Sunnudagurinn 15. desember 2019

Mánudagurinn 6. febrúar 2012

«
5. febrúar

6. febrúar 2012
»
7. febrúar
Fréttir

Grikkir hundsa tímasetningar - umsaminn frestur til að svara ESB er liðinn - kannski fundur á morgun

Áform um að stjórnmálaleiðtogar Grikklands kæmu saman mánudaginn 6. febrúar ásamt Lucas Papademos, forsætis­ráðherra landsins, til að ná sátt um svör við kröfum þríeykisins, fulltrúa ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins, runnu út í sandinn. Verði kröfunum ekki fullnægt verða Grikkir af...

Deilt um hvort breska ríkis­stjórnin geti útilokað sjálfstætt Skotland frá ESB

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, gæti komið í veg fyrir að sjálfstætt Skotland yrði aðili að Evrópu­sambandinu með því að beita neitunarvaldi í leiðtogaráði ESB segir í skýrslu sem sagt var frá í Mail on Sunday sunnudaginn 5. febrúar. Samkvæmt fréttinni liggur fyrir minnisblað frá breska utanr...

Gagnkvæmir hagsmunir Merkel og Sarkozys - sitja saman fyrir svörum í sjónvarpssal

Nicolas Sarkozy Frakklands­forseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari sitja saman fyrir svörum fréttamanna frá frönsku sjónvarpsstöðinni France 2 og þýsku stöðinni ZDF mánudaginn 6. febrúar. Þennan dag er Merkel í París á sameiginlegum ríkis­stjórnar­fundi Frakka og Þjóðverja. Merkel hefur lýst stuðni...

Niinist forseti Finnlands-fyrsti ekki-krati frá 1982

Sauli Niinistö var kjörinn 12. forseti Finnlands í gær með 62,6% atkvæða að sögn Helsingin Sanomat. Pekki Haavisto fékk 37,4% atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn frá 1982,sem forseti Finnlands er ekki úr röðum jafnaðarmanna. Þátttaka í kosningunum var 68,8%. Nú eru bæði forseti Finnlands og forsætisr...

Spánn: Rubalcaba kjörinn leiðtogi sósíalista

Alfredo Rubalcaba var kjörinn leiðtogi Sósíalista­flokksins á Spáni sl. laugardag með 487 atkvæðum en Carme Chacón, 40 ára gömul kona og fyrrum varnarmála­ráðherra Spánar fékk 465 atkvæði. Chacón afþakkaði sæti í æðstu stjórn flokksins eftir að úrslit lágu fyrir að sögn El Pais í morgun.

Grikkland: Samkomulag að nást milli flokksleiðtoga um 20% lækkun launa?

Nýjustu fréttir frá Grikklandi benda til að leiðtogar flokkanna þriggja, sem standa að ríkis­stjórn landsins séu nálægt því að ná samkomulagi, sem geri Grikkjum kleift að ganga að skilmálum þríeykisins um frekari lánveitingar til Grikklands. Þetta koma fram í fréttum ekathimerini kl.

Hollande krefst breytinga á ríkisfjármálasamningi-þjóðar­atkvæði í Frakklandi?

Francoise Hollande, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi segir, að Frakkar geti ekki samþykkt að Þjóðverjar skipi sjálfa sig bæði sér­fræðinga og dómara í málum evru­svæðisins. Hollande segir, að verði hann kjörinn forseti Frakklands í maí muni hann krefjast verulegra breytinga á ríkisfjármálasamningi 25 ESB-ríkja, sem nýlega var samþykktur.

Lækkun í Evrópu í morgun

Markaðir í Evrópu lækkuðu heldur í morgun, enda allt í uppnámi í Grikklandi en bæði Japan og Shanghai lokuðu í plús en Hong Kong lækkaði lítillega. Jákvæðar tölur um fjölgun starf í Bandaríkjunum hafa haft áhrif til hækkunar frá því fyrir helgi eða alla vega til þess að takmarka lækkun markaða vegna Grikklands. London hafði lækkað um 0,23% um kl.

Leiðarar

Endurómur sögunnar getur verið ógnvænlegur

Evrópu­sambandinu hefur hin síðari ár verið stjórnað af Þýzkalandi og Frakklandi. Angela Merkel og Nicolas Sarkozy hafa snúið bökum saman enda fara meginviðhorf þeirra í stjórnmálum saman. Síðustu mánuði hefur jafnvægið á milli þeirra þó raskast. Sarkozy er orðinn áberandi veikari aðilinn í þessu samstarfi vegna þess, að á sama tíma og efnahagur Þjóðverja styrkist, veikist fjárhagsstaða Frakka.

Í pottinum

Nýtt afrek í íslenzkum stjórnmálum

Það er óneitanlega nokkuð afrek að stofna nýjan stjórnmála­flokk, kjósa honum tvo formenn og 40 manna stjórn án þess að upplýsa hver stefnumál hans eru. Þetta var gert fyrir helgi hér á Íslandi. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er nýtt í stjórnmálasögu landsins.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS