Mánudagurinn 9. desember 2019

Sunnudagurinn 8. janúar 2012

«
7. janúar

8. janúar 2012
»
9. janúar
Fréttir

Monti segir evruna ekki í kreppu og styður skatt á fjármagnstilfærslur

Mario Monti, forsætis­ráðherra Ítalíu, hafnaði því sunndaginn 8. janúar að evran væri í kreppu og sagði ríkis­stjórn sína styðja tillögu um skatt á fjámagnstilfærslur (Tobin-skatt) að frumkvæði Frakka – en aðeins ef hann næði til allra ESB-ríkja. „Evran er ekki í kreppu, hún hefur haldið stöðu sinni ...

Rætt um að Guttenberg, fyrrverandi varnarmála­ráðherra, bjóði sig fram að nýju

Talið er að Karl-Theodor zu Guttenberg sem sagði af sér embætti varnarmála­ráðherra Þýskalands í mars á síðasta ári muni bjóða sig fram fyrir kristilega sósíalista­flokkin (CSU) í Bæjaralandi í sambandslandskosningum árið 2013. Sagt er frá því í Spiegel sunnudaginn 8. janúar að formaður flokks­deild...

Kínverskt ríkis­fyrirtæki nær undirtökum á raforku­markaði í Portúgal

Portúgalska ríkið hefur ákveðið að selja kínverska ríkis­fyrirtækinu Gljúfrin þrjú (Three Gorges) meira en 20% í stærsta raforku­fyrirtæki landsins. Einkavæðingin er liður í tilraunum stjórnvalda í Portúgal til að lækka skuldabyrði ríkisins í samræmi við kröfur ESB og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins.

Þýzkaland: FDP með 2% fylgi

Staða Frjálsra demókrata i Þýzkalandi, FDP er orðin mjög alvarleg skv. nýjustu skoðanakönnunum í Þýzkalandi. Þær sýna að fylgi flokksins mælist nú um 2% en í þingkosningunum 2009 fékk hann 14,6% fylgi. Könnun þessi sýnir að um 83% kjósenda telja, að FDP hafi ekki staðið við gefin loforð og 72% telja að afstaða flokksins til málefna sé óljós. Einungis 15% telja flokkinn trúverðugan.

Danmörk: Íhalds­flokkurinn í alvarlegri kreppu

Danski Íhalds­flokkurinn, Det Konservative Folkeparti, er í alvarlegri tilvistarkreppu skv. nýrri skoðanakönnun, sem Gallup í Danmörku hefur gert fyrir Berlingske Tidende. Hún sýnir að fylgi flokksins er komið niður í 2,6% en flokkurinn fékk 4,9% í þingkosningunum á síðasta ári. Berlingske segir, að flokkurinn sé klemmdur inni á mörgum vígstöðvum.

Cameron: Flókin lagaleg staða veldur erfiðleikum

Cameron, forsætis­ráðherra Breta, sagði í samtali við BBC í vikunni, að það gæti orðið erfitt að koma í veg fyrir að stofnanir Evrópu­sambandsins yrðu notaðar til að framfylgja samkomulagi 26 af 27 aðildarríkjum frá því á leiðtogafundinum 8. og 9. desember. Ástæðan væri flókin lagaleg staða. Samnin...

Franskur ráðherra: Fjármálaskattur samþykktur fyrir lok ársins

Aðstoðar­ráðherra í frönsku ríkis­stjórninni, Jean Leonetti, sagði í samtali sl. miðvikudag, að skattur á fjárhagslegar tilfærslur yrði samþykktur innan ESB fyrir lok þessa árs, Merkel og Sarkozy væru búin að ákveða það, Ítalir mundu styðja skattinn og 26 af 27 aðildarríkjum ESB mundu samþykkja. Skatturinn á skv.

Pistlar

Stór-Þýskaland, evran og aðskilnaðarhreyfingar

Áform um að segja skilið við stærri heild og koma á fót eigin ríki eru víðar en hér í nágrenni okkar Íslendinga, það er í Skotlandi, Færeyjum og Grænlandi. Skuldakreppan á evru-svæðinu hefur ýtt undir þá skoðun meðal íbúa í Norður-Ítalíu að þeir eigi að segja skilið við íbúana í suðurhluta landsins, þar sé að finna undirrót þess mikla efnahagsvanda sem nú steðji að Ítölum.

Í pottinum

Gerðu þingmenn Hreyfingarinnar leynisamkomulag um stuðning við ríkis­stjórn?

Bjarni Harðarsson, aðstoðar­maður fyrrum sjávar­útvegs­ráðherra Jóns Bjarnasonar fullyrti í Silfri Egils nú í hádeginu á sunnudegi, að samkomulag hefði verið gert við þingmenn Hreyfingarinnar um áramót um stuðning þeirra við ríkis­stjórnina og svo hefði verið gert samkomulag um að upplýsa ekki um samkomulagið, sem hefði getað valdið þingmönnum Hreyfingarinnar pólitískum vandræðum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS