Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 18. janúar 2012

«
17. janúar

18. janúar 2012
»
19. janúar
Fréttir

Viktor Orbán segir ESB-þingmönnum að hann standi vörð um kristin gildi og vilji að seðlabankamenn sverji landi sínu hollustu

Viktor Orbán, forsætis­ráðherra Ungverjalands, lýsti sjálfum sér sem verndara kristinna gilda og fjölskyldunnar á vettvangi ESB á fundi með ESB-þingmönnum miðvikudaginn 18. janúar þar sem hann sat undir ásökunum um að vera „alræðissinni“. Hann gagnrýndi afstöðu Þjóðverja til skuldakreppunnar. „Við ...

BBC um norsku EES-skýrsluna: Norðmenn næstum eins tengdir ESB og Bretar

Norðmenn hafa kynnst „víðtækri Evrópu­væðingu“ undanfarin 20 ár þrátt fyrir að standa utan ESB, segir í frétt BBC um skýrsluna „Fyrir utan eða innan“ um EES-samskipti Noregs við ESB sem birtist þriðjudaginn 17. janúar. Vitnað er til þess að það sé „blekking“ að halda því fram að telja Noreg utan ESB...

Bandaríska sendiráðið í Ósló: Gangið ekki ein um borgina að næturlagi

Bandaríska sendiráðið í Ósló hefur sent frá sér viðvörun til bandarískra borgara í borginni og hvatt þá til að fara að með mikilli gát þegar þeir fara um hana vegna ofbeldisglæpa undanfarna mánuði.

Carl Bildt: Ótímabært að viðurkenna Palestínuríki - það fullnægir ekki kröfum sem Svíar gera

Carl Bildt, utanríkis­ráðherra Svíþjóðar, segir að nú sé hvorki rétti tíminn til að viðurkenna Palestínuríki né færa ríkið ofar í virðingarröð innan Sameinuðu þjóðanna. Ummælin lét Bildt falla í byrjun vikunnar eftir að Mið­flokkurinn sænski kynnti kúvendingu sína gagnvart viðurkenningu. „Auðvitað vildum við [viðurkenna en höfuðmarkmiðið núna er að hvetja deiluaðila til að ræða sín á milli.

NYT: Króatar búa sig nauðugir undir að samþykkja aðild að ESB sunndudaginn 22. janúar

Króatar greiða sunnudaginn 22. janúar atkvæði um hvort þeir vilji aðild að Evrópu­sambandinu eða ekki. Allar kannanir benda til þess að meirihluti samþykki aðild. Fréttamenn The New York Times (NYT) sem hafa ferðast um landið og birta grein um afstöðuna til ESB í blaðinu 18. janúar segja að áhugi á a...

Alþjóða­bankinn: Evrukrísan getur leitt til efnahagslægðar

Alþjóða­bankinn spáir því að evrukrísan geti leitt til efnahagslægðar á alþjóða­vísu, sem verði svipuð og 2008/2009. Nú spáir bankinn þvi að hagvöxtur á heimsvísu verði einungis 2,5% á þessu ári og 3,1% á næsta ári en í júní sl. gerði bankinn ráð fyrir hagvexti á heimsvísu, sem mundi nema um 3,6%. ...

Markaðir lækka í Evrópu gagnstætt Asíu í nótt

Markaðir lækkuðu á ný í Evrópu í morgun, þrátt fyrir hækkun í Bandaríkjunum í gær og á flestum mörkuðum í Asíu í nótt.

Bandaríkin: Romney borgar 15% í skatt-almennir launþegar 35%

Mitt Romney, sem leitar eftir því að verða útnefndur forsetaframbjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust borgar að eigin sögn nálægt 15% af tekjum sínum i skatt á sama tíma og bandarískir launþegar borga almennt um 35% af tekjum sínum í skatta. Frá þessu er sagt á Reuters í dag.

Grikkland: Taugastríð milli ríkis­stjórnar og einkafjárfesta

Taugastríð stendur nú yfir á milli grísku ríkis­stjórnar­innar og Institute for International Finance, sem er fulltrúi lánardrottna Grikkja i einkageiranum um afskriftir af þeim lánum Grikkja.

Leiðarar

Vill Össur verða fylgihnöttur Þýzkalands?

Ætli þeir stjórnmálamenn og embættismenn, sem halda því fram, að Íslendingar mundu hafa einhver áhrif innan Evrópu­sambandsins trúi því sjálfir? Eða eru þeir kannski að blekkja sjálfa sig? Það væri að vísu betra en ef þeir væru vísvitandi að blekkja almenning vegna þess að þá hefðu þeir gerzt handgengir erlendu valdi.

Pistlar

Aðgengi opnast að gífurlegum auðævum

Í skýrslu, sem Center for Strategic International Studies (CSIS) gaf út fyrir tæpum tveimur árum um hagsmuni Bandaríkjanna á norðurskauts­svæðinu segir m.a.: "Bráðnun íssins á Norðurpólnum hefur gjörbreytt þessu áður staðnaða svæði og veldur þvi að það getur bæði orðið arðbært og öðlast nýja landf...

Í pottinum

Óvildin í garð Ögmundar augljós á Smugunni

Óvildin í garð Ögmundar Jónassonar er að verða svo augljós á Smugunni, netmálgagni Vinstri grænna að við liggur, að opinbert stríð sé hafið á þeim vettvangi gegn þessum ráðherra flokksins. Hvað veldur? Í dag kvartar Smugan undan því að farið sé „hlýlegum orðum“ um Ögmund í Staksteinum Morgunblaðsins.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS