« 25. desember |
■ 26. desember 2011 |
» 27. desember |
Mikill meirihluti Þjóðverja vill að forsetinn sitji áfram þrátt fyrir trúnaðarbrest
Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar í Þýskalandi sýna að meirihluti aðspurðra er andvígur því að Christian Wulff, forseti Þýskalands, segir af sér þrátt fyrir gagnrýni á samskipti hans við auðmenn. Þó segist um helmingur þjóðarinnar hafa misst traust í garð þjóðhöfðingjans.
Kirkjuferð lækkar blóðþrýsting - rannsóknir í Bandaríkjunum og Noregi
Kirkjuferð um jólin og endranær lífgar ekki aðeins sálartetrið heldur bætir hún jafnframt líkamlega heilsu. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að sæki menn messu lækki í þeim blóðþrýstingur og því meira eftir því sem þeir eru kirkjuræknari. Rannsóknir í Bandaríkjunum höfðu bent til þessa en þar sem um 40% Bandaríkjamanna sækja reglulega kirkju var þetta talin tilviljun.
NYT: Bandarísk fjármálafyrirtæki stunda uppkaup í Evrópu þegar bankar verða að auka eigið fé sitt
Bandarískir athafnamenn og fjármálafyrirtæki færa út kvíararnar með lánumog uppkaupum af aðþrengdum evrópskum bönkum segir The New York Times mánudaginn 26. desember eigi þetta jafnt við um glæsihótel í Miami og hæstu bygginguna í Dublin. Blaðið segir að unnt sé að gera góð kaup víða þar sem evróp...
Danmörk: Lars Lökke 48%-Helle 35%
Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi Venstre er talinn mun betur fallinn til að gegna embætti forsætisráðherra en Helle Thorning-Schmidt, núverandi forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins skv. nýrri könnun Gallup.
Schauble: Höldum fast við skatt á fjárhagslegar tilfærslur-getur gert spákaupmennsku óarðbæra
Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands, sagði í samtali við Bild am Sonntag í gær, að Þjóðverjar og Frakkar haldi fast við hugmyndir sínar um skatt á fjárhagslegar tilfærslur og náist ekki samstaða um slíkan skatt innan ESB verði hann alla vega settur á innan evrusvæðisins. Skatturinn mundi þá greiðast ef annar aðili að fjárhagslegri tilfærslu væri staðsettur innan evrusvæðisins.
Schauble segir fjármálamörkuðum stríð á hendur
Samtal, sem þýzka blaðið Bild am Sonntag birti í gær við Wolfgang Schauble, hinn harðsnúna fjármálaráðherra Þýzkalands, skýrir betur þá áherzlu, sem Þjóðverjar og Frakkar hafa lagt á að taka upp sérstakan skatt á fjárhagslegar tilfærslur, sem Bretar eru mjög andvígir.
Kjaramál og kjarasamningar í uppnámi á nýju ári
Vinstri stjórnin á Íslandi stendur frammi fyrir erfiðri stöðu í kjaramálum á nýju ári.