Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 31. janúar 2012

«
30. janúar

31. janúar 2012
»
1. febrúar
Fréttir

Kínverjar svara Japönum fullum hálsi vegna norðurslóða - segjast mega stunda viðskipti án þess að liggja undir grun um hernaðaráform

Sankei Shimbun, dagblað í Japan, birti laugardaginn 28. janúar grein þar sem því var haldið fram á Kínverjar „litu af græðgi“ og „ógnvekjandi“ til norðurskautsins vegna olíu- og gaslinda þar og ætluðu að skapa sér þar strategíska aðstöðu til að stunda „auðlindarannsóknir“ og jafnvel fyrir „herskip“....

Forsætis­ráðherra Tékklands sætir gagnrýni utanríkis­ráðherrans fyrir að ganga ekki að ríkisfjármálasáttmála

Petr Necas, forsætis­ráðherra Tékklands, sætir gagnrýni Karels Schwarzenbergs, utanríkis­ráðherra í eigin ríkis­stjórn, fyrir að hafa ákveðið að standa utan við ríkisfjármálasamninginn sem 25 leiðtogar ESB-ríkja samþykktu í Brussel mánudaginn 30. janúar. Tékkar og Bretar eru einu ESB-þjóðirnar utan sam...

Cameron býður franska banka velkomna til Bretlands vilji þeir flýja nýjan skatt Sarkozys á fjármagnsfærslur

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, fagnaði því ef franskir bankar mundu flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands yrði lagður á þá fjármagnsfærsluskatturinn sem Nicolas Sarkozy Frakklands­forseti boðaði í ávarpi til frönsku þjóðar­innar að kvöldi sunnudags 29. janúar. Orð Camerons féllu mánudag...

Papademos segir Grikki stefna að samningum um skuldamál sín í lok vikunnar - nú spáð gjaldþroti í mars verði ekki samið

Lucas Papademos, forsætis­ráðherra Grikkja, stefnir að því að ná samkomulagi við lánardrottna Grikklands og ESB „í lok vikunnar“. Ráðherrann sagði þetta þriðjudaginn 31. janúar eftir að hafa setið sérstakan fund um skuldavanda Grikkja að loknum leiðtogafundi evru-ríkjanna mánudaginn 30. janúar. Um ...

Spánn: Erfitt að ná settu marki-Rajoy býst við almennum verkföllum

Mariano Rajoy, forsætis­ráðherra Spánar, sagði á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna í gær að það yrði erfitt að koma fjárlagahalla Spánar niður í 4,4% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Núgildandi þjóðhags­áætlun byggði á hagvexti upp á 2,3% en augljóst væri að hann mundi ekki nást.

Papademos: Þetta verður í síðasta sinn sem Grikkir biðja um aðstoð

Lucas Papademos, forsætis­ráðherra Grikklands, sagði við blaðamenn í Brussel í morgun, þriðjudagsmorgun, að hann gerði ráð fyrir að ljúka viðræðum og samningum við þríeykið, ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu í þessari viku.

Danska þjóðþingið vill aukið eftirlit með framkvæmda­stjórn ESB

Innan danska þjóðþingsins eru nú vaxandi kröfur þingmanna úr öllum flokkum um að eftirlit með starfi framkvæmda­stjórnar ESB af hálfu þjóðþinga aðildarríkja verði aukið verulega að því er fram kemur í Berlingske Tidende i dag. Þingmenn úr öllum flokkum líta svo á, að áhrif framkvæmda­stjórnar­innar á daglegt líf Dana aukist stöðugt svo og áhrif hennar á fjárlagaákvarðanir Dana.

Írland: Ríkisfjármálasamningur í þjóðar­atkvæða­greiðslu?

Írska ríkis­stjórn bíður nú eftir álitsgerð ríkislögmanns Írlands um það hvort nauðsynlegt sé að leggja ríkisfjármálasamninginn, sem samþykktur var á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í gær undir þjóðar­atkvæða­greiðslu. Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands, sagði í gær, að ríkis­stjórnin mundi bíða niðurstöðu ríkislögmanns og ekki leggja á hann nokkurn þrýsting í því sambandi.

Viðbrögð við niðurstöðum leiðtogafundar misjöfn

Viðbrögð við niðurstöðum leiðtogafundar ESB í Brussel í gær eru misjöfn. Hluta­bréf lækkuðu í verði í Evrópu í gær en hækkuðu hins vegar í Asíu í nótt. Evran lækkaði gagnvart dollar. Lántökukostnaður Portúgals hefur hækkað verulega og er komin yfir 21% á sumum bréfum. New York Times segir að stjórnmálamenn og greinendur segir fyrirheit leiðtogafundarins um fjölgun starfa innantóm.

Leiðarar

Mun ASÍ beita sér fyrir aðild að ríkisfjármálasamningi 25 ESB-ríkja?

Á leiðtogafundi ESB í Brussel mánudaginn 30. janúar var orðið við kröfum Þjóðverja um nýjan ríkisfjármálasamning sem skuldbindur evru-ríkin til að setja ákvæði um jöfnuð í ríkisfjármálum í stjórnar­skrá svo að unnt verði að draga ríkin til ábyrgðar á vettvangi Evrópu­sambandsins brjóti þau eigin stjór...

Í pottinum

Steingrímur J. bregst reiður við spurningum um Brussel-ferð - hefur hann sagt þingmönnum allan sannleikann?

Steingrímur J. Sigfússon, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, stökk upp á nef sér í þingsal mánudaginn 30. janúar þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar­flokksins, bauð hann sem „sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, efnahags- og viðskipta- og verðandi iðnaðar­ráðherra sem enn situr...

35 milljarðar í launahækkanir-hvaðan koma peningarnir?

Morgunblaðið segir frá því í dag, að 3,5% launahækkun á almennum vinnu­markaði nú um mánaðamótin og sambærileg hækkun hjá ríki og sveitarfélögum 1. marz n.k. muni með öllum launatengdum gjöldum kosta 35 milljarða króna á ársgrundvelli. Hvaða ætli þeir peningar komi? Einka­fyrirtæki mæta þessum k...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS