Mánudagurinn 9. desember 2019

Föstudagurinn 27. janúar 2012

«
26. janúar

27. janúar 2012
»
28. janúar
Fréttir

Fitch lækkar lánshæfiseinkunnir Ítalíu og Spánar

Fitch mats­fyrirtækið tilkynnti síðdegis föstudaginn 27. janúar að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn Ítalíu og Spánar vegna veikrar fjárhagsstöðu í skuldakreppunni. Einkunn Ítalíu var lækkuð um tvö brot í A- úr A+ hið sama átti við um Spán sem lækkaði í A úr AA-. Einkunnir Belgíu, Slóveníu og Kýpur...

Schäuble í Davos: Veitir Cameron ákúrur fyrir þvermóðsku

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, veitti David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, ákúrur föstudaginn 27. janúar fyrir að standa gegn því að ESB-ríkin stæðu saman um ríkisfjármálasamning til að sigrast á skuldavandanum á evru- svæðinu. Vegna afstöðu Breta fellur samingurinn ekki innan...

Sænski forsætis­ráðherrann fær skilyrta heimild þingsins til að ganga að ríkisfjármálasamningi innan ESB

ESB-nefnd sænska þingsins samþykkti föstudaginn 27. janúar skilyrta heimild til ríkis­stjórnar­innar til að ganga að ríkisfjármálasamningnum til stuðnings evrunni á leiðtogafundi ESB 30. janúar. Frederik Reinfeldt, forsætis­ráðherra Svíþjóðar, og minnihluta­stjórn hans samdi við jafnaðarmenn um efni þ...

Stjórnar­maður í VR: Er ESB-daður forystumanna ASÍ að skaða verkalýðshreyfinguna og hag launþega?

Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnar­maður í Verslunarmanna­félagi Reykjavíkur, veltir fyrir sér á vefsíðu sinni 27. janúar 2012 hvort aðgerðaleysi forystu Alþýðu­sambands Íslands (ASÍ) gagnvart skuldavanda heimilinna og stuðningur við verðtrygginguna sé „meðvituð leið“ Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, ...

Grikklandi: Þríeykið ítrekar gamlar kröfur og setur fram nýjar

Papademos, forsætis­ráðherra Grikklands, gerði ríkis­stjórn sinni í gær grein fyrir gömlum og nýjum kröfum þríeykisins, ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu á hendur Grikkjum. Þær eru settar fram á 10 blaðsíðum, sem ráðherrann kynnti í gær.

Enda Kenny: Fólk tók æði í lántökum-græðgin tók völdin og kerfið hrundi

Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands sagði í umræðum í Davos í Sviss í gær, að Írar hefðu tekið æði í lántökum. Kerfi, sem hefði fóstrað græðgi hefði farið úr böndum og hrunið. Irish Times segir í morgun, að Kenny sé gagnrýndur harðlega fyrir þessi ummæli heima fyrir og þau túlkuð á þann veg, að hann kenni almenningi um ófarir Íra. Hann tali tungum tveim.

Markaðir í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum lækka

Markaðir í Evrópu og Japan lækkuðu í nótt og í morgun. London lækkaði um 0,53% við opnun, Frankfurt um 0,26% og París um 0,55%. Japan lækkaði líka í nótt um 0,09% en Hong Kong hækkaði um 0,31% og Shanghai um 1%. Hins vegar lækkaði Dow Jones í gær um 0,18% og Nasdaq um 0,46%.

Hillary hættir

Hillary Clinton, utanríkis­ráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með starfsmönnum utanríkis­ráðuneytisins í gær, að hún mundi láta af embætti, jafnvel þótt Obama yrði endurkjörin í haust.

Portúgal getur ekki staðið undir skuldum sínum

Rannsóknar­stofnun í Þýzkalandi, Kiel Institute, hefur lýst þeirri skoðun í nýrri skýrslu, sem sagt er frá í Daily Telegraph í dag, að Portúgal geti ekki staðið undir skuldum sínum og að þörf verði á annarri björgunaraðgerð til viðbótar við hina fyrri.

Leiðarar

Evruríkin leika sér að eldi-þjóð­félags­átök í uppsiglingu?

Fréttir frá Grikklandi í alþjóðlegum fjölmiðlum snúast að mestu um samskipti grískra stjórnvalda og lánardrottna þeirra og umræður í öðrum löndum um vandamál Grikkja. Minna er um fréttir af því hvernig ástandið i Grikklandi snertir hinn almenna borgara þar í landi, þótt viðbrögð þess fólks komist í fjölmiðla ef efnt er til mótmælafunda eða annarra aðgerða.

Í pottinum

Jóhanna svarar spurningum á þingi með skætingi

Hafa landsmenn tekið eftir því hvernig Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, svarar spurningum þingmanna á Alþingi? Hún veitir yfirleitt ekki efnisleg svör. Hún svarar með skætingi. Í gær gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar­flokksins skuldavanda heimila að umræðuefni á Alþingi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS