Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 7. desember 2011

«
6. desember

7. desember 2011
»
8. desember
Fréttir

Merkel og Sarkozy leggja til sameiginlega skatta­stefnu á evru-svæðinu - afstaða harðnar fyrir leiðtogafundinn

Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklands­forseti leggja til að evru-ríkin komi sameiginlega á skatti á fyrirtæki og fjármagnstilfærslur. Hin sameiginlega skatta­stefna mundi í upphafi ná til 17 aðildarríkja evru-svæðisins.

Gert grín að Evu Joly fyrir framburð hennar á frönsku

Eva Joly, forsetaframbjóðandi franskra græningja, sakar höfund tímaritsgreinar um „rasisma“ vegna þess að hann gerði grín að framburði hennar á frönsku. Vísar hún þar til greinar sem birtist í síðustu viku í virtu frönsku vikutímariti, Le Point, eftir rithöfundinn Partrick Besson.

Kremlverjar beita mótmælendur fullri hörku - spenna ríkir í Moskvu

Svör Kremlverja við mótmælaaðgerðum í Moskvu sýna að þeir ætla beita fullri hörku gegn hverjum sem þeir telja að ógni valdi sínu. Hermenn eru á götum úti ásamt fjölmennu lög­regluliði og fjöldi manna hefur verið handtekinn.

Þjóðverjar draga úr væntingum vegna leiðtogafundar – gefa til kynna að Van Rompuy beiti brellum

Þýsk stjórnvöld drógu miðvikudaginn 7. desember úr væntingum manna um að hoggið yrði á evru-hnútinn á fundi leiðtogaráðs ESB sem hefst með kvöldverði fimmtudaginn 8. desember í Brussel. Í síðustu viku sagði Olli Rehn, efnahagsmála­stjóri ESB og sérstakur gæslumaður evurnnar í framkvæmda­stjórn samband...

Peningar streyma út úr frönskum bönkum

Peningar hafa streymt út úr frönskum bönkum í haust og flætt inn í banka í Þýzkalandi, Hollandi og Lúxemborg að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Þetta þýðir að Seðlabanki Frakklands er kominn í mikla skuld við Bundesbank.

FT: Tveir sjóðir til umræðu með yfir 900 milljarða evra fjárhagslegt bolmagn

Nú er rætt um það innan ESB að sögn Financial Times í morgun, að nýtt kerfi, sem ber nafnið European Stability Mechanism (ESM) og átti að taka gildi um mitt ár 2013 og taka við af neyðar­sjóði EFSF, sem var hugsaður sem bráðabirgðaráðstöfun, komi til skjalanna á miðju ári 2012 með 500 milljarða evra fjárhagslegt bolmagn og starfi samhliða EFSF, sem hefur yfir að ráða 440 milljörðum evra.

Van Rompuy hvetur til strangari reglna án sáttmálabreytinga

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hvetur til þess að settar verði strangari reglur um ríkisfjármál aðildarríkjanna án þess að að breyta sáttmálum ESB, sem mundi kalla á staðfestingu þjóðþinga og þjóðar­atkvæða­greiðslur í sumum löndum.

Citigroup segir upp 4500 starfsmönnum

Citigroup hefur sagt upp 4500 starfsmönnum, sem er um 2% af starfsmannafjölda bankans en starfsmenn bankans voru í lok þriðja ársfjórðungs 267 þúsund talsins um heim allan. Fyrr á þessu ári tilkynnti Bank of America uppsagnir 30 þúsund starfsmanna.

Leiðarar

Þjóðverjar hafa rétt fyrir sér

Eitt er, að nágrannar Þjóðverja gagnrýni þá fyrir mikla kröfugerð á hendur þeim í fjárhagslegum málefnum og vísi til fortíðarinnar með ýmsum hætti, annað, hvor hefur rétt fyrir sér: Angela Merkel, sem krefst aga, aðhalds, að þjóðir lifi ekki um efni fram eða fjármála­markaðir, sem í bandalagi við stjórnmálamenn í ýmsum löndum hafa heimtað peningaprentun, ábyrgð Þjóðverja á skuldum annarra þjóða o.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS