Föstudagurinn 27. apríl 2018

Fimmtudagurinn 26. janúar 2012

«
25. janúar

26. janúar 2012
»
27. janúar
Fréttir

Cameron í Davos: Harðorður um aðgerðir á vettvangi ESB - segir fjármagnfærsluskatt „einfaldlega geðveiki“

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, var ómyrkur í máli á á World Economic Forum í Davos fimmtudaginn 26. janúar þegar hann ræddi hugmyndir innan ESB um skatt á fjármagnsfærslur. Það væri „einfaldlega geðveiki“ að velta þessari leið fyrir sér þegar markmiðið væri að auka hagvöxt að nýju. „Hagvöx...

Endurskoðendur gera alvarlega athugasemd við greiðslur ESB-þingsins til hópa í boðsferðum

Af hálfu ESB-þingsins verður haldið áfram að greiða þúsundir evra í reiðufé til hópa sem heimsækja þingið í Strassborg eða Brussel þótt endurskoðendur geri alvarlegar athugasemdir við þetta háttalag.

Merkel í Davos: Aðeins meiri samruni innan ESB bjargar ESB

Angela Merkel Þýskalandskanslari flutti setningarræðu á World Economic Forum, árlegum fjöldafundi stjórnmálamanna, fræðimanna og fésýslumanna í Davos í Sviss, miðvikudaginn 25. janúar. Þar hvatti hún til þess að innan Evrópu yrðu menn „enn evrópskari“ og vísaði með því til þess að enn yrði nánara sa...

Steingrímur J. segir áhuga í Brussel á að hefja „eiginlegar viðræður“ við Íslendinga - óvíst sé hvenær þær hefjist eða með hvaða skilyrðum

Steingrímur J. Sigfússon, nýskipaður sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, hitti þrjá framkvæmda­stjóra ESB, í Brussel miðvikudaginn 25. janúar innan við mánuði eftir að hann tók við ráðherraembættinu. Jón Bjarnason, forveri hans, sagði síðsumars 2011 að hann þyrfti að fara til Brussel til að fá skýr...

Norðurskautsráðið: Norðmenn andvígir því að Kína fái áheyrnarfulltrúa

Norðmenn eru andvígir því að Kínverjar fái áheyrnarfulltrúa á fundi Norðurskautsráðsins. Aftenposten hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum.

Skotland: Þjóðaratkvæða­greiðsla 2014-sjálfstæði 2016

Alex Salmond, leiðtogi skozkra þjóðernissinna og forsætis­ráðherra heima­stjórnar Skota hefur lagt línur um hvernig unnið verði að sjálfstæði Skotlands. Hann segir að þjóðar­atkvæða­greiðsla fari fram á árinu 2014 um þessa spurningu: "Ert þú samþykk(ur) því, að Skotland verði sjálfstætt ríki.

Hækkandi markaðir

Markaðir hafa hækkað í nótt og í morgun. London hafði hækkað um 0,42% um kl. hálfníu á fimmtudagsmorgni, Frankfurt um 0,42% og París um 0,63%. Hong Kong hækkaði í nótt um 1,63% og Shanghai um 1%. Japan lækkaði hins vegar um 0,39%. Dow Jones hækkaði í gær um 0,64%.

Geithner hættir eftir forsetakosningar

Timothy Geithner, fjármála­ráðherra Bandaríkjanna hefur tekið af skarið um að hann verði ekki áfram í því embætti, þótt Obama nái endurkjöri í haust. Talið var að Geithner mundi hætta sl. sumar eftir að samkomulag náðist á Bandaríkjaþingi um hækkun á skuldaþaki Bandaríkjanna en Obama lagði að Geithner að halda áfram.

Warren Buffet styður tillögu Obama um hærri skatta á hina ríku

Warren Buffet, einn ríkasti maður heims styður tillögu Obama, Bandaríkjaforseta, um aukna skatta á hina ríku og segir að tillögur forsetans tryggi sanngirni fyrir skattgreiðendur. Debbie Bosanek, ritari Buffets, sem borgar hærri hlut­deild af sínum tekjum í skatta en hann segir, að allir aðrir á skrifstofu Buffets borgi hærri skatta en fjárfestirinn.

Leiðarar

Steingrímur J. bukkar sig í Brussel

Steingrímur J. Sigfússon, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, hitti þrjá framkvæmda­stjóra ESB á fundum í Brussel miðvikudaginn 25. janúar. Sótt var um aðild að ESB í júlí 2009. Ári síðar, 17. júní 2010, gaf leiðtogaráð ESB grænt ljós og heimilaði að viðræður hæfust. Skömmu síðar hélt Össur Skarp...

Pistlar

Framseljum ekki ný tækifæri þjóðar­innar til ESB

Staða Íslands á norðurslóðum og lega landsins á norðurskauts­svæðinu er sá grundvöllur, sem við hljótum að byggja utanríkis­stefnu okkar á fram eftir 21. öldinni. Sú utanríkis­stefna á að snúast um það fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði okkar og öryggi og hagsmuni okkar í Nýja Norðrinu. Þetta gerum ...

Í pottinum

Ferð Steingríms J. til Brussel vekur blendnar tilfinningar

Steingrímur J. Sigfússon, sjávar­útvegs­ráðherra og formaður VG hefur verið á ferð í Brussel. Ætla mætti að ferð hans þangað þætti traustvekjandi frá sjónarhóli þeirra, sem andvígir eru aðild að ESB. VG er flokkur, sem hefur lýst sig andvígan aðild að ESB. Æðstu stofnanir flokksins hafa samþykkt þá st...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS