Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Mánudagurinn 16. janúar 2012

«
15. janúar

16. janúar 2012
»
17. janúar
Fréttir

Lánshæfiseinkunn björgunar­sjóðs evrunnar lækkuð úr AAA í AA+

Mats­fyrirtækið Standard & Poor‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunn björgungar­sjóðs evrunnar, EFSF, úr AAA í AA+. Einkunn sjóðsins er reist á einkunnum þjóðanna sem standa að baki honum. Þýski fjármála­ráðherrann sagði mánudaginn 16. janúar að Þjóðverjar mundu ekki greiða meira í sjóðinn. Hann ætti nóg fé...

Framkvæma­stjórn ESB hótar Ungverjum lögsókn til að knýja fram breytingar á nýrri stjórnar­skrá

Talið er líklegt að framkvæmda­stjórn ESB veiti Ungverjum aðeins tveggja vikna frest til að breyta ýmsum umdeildum ákvæðum í nýrri stjórnar­skrá Ungverjalands en sæta ella málssókn fyrir ESB-dómstólnum.

Umhverfissinnar óttast stórskuldir vegna misheppnaðs forsetaframboðs Evu Joly

Meðal franskra græningja og umhverfissinna vex þeirri skoðun fylgi að Eva Joly dugi ekki sem forsetaframbjóðandi þeirra í kosningunum undir lok apríl 2012. Þetta kemur fram á vefsíðu franska blaðsins Le Monde mánudaginn 16. janúar. Þar segir einnig að frambjóðandinn sé alls ekki þeirrar skoðunar að ...

Engin stórröskun á evru-mörkuðum þrátt fyrir lækkun á lánshæfiseinkunn níu evru-ríkja

Staða á fjármálamörkuðum í Evrópu raskaðist ekki mikið mánudaginn 16. janúar, fyrsta dag viðskipta eftir að bandaríska mats­fyrirtækið Standard & Poor´s lækkaði lánshæfiseinkunn 9 evru-ríkja föstudaginn 13. janúar. Hluta­bréf í bönkum lækkuðu í veðri á mánudeginum af ótta við að fjármála­fyrirtæki ...

Piris við Íslending í Brussel: Undanþágur ESB eru eingöngu tímabundnar

Hér á síðunni hefur verið birt frásögn á EUobsever um fund í Brussel hinn 10. janúar þegar Jean-Claude Piris, fyrrverandi yfirmaður lagasviðs ráðherraráðs ESB, kynnti nýja bók sína um framtíð ESB. Árni Snævarr, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Brussel, var á fundinum og segir frá honum á vefsíðu sin...

Fylgi PASOK hrynur

Fylgi PASOK, flokks Papandreous er að hrynja í Grikklandi að sögn ekathimerini í morgun. Skv. nýrri könnun mundi flokkurinn nú fá 14% atkvæða og 40 þingsæti en hefur nú 160 þingsæti á 300 manna þingi. Nýi lýðræðis­flokkurinn, sem er hægri flokkkur mundi fá 30,5% atkvæða og 130 þingsæti. Annar lítll hægri flokkur LAOS mundi fá um 5% atkvæða.

NYTimes: Greiðslufall Grikklands óhjákvæmilegt?

New York Times segir í dag, að sú tilfinning sé að verða sterk meðal ráðandi afla í Grikklandi og lánardrottna Grikklands að greiðslufall sé óhjákvæmilegt. Þríeykið svo­nefnda, ESB/AGS/Seðlabanki Evrópu sé að sannfærast um að Grikkland hafi hvorki vilja né getu til að koma fram þeim umbótum, sem samið hafi verið um.

Markaðir lækka í Asíu og Evrópu

Markaðir í Asíu og Evrópu lækkuðu í nótt og í morgun, eins og búizt var við eftir lækkun á lánshæfismati Frakklands fyrir helgi.

Umræður vegna greiðslu á hótelreikningi á Oktoberfest hrella nú forseta Þýskalands - Merkel segir hann verða að svara skýrt

Nýjar ásakanir hafa komið vegna fjármála Christians Wulffs, forseta Þýskalands, eftir að kvikmynda­framleiðandi sagðist hafa greitt hótelreikning fyrir hann í München. Forsetinn segir að hann hafi ekki vitað um greiðsluna.

Leiðarar

ESB ræður hvorki við aðkallandi verkefni né frekari stækkun

Það er sama hvort horft er til umræðna um vanda evruríkjanna vestan hafs eða austan. Tónninn er sá sami. Líkurnar á því, að Grikklandi verði bjargað eru dvínandi. New York Times segir að meðal ráðandi afla í Grikklandi og í hópi helztu lánardrottna Grikklands þar á meðal þríeykisins, ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu sé sú skoðun að verða ríkjandi, að greiðslufall Grikklands sé óhjákvæmilegt.

Í pottinum

Steingrímur J. ætlar að „hamast“-Guði sé lof

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV í hádeginu er Steingrímur J. Sigfússon kominn í leitirnar og ætlar að „hamast“ næstu vikur við að koma skikki á kvótakerfið. Guði sé lof. Þá verður þetta mál loksins klárað. Það hefur tekið á þriðja áratug en nú er öllu óhætt úr því að Steingrímur J. ætlar að ...

Lítið starfsöryggi og skert orðspor

Stjórnar­flokkarir núverandi gerðu athyglisverða tilraun í byrjun með því að taka inn í ríkis­stjórn tvo ráðherra, sem ekki töldust flokkspólitískir. Markmiðið var augljóslega að auka traust á ríkis­stjórninni í upphafi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS