« 5. febrúar |
■ 6. febrúar 2012 |
» 7. febrúar |
Grikkir hundsa tímasetningar - umsaminn frestur til að svara ESB er liðinn - kannski fundur á morgun
Áform um að stjórnmálaleiðtogar Grikklands kæmu saman mánudaginn 6. febrúar ásamt Lucas Papademos, forsætisráðherra landsins, til að ná sátt um svör við kröfum þríeykisins, fulltrúa ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, runnu út í sandinn. Verði kröfunum ekki fullnægt verða Grikkir af...
Deilt um hvort breska ríkisstjórnin geti útilokað sjálfstætt Skotland frá ESB
David Cameron, forsætisráðherra Breta, gæti komið í veg fyrir að sjálfstætt Skotland yrði aðili að Evrópusambandinu með því að beita neitunarvaldi í leiðtogaráði ESB segir í skýrslu sem sagt var frá í Mail on Sunday sunnudaginn 5. febrúar. Samkvæmt fréttinni liggur fyrir minnisblað frá breska utanr...
Gagnkvæmir hagsmunir Merkel og Sarkozys - sitja saman fyrir svörum í sjónvarpssal
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari sitja saman fyrir svörum fréttamanna frá frönsku sjónvarpsstöðinni France 2 og þýsku stöðinni ZDF mánudaginn 6. febrúar. Þennan dag er Merkel í París á sameiginlegum ríkisstjórnarfundi Frakka og Þjóðverja. Merkel hefur lýst stuðni...
Niinist forseti Finnlands-fyrsti ekki-krati frá 1982
Sauli Niinistö var kjörinn 12. forseti Finnlands í gær með 62,6% atkvæða að sögn Helsingin Sanomat. Pekki Haavisto fékk 37,4% atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn frá 1982,sem forseti Finnlands er ekki úr röðum jafnaðarmanna. Þátttaka í kosningunum var 68,8%. Nú eru bæði forseti Finnlands og forsætisr...
Spánn: Rubalcaba kjörinn leiðtogi sósíalista
Alfredo Rubalcaba var kjörinn leiðtogi Sósíalistaflokksins á Spáni sl. laugardag með 487 atkvæðum en Carme Chacón, 40 ára gömul kona og fyrrum varnarmálaráðherra Spánar fékk 465 atkvæði. Chacón afþakkaði sæti í æðstu stjórn flokksins eftir að úrslit lágu fyrir að sögn El Pais í morgun.
Grikkland: Samkomulag að nást milli flokksleiðtoga um 20% lækkun launa?
Nýjustu fréttir frá Grikklandi benda til að leiðtogar flokkanna þriggja, sem standa að ríkisstjórn landsins séu nálægt því að ná samkomulagi, sem geri Grikkjum kleift að ganga að skilmálum þríeykisins um frekari lánveitingar til Grikklands. Þetta koma fram í fréttum ekathimerini kl.
Hollande krefst breytinga á ríkisfjármálasamningi-þjóðaratkvæði í Frakklandi?
Francoise Hollande, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi segir, að Frakkar geti ekki samþykkt að Þjóðverjar skipi sjálfa sig bæði sérfræðinga og dómara í málum evrusvæðisins. Hollande segir, að verði hann kjörinn forseti Frakklands í maí muni hann krefjast verulegra breytinga á ríkisfjármálasamningi 25 ESB-ríkja, sem nýlega var samþykktur.
Markaðir í Evrópu lækkuðu heldur í morgun, enda allt í uppnámi í Grikklandi en bæði Japan og Shanghai lokuðu í plús en Hong Kong lækkaði lítillega. Jákvæðar tölur um fjölgun starf í Bandaríkjunum hafa haft áhrif til hækkunar frá því fyrir helgi eða alla vega til þess að takmarka lækkun markaða vegna Grikklands. London hafði lækkað um 0,23% um kl.
Endurómur sögunnar getur verið ógnvænlegur
Evrópusambandinu hefur hin síðari ár verið stjórnað af Þýzkalandi og Frakklandi. Angela Merkel og Nicolas Sarkozy hafa snúið bökum saman enda fara meginviðhorf þeirra í stjórnmálum saman. Síðustu mánuði hefur jafnvægið á milli þeirra þó raskast. Sarkozy er orðinn áberandi veikari aðilinn í þessu samstarfi vegna þess, að á sama tíma og efnahagur Þjóðverja styrkist, veikist fjárhagsstaða Frakka.
Nýtt afrek í íslenzkum stjórnmálum
Það er óneitanlega nokkuð afrek að stofna nýjan stjórnmálaflokk, kjósa honum tvo formenn og 40 manna stjórn án þess að upplýsa hver stefnumál hans eru. Þetta var gert fyrir helgi hér á Íslandi. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er nýtt í stjórnmálasögu landsins.