Mánudagurinn 1. mars 2021

Föstudagurinn 3. febrúar 2012

«
2. febrúar

3. febrúar 2012
»
4. febrúar
Fréttir

Ólafur Ragnar á Suðurskautslandinu - þjálfun í þágu baráttu gegn hlýnun jarðar segir norskur ferða­félagi

Sagt var frá því á vefsíðunni ABCNyhet 2. febrúar að þekkt norsk hjón, Gunhild og Petter Stordalen, sem kunn eru fyrir umhverfisum­hyggju sína, gangi nú með „den avtroppende islandske presidenten“ (hinn fráfarandi íslenska forseta) og ráðherra frá Bangladesh meðal mörgæsa á Suðurskautslandinu – þau ...

Fjármála­ráðherrar evru-ríkjanna aflýsa fundi um skuldamál Grikkja - örlagaríkur eindagi skulda á næsta leiti

Fjármála­ráðherrar evru-ríkjanna hafa aflýst fundi sem hafði verið boðaður mánudaginn 6. febrúar til að ræða leiðir til að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti. Nokkrir dagar eru þar til stefnt er að því að ríkisskulda­bréf Grikkja verði innleyst og ný niðurfærð útgefin. Fundurinn verður ekki haldinn þótt...

Ungverska ríkisflug­félagið Malev hættir starfsemi vegna krafna frá framkvæmda­stjórn ESB

Allri starfsemi ungverska ríkisflug­félagsins Malevs var hætt föstudaginn 3. febrúar vegna fjárskorts, réttum mánuði eftir að framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins krafðist þess að félagið endurgreiddi ríkisstyrki sem það hefði fengið. Viktor Orbán, forsætis­ráðherra Ungverjlands, útilokar ekki að félagi...

Le Monde: Portúgal í vítahring sem kann að leiða til ríkisgjaldþrots

Umræðurnar um skuldir Grikkja hafa dregið athygli frá því að Portúgalir glíma ekki síður við alvarlegan ríkisfjármálavanda. Þar mótmælir almenningur hörðum efnahagsaðgerðum.

Írland: Minni hagvöxtur en ætlað var

Seðlabanki Írlands spáir því, að hagvöxtur verði minni í ár en áætlað var en bankinn hafði gert ráð fyrir 1,8% hagvexti á þessu ári.

Spánn: Krafa um 50 milljarða evra í nýju eigin fé banka

Spænska ríkis­stjórnin hefur krafizt þess, að bankarnir í landinu finni 50 milljarða evra í nýju eigin fé til þess að mæta fyrirsjáanlegum töpum. Þetta kemur fram í Guardian í dag. Á Spáni eru nú um 500 þúsund óseldar íbúðir og aðrar fasteignir og talið er að bankarnir séu með í bókum sínum um 176 milljarða evra í töpuðum útlánum.

Markaðir horfa til beggja átta

Markaðir horfa til beggja átt á föstudagsmorgni 3. febrúar. London lækkaði um 0,11% í morgun, Frankfurt um 0,14% og París um 0,29%. Hins vegar hækkaði Hong Kong um 0,08% og Shanghai um 0,77% en Japan lækkaði um 0,51%. Dow Jones lækkaði í gær um 0,09% en Nasdaq hækkaði um 0,40%.

Nýtt 15 milljarða evra gat fundið í bókhaldi Grikkja

Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa fundið nýtt gat í bókhaldi Grikkja, sem nemur um 15 milljörðum evra, segir í Daily Telegraph í dag og er til komið vegna vaxandi samdráttar í efnahagslífi þeirra. Þetta þýðir að fyrirhuguð 130 milljarða evra lánveiting í marz dugar ekki til.

Bretland siglir inn í samdrátt

Hugveita í Bretlandi spáir því að samdráttur verði í efnahagsmálum þar í landi á þessu ári um 0,1%. Það er National Institute of Economics and Social Reasearch, sem kemst að þessari niðurstöðu skv. fréttum BBC. Hugveitan gerir ráð fyrir, að efnahagsvöxtur verði á ný á árinu 2013 um 2,3%. Þá spáir hu...

Leiðarar

Daglegar fréttir um vanda evruríkjanna en engar umræður á Alþingi

Það virðist ekkert lát ætla að verða á vandamálum evru­svæðisins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir leiðtoga ESB-ríkjanna til að ná tökum á þeim. Í gær birti BBC viðtal við fjármála­ráðherra Póllands, en núverandi ríkis­stjórn Póllands hafði lýst því yfir að hún ætlaði að leiða Pólland inn á evru­svæðið á þessu ári eða næsta.

Í pottinum

Ofbeldisverk á Alþingi?

Sumir þingmenn stjórnar­flokkanna tala á þann veg við fjölmiðla þessa dagana, að þeir telji sjálfsagt að tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðis­flokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis­ráðherra, verði svæfð í nefnd. Nú er það að vísu þekkt fyrirbæri a...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS