Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Mánudagurinn 13. febrúar 2012

«
12. febrúar

13. febrúar 2012
»
14. febrúar
Fréttir

Steingrímur J. skilur ekki að utanríkis­mála­nefnd ESB-þingsins fagni sér - segir Sigmundi Davíð að þegja

Steingrímur J. Sigfússon, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, missti stjórn á sér í ræðustól alþingis mánudaginn 13. febrúar þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknar­flokksins, um hrifningu í ályktun utanríkis­mála­nefndar ESB-þingsins vegna þes...

Tugir þúsundir mótmæltu ACTA á strætum og torgum Evrópu um helgina

Tugir þúsunda mótmælenda létu að sér kveða á götum og torgum víða um Evrópu laugardaginn 11. febrúar gegn alþjóða­samningnum gegn eftirgerð, Anti-Counterfeiting Trade Agreement (ACTA), sem á að sporna við hvers kyns stuldi á hugverkum og höfundarrétti en margir óttast að takamarki frelsi til að hala ...

Össur Skarphéðinsson: Misskilningur að utanríkis­ráðuneytið hafi óskað eftir því að stækkunar­deild ESB opnaði hér Evrópu­stofu

Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra fullyrðir í skriflegu svari til Vigdísar Hauksdóttur alþingis­manns að það sé misskilningur að utanríkis­ráðuneytið hafi samið við stækkunar­deild Evrópu­sambandsins um að opna hér Evrópu­stofu sem tók til starfa í Suðurgötu 10 í Reykjavík í janúar sl.

Spánn: Átök í uppsiglingu-9 handteknir á föstudag

Átök eru í uppsiglingu á Spáni að sögn spænska dagblaðsins El Pais vegna breytinga á vinnu­markaðslöggjöf, sem auðveldar fyrirtækjum og opinberum aðilum að segja upp fólki. Það eru verkalýðsfélögin og Sósíalista­flokkurinn, sem standa að mótmælafundum, sem hófust fyrir utan þinghúsið í Madrid sl. föstudag.

Skotland: Viðræður hefjast í dag um þjóðar­atkvæða­greiðslu

Nú fyrir hádegi á mánudegi verður fyrsti fundur fulltrúa heima­stjórnar Skota og brezku ríkis­stjórnar­innar um fyrirhugaða þjóðar­atkvæða­greiðslu í Skotlandi um sjálfstæði landsins. Fundurinn verður í Edinborg. Skozkir þjóðernissinnar vilja að atkvæða­greiðslan fari fram haustið 2014 en brezka ríkis­stjórnin vill að hún fari fram mun fyrr.

Fjármála­markaðir hækka

Hlutabréfa­markaðir í Evrópu lækkuðu við opnun í morgun en hækkuðu svo á innan við klukkutíma og kl.

Grikkland: Almenningssamgöngur hækka um 25%-laun lækka um 22%-uppsagnir

Mikil hækkun eða um 25% verður á gjöldum fyrir almenningssamgöngur í Grikklandi innan árs að sögn ekathimerini, gríska vefmiðilsins, í morgun. Þannig er gert ráð fyrir að miðar fyrir lestarferðir innan Aþenu hækki úr 1,40 evrum í 1,75 evrur og miðar í strætisvagna og sporvagna hækki úr 1,20 evrum í 1,50 evrur.

Leiðarar

Fjármálaátök snúast í alvarleg þjóð­félags­átök

Það er augljós hætta á því að átökin, sem staðið hafa yfir á milli stjórnvalda í Grikklandi og ríkis­stjórna annarra evruríkja um skilmála fyrir lánveitingum til Grikklands séu að færast yfir á nýtt stig, þ.e. að snúast upp í alvarleg þjóð­félags­átök. Vísbendingu um það má sjá í því sem gerðist í Aþen...

Í pottinum

RÚV gefur til kynna að Benedikt dómari sé vanhæfur vegna bíóferðar - hvað með álitsgjafanna á morgunkaffifundinum?

Umræða fer nú fram um að verjandi Baldurs Guðlaugssonar, Karl Axelsson, hafi sést í kvikmynda­húsi með Benedikt Bogasyni, settum hæstaréttardómara.

Sam­félag hins „þéttriðna hagsmunanets“

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, lýsir vanda íslenzks sam­félags mjög vel í nokkrum orðum í grein í Fréttablaðinu í dag. Han segir: "Sam­félagið er allt þéttriðið hagsmunaneti, þar sem við eigum öll hönk upp í bakið á einhverjum, sem á hönk upp í bakið á einhverjum öðrum, sem kannski á hönk upp í bakið á manni sjálfum. Hér er almennt ansi mikil hönk.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS