags með ráðamönnum þar.
Rússland: Flokkur Pútíns fékk áfall í kosningunum-gerir sér enn vonir um meirihluta
Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin í þingkosningunum, sem fram fóru í Rússlandi í gær hafði Sameinað Rússland, flokkur Pútíns, fengið rétt undir 50% atkvæða og þar með misst 2/3 meirihluta í Dúmunni, sem er nauðsynlegur til að koma fram breytingum á stjórnarskrá. Hins vegar gera forystumenn flokksins sér enn vonir um að fá meirihluta í þinginu.
Ítalía: Hækkun eignaskatts-sérstakur skattur á snekkjur-hækkun vsk og eftirlaunaaldurs
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu flýtti fundi ríkisstjórnar sinnar um einn dag frá því, sem áður hafi verið ráðgert og sagt frá hér á Evrópuvaktinni.
Hættulegar tilvísanir til fyrri tíðar
Það er alvarlegt umhugsunarefni hvað mikið er orðið um tilvísun til fyrri tíðar í umræðum um framtíð Evrópusambandsins og evrusvæðisins.
Rifrildi stjórnarflokkanna sín í milli og innbyrðis er ömurlegt og leiðinlegt
Skelfing er orðið leiðinlegt að fylgjast með endalausu rifrildi stjórnarflokkanna um hvað sem er, stórt og smátt. Samfylkingin virðist vera óvenju illa haldin eftir ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, í Grímsstaðamálinu og nú sýnist það orðið eitt helzta stefnumál flokksins að fá Huang Nubo til að fjárfesta hér á landi. Er það til að sýna Ögmundi í tvo heimana?