Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 6. desember 2011

«
5. desember

6. desember 2011
»
7. desember
Fréttir

Cameron setur skilyrði til varnar breskum hagsmunum við breytingar á ESB-sáttmálum

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, sagði þriðjudaginn 6. desember að hann mundi standa í vegi fyrir því að tillögur Þjóðverja og Frakka um breytingar á sáttmálum ESB til að bjarga evrunni nái fram að ganga verði ekki farið að óskum hans. Hann sagði að vildu evru-ríki nota „evrópskar stofnanir“ ...

Svíþjóð: 88% á móti evrunni

Þriðjudaginn 6. desember birtist niðurstaða í könnun sem sýnir að 88 % Svía eru andvígir evrunni. SKOP gerði könnunina 28. október til 10. nóvember 2011. Aðeins 9,7 % Svía vilja evru. 2,7% svöruðu ekki. Ef einungis eru teknir fþeir sem svöruðu verður hlutfallið 90 % Svía á móti evrunni og 10 % me...

Ný könnun: 80% Norðmanna andvígir aðild að ESB

Ný skoðanakönnun í Noregi, birt 6. desember, sýnir að 79,8% þjóðar­innar eru andvíg aðild að ESB, aðeins 12,6% segjast hlynnt henni. Fyrirtækið Sentio hefur aldrei mælt svo lítinn stuðning við ESB-aðild í Noregi.

Juncker ræðst harkalega á S&P - fagnar tillögum Merkel og Sarkozys

Jean-Claude Juncker, forsætis­ráðherra Lúxemborgar og formaður ráðherraráðs evru-ríkjanna, ræðst harkalega á mats­fyrirtækið Standard & Poor´s fyrir viðvörun þess frá 5. desember um að lánshæfiseinkunn ríkja á evru-svæðinu sé í hættu. „Mér finnst þarna farið út fyrir öll mörk og þetta er einnig ósan...

Grikkland: Endurfjármögnun bankanna til umræðu-deilt um eignar­hald

Fultrúar þríeykisins svo­nefnda eru komnir til Aþenu og athyglin beinist nú að endurfjármögnun grísku bankanna að sögn ekathimerini. Venizelos, fjárnmála­ráðherra segir að bankarnir þurfi 40 milljarða evra í endurfjármögnun en áður hafði verið rætt um 30 milljarða. Þá er ágreiningur um að hve miklu leyti lánardrottnar eigi að hafa áhrif á stjórn og rekstur bankanna.

Spiegel: Bretar koma í veg fyrir sameiginlega utanríkis­stefnu ESB

Þýzka tímaritið Der Spiegel segir, að Bretar vinni markvisst að því að koma í veg fyrir að til verði sameiginleg utanríkis­stefna ESB-ríkja. Þeir hafi komið í veg fyrir sameiginlega yfirlýsingu þessara ríkja í 96 tilvikum, þar á meðal í ýmsum alþjóða­stofnunum, svo sem hjá Alþjóða heilbrigðismála­stofnuninni og hjá ÖSE í Vín.

Misjöfn viðbrögð við niðurstöðum Merkel og Sarkozy-Asía og Evrópa lækka

Viðbrögð markaða við niðurstöðum fundar Merkel og Sarkozy í gær voru í upphafi jákvæð en breyttust svo eftir viðvörun S%P um hugsanlega lækkun á lánshæfismati alllra evruríkja.

Leiðarar

Vill ríkis­stjórnin flytja efnahagslegt fullveldi Íslands til Brussel?

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy vilja að ESB verði ríkisfármálabandalag undir eftirliti ESB-dómstólsins sem tryggi að ríki innan bandalagsins haldi ríkis­sjóðshalla sínum innan 3% af landsframleiðslu. Verði regla um þak á ríkis­sjóðshalla ekki sett í stjórnar­skrá er ríki ekki hæft til aðildar að samstarfi um evruna.

Í pottinum

Efnahags- og viðskipta­ráðherra í feluleik vegna aðlögunar að kröfum ESB - trúnaðarskylda lögð á þingmenn

Ragnheiður Elín Árna­dóttir, formaður þing­flokks sjálfstæðis­manna, lagði 2. nóvember 2011 eftirfarandi spurningar fyrir Árna Pál Árnason, efnahags- og viðskipta­ráðherra: „Hvaða breytingar þarf að gera varðandi hagtölur og Hagstofu Íslands og Hagþjónustu landbúnaðarins svo að aðildar­viðræður við Evró...

Hvað nú - Gylfi?

Ríkis­stjórnin er enn einu sinni i vondum máli. Í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ: „Ef þetta fer allt í bál og brand, sem ég óttast að það geri, þá sé ég ekki að það sé hægt að leysa úr þeim hnút með aðkomu stjórnvalda. Þau eru bara búin að spila sig frá þessu máli. Þau eiga enga aðkomu að því.“

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS