Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Föstudagurinn 13. janúar 2012

«
12. janúar

13. janúar 2012
»
14. janúar
Fréttir

Ashdown lávarður telur Cameron hafa klúðrað stöðu sinni gagnvart sjálfstæðis­kröfu Skota

Ashdown lávarður, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins í Bretlandi, gagnrýnir hvernig David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, heldur á samskiptum við Skota og segir ráðherrann hafa klúðrað þeim. Cameron hljóti að segja af sér ráðherradómi ef Skotar samþykki sjálfstæði frá Englandi.

Viðræðuslit milli Grikkja og lánardrottna um afskriftir skulda - líkur á grísku gjaldþroti aukast

Viðræður milli fulltrúa Grikkja og helstu lánardrottna þeirra um afskriftir á himinháum skuldum Grikklands sigldu í strand föstudaginn 13. janúar. Fréttastofur telja að þar með aukist líkur á að Grikkland verði lýst gjaldþrota innan fáeinna mánaða. Fulltrúar Institute of International Finance (IIF)...

Standard & Poor's lækkar lánshæfiseinkunn Frakklands - ný vá steðjar að evru-svæðinu

Ný vá steðjar að evru-svæðinu föstudaginn 13. janúar þrátt fyrir björgunartilraunir. François Baroin.efnahagsmála­ráðherra Frakka, staðfesti undir kvöld að mats­fyrirtækið Standard & Poor´s hefði lækkað lánshæfiseinkunn Frakklands um eitt stig úr AAA í AA+. Einkunnir Ítalíu, Spánar, Kýpur og Portúga...

Írland:Tilkynnt um uppsögn 1100 starfsmanna í gær

Um 1100 manns misstu vinnuna á einum degi á Írlandi í gær að sögn Irish Times. Ulster Bank, sem er dóttur­fyrirtæki Royal Bank of Scotland tilkynnti uppsagnir 950 starfsmanna, þar af 600 í lýðveldinu en 350 norðan landamæranna. Að auki tilkynnti gamalt bjór­fyrirtæki uppsagnir 99 starfsmanna og fleiri uppsagnir voru einnig í fréttum.

Þáttaskil á skulda­bréfamörkuðum?

Bæði Ítalía og Spánn seldu ríkisskulda­bréf í gær með miklu lægri ávöxtunarkröfu en á undanförnum mánuðum. Spánverjar seldu 10 milljarða evra í þriggja og fjögurra ára bréfum fyrir lægsta verð, sem þekkzt hefur mánuðum saman. Daily Telegraph segir að þetta sé til marks um traust fjármála­markaða á Mariano Rajoy, nýjum forsætis­ráðherra.

Osborne: Skotar yrðu að taka upp evru

Gerge Osborne, fjármála­ráðherra Breta hefur gefið til kynna, að lýsi Skotland yfir sjálfstæði verði Skotar að taka upp evru að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Osborne hefur neitað að staðfesta að Skotar geti haldið sterlingspundinu. Brezki fjármála­ráðherrann segir að Skotar verði fátækari lýsi þeir yfir sjálfstæði.

Nær allir markaðir hækka

Nú stefna nær allir markaðir upp nerma Shanghai. Í morgun opnaði London með 0,68% hækkun, Frankfurt hækkaði um 0,44% og París um 0,94%. Dow Jones hækkaði í gær um 0,17% og Nasdaq um 0,51%. Hong Kong hækkaði í nótt um 0,57% og Japan um 1,36%. Hins vegar lækkaði Shanghai um 1,34%.

Leiðarar

Hið nýja nýlenduveldi í Brussel

Hér á Evrópu­vaktinni má nú lesa afar athyglisverða frétt um viðbrögð ráðamanna í Belgíu við afskiptum framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins af efnahagsmálum Belga. Atvinnuvega­ráðherra Belga, Paul Magnette, sagði í viðtali við belgískt dagblað í gær, fimmtudag: "Framkvæmda­stjórnin gengur nú of langt með afskiptum sínum. Hver þekkir þennan Olli Rehn?

Pistlar

Kennari við HR fjargviðrast yfir lengd ESB-aðildarviðræðna - af hverju ræðir hann ekki efni málsins?

Í grein eftir Kristján Vigfússon, kennara við Háskólann í Reykjavík, í Fréttablaðinu föstudaginn 13. janúar segir að því hafi „verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samningum Íslands við Evrópu­sambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþingis­kosningarnar í maí 2013“. Kristján segir ekki til ...

Í pottinum

Af hverju er fréttastofa RÚV í eltingaleik við forsetann?

Fréttastofa RÚV heldur uppi miklum þrýstingi á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands um að hann gefi frekari yfirlýsingar vegna forsetakosninganna í sumar en hann hefur þegar gert. Hvers vegna? Forsetinn talaði alveg skýrt. Hann hefur ákveðið að hasla sér völl á öðrum vettvangi þar sem hann hefur meira frelsi til að tjá sig um málefni lands og þjóðar en forsetaembættið veitir honum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS