Föstudagurinn 5. mars 2021

Mánudagurinn 2. janúar 2012

«
1. janúar

2. janúar 2012
»
3. janúar
Fréttir

Norðmenn vilja sérlausn innan EES-samstarfsins um tryggingar­sjóð bankainnistæðna

Norska utanríkis­ráðuneytið kannaði fyrir jól hvernig framkvæmd EES-samningsins væri háttað og á hvaða sviðum Norðmenn hefðu samið um undanþágur frá ESB-löggjöf. Undanþágurnar snerta meðal annars halla í neðansjávar­göngum, laxasjúkdóma og búnað járnbrautavagna. Sigbjørn Johnsen, fjármála­ráðherra Noregs, stefnir að því að semja um undanþágu vegna innistæðutrygginga.

Danir ræða flýtimeðferð við afgreiðslu mála á ESB-vettvangi

Danska blaðið Politiken segir að Nicolai Wammen, Evrópu­mála­ráðherra Dana, muni ekki fara hefðbundnar leiðir við töku ákvarðana á vettvangi Evrópu­sambandsins í formennskutíð Dana innan ESB fram til 1. júlí 2012. Hann vilji vinna hraðar að töku ákvarðana en ESB-kerfið leyfi. Óljóst er hvernig ráðherra...

Svartar evru-horfur á 10 ára afmælinu - hugveita spáir upplausn evru-samstarfsins

Hugveitan Centre for Economics and Business Research (CEBR) spáir því að eitt ríki að minnsta kosti muni segja skilið við evru-svæðið á þessu ári og 99% líkur séu á því að samstarfið um evruna splundrist á næstu 10 árum.

Um 20% íbúa Skotlands líta ekki á sig sem „Skota“

Þeim íbúum Skotlands fækkar sem líta á sig sem „Skota“ og skilgreina sig í þess stað sem „hvíta Breta“ eða „hvíta Englendinga“. Þetta kemur fram í The Scotsman í dag, sem bendir til að um 20% þeirra, sem búa norðan landamæra Englands og Skotlands líti ekki á sig sem Skota og að þessi afstaða geti ha...

Verkalýðshreyfing Evrópu bindur vonir við vinstri stjórn Dana - breytir engu Þjóðverjar og Frakkar ráða segir fræðimaður

Smugan, málgagn vinstri-grænna, segir frá því 2. janúar 2012, að Helle Thorning-Smith, forsætis­ráðherra Dana, sem nú fara með forsæti innan ESB, standi nú frammi fyrir háværri kröfu evrópsku verkalýðshreyfingarinnar um að kreppuaðgerðir Evrópu­sambandsins byggi á meiri jöfnuði en hingað til. Hingað t...

Skiptar skoðanir í Danmörku um leiðtogasamkomulagið-krafa um þjóðar­atkvæði

Euobserver segir að sundurlyndi ríki á milli danskra stjórnmálamanna um afstöðu þeirra til þess samkomulags, sem gert var á leiðtogafundi ESB-ríkjanna snemma í desember. Danir hafa nú tekið við forsæti ráðherraráðsins og leiða því starf ESB næstu 6 mánuði en ágreiningur er á milli flokka í Danmörku um hvort efna eigi til þjóðar­atkvæða­greiðslu um samkomulag leiðtogafundarins.

NYTimes: Dökkar horfur í Evrópu-líkur á lækkun lánshæfismats Frakklands-hefur víðtækar afleiðingar

New York Times segir í dag, að horfur í efnahagsmálum í Evrópu séu dökkar og líkur á að lánshæfismat Frakklands verði lækkað. Greinendur telji að það geti orðið snemma á árinu og muni hafa víðtækar afleiðingar.

Leiðarar

Nýr liðsmaður í baráttunni gegn aðild að ESB?

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, segir í grein í Fréttablaðinu í dag: „En “það svo segir mér minn hugur„ (eins og skáldið söng forðum) að nú taki við nýtt skeið hjá stjórnmálamanninum Ólafi Ragnari þar sem hann hyggist beita sér af fullu gegn aðildinni að Evrópu­sambandinu.“

Í pottinum

Jóhanna er að einangrast innan Samfylkingar-á sér fáa formælendur

Fregnir innan úr Samfylkingunni herma, að andstaðan sem birtist á flokks­stjórnar­fundi Samfylkingar sl. föstudagskvöld gegn tillögum Jóhönnu Sigurðardóttur um breytingar á ríkis­stjórninni sé til marks um mjög breytta stöðu hennar sem formanns flokksins. Hún hafi einangrast mjög innan flokksins á undanförnum mánuðum og misserum og tali við fáa.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS