« 21. janúar |
■ 22. janúar 2012 |
» 23. janúar |
Króatar samþykkja ESB-aðild - kosningaþátttaka veldur forsætisráðherranum vonbrigðum
Króatar samþykktu aðild að Evrópusambandinu sunnudaginn 22. janúar þegar 67% þeirra fáu sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni sögðu já. Zoran Milanovic, forsætisráðherra Króatíu, sagði að kosningaþátttakan hefði verið mun minni en hann vænti, kjósendur hefðu fengið nóg af stjórnmálaþrasi. Nok...
Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna koma saman til fundar mánudaginn 23. janúar til að búa í haginn fyrir betri tíð á evru-svæðinu. Þeir vona að samningar takist á milli Grikkja og lánastofnana um niðurfærslu skulda og jafnframt stefna þeir að því að sátt verði um efni evru-samningsins sem ætlunin er að ...
Hollande segir fjármálaheiminum stríð á hendur á fyrsta stóra kosningafundi sínum
„Raunverulegur andstæðingur minn er fjármálaheimurinn,“ sagði François Hollande, forsetaframbjóðandi franskra sósíalista sunnudaginn 22. janúar á fyrsta stóra baráttufundi sínum vegna kosninganna í apríl. „Hann verður aldrei í framboði og nær þess vegna aldrei kjöri. Hann ræður engu að síður.“ Ho...
Bretland: 1% skattur á dýrar fasteignir til umræðu
Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands, sem kemur frá Frjálslynda flokknum leggur til að 1% skattur verði lagður á fasteignir í Bretlandi, sem eru taldar meira en 2 millljón punda virði eða rúmlega 400 millljónir íslenzkra króna. Talið er að um 40-50 þúsund slíkar eignir séu til á Bretlandseyjum og að skatturinn mundi skila um 1,7 milljarði punda.
Króatar greiða atkvæði um aðild að ESB í dag
Í dag fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Króatíu um aðild að Evrópusambandinu. Skoðanakannanir benda til þess að aðild njóti stuðnings um 60% landsmanna en BBC segir að stuðningur við aðild hafi dvínað mjög frá því fyrir nokkrum árum. Allir flokkar í Króatíu styðja aðild svo og serbneski minnihlutinn í landinu. Aðildarsamningur var undirritaður í desember.
Gingrich vann í Suður-Karólínu en Romney með forskot á Flórída
Newt Gingrich vann afgerandi sigur í forkosningum repúblikana í Suður Karólínu í gær en næstu forkosningar fara fram eftir rúma viku í Flórída.
Grikkland: ekki tókst að ljúka samningum um afskriftir í gær
Ekki tókst að ljúka í Aþenu í gær samningum á milli fulltrúa lánardrottna Grikklands í einkageiranum og grískra stjórnvalda um afskriftir af lánum Grikkja en nú er talið að náist samningar á annað borð muni þær afskriftir nema 65-70%, þegar allt er talið.
Rússland er eitt áhrifamesta ríkið á norðurslóðum
Rússland er ekki lengur kjarni í risaveldi eins og það var á dögum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Eftir sem áður er Rússland stórveldi á evrópskan mælikvarða og ekki sízt í Nýja Norðrinu. Í Rússlandi er að finna 80% þeirra fjögurra milljóna manna, sem búa á norðurskautssvæðunum að sögn skýrsluhöfunda CSIS, sem vitnað hefur verið til í þessum greinum.
Alvarleg átök á milli Ástu Ragnheiðar og Jóhönnu
Fréttir úr þinghúsinu herma, að til svo alvarlegra átaka hafi komið í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sl. föstudagskvöld á milli Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að ekki muni gróa um heilt.