Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Þriðjudagurinn 14. febrúar 2012

«
13. febrúar

14. febrúar 2012
»
15. febrúar
Fréttir

Enn fresta fjármála­ráðherrar evru-ríkjanna ákvörðunum vegna Grikkja - skortir enn nægar tryggingar

Fjármála­ráðherrar evru-ríkjanna frestuðu þriðjudaginn 14. febrúar enn á ný að samþykkja aðgang Grikkja að 130 milljarða evru neyðarláni þar sem stjórnvöld í Aþenu gátu ekki uppfyllt skilyrði sem ráðherrarnir höfðu samþykkt, það er 325 milljóna evru frekari niðurskurð og skriflega skuldbindingu stjó...

Danir fá viðvörun frá ESB vegna minnkandi samkeppnishæfni og of hárra skulda einstaklinga - fyrsta úttektarskýrsla ESB á efnahag ríkja

Danska hagkerfið fær viðvörun á tveimur sviðum í fyrstu skýrslu um efnahag ESB-ríkja sem gerð er af framkvæmda­stjórn ESB í samræmi við nýjan samning innan ESB um stjórn ríkisfjármála. Annars vegar er fundið að því hve hlut­deild Dana á útflutningsmörkuðum minnkar og hins vegar að háum skuldum þeirra.

Steingrími J. finnst inngrip utanríkis­mála­nefndar ESB-þingsins „óvið­eigandi á margan hátt“ - þykir óþarfi að „þvæla“ um hana á alþingi

Steingrími J. Sigfússyni, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, finnst „óvið­eigandi á margan hátt“ hvernig utanríkis­mála­nefnd ESB-þingsins setur „sig í stellingar“ til að veita íslenskum stjórnvöldum „einhverja leiðsögn úr fjarlægð“. Honum finnst óþarfi að „þvæla“ um þessa nefnd ESB eða „missa svef...

Sjálfstæði Skotlands: Ekkert samkomulag á fundinum í gær

Engin niðurstaða varð á fyrsta fundi Alex Salmond, forsætis­ráðherra Breta og Michael Moore, Skotlandsmála­ráðherra í ríkis­stjórn Camerons í Edinborg í gær um þjóðar­atkvæða­greiðslu um sjálfstæði Skotlands. Skozka dagblaðið The Scotsman segir að þeir hafi jafnvel ekki verið sammála um það hvað þeim hafi farið í milli um málið áður.

Grikkland: Eftir að ganga frá lausum endum

Þótt gríska þingið hafi samþykkt aðhaldsaðgerðir í fyrradag er ekki búið að ganga frá neyðarláninu til Grikklands að sögn Wall Street Journal í dag.

Forsvarsmenn ESB í peningaleit í Peking

Forsvarsmenn Evrópu­sambandsins, þeir Herman Van Rompuy og Jose Manuel Barroso eru í Peking og eiga þar fundi með Wen Jiabao, forsætis­ráðherra. Á morgun hitta þeir Hu Jintao, forseta Kína.

Moody´s: AAA-mat Bretlands og Frakklands í hættu

Moody´s, bandaríska mats­fyrirtækið, hefur tilkynnt að AAA-mat Bretlands, Frakklands og Austurríkis kunni að vera í hættu. Þetta er í fyrsta sinn, sem Bretar fá slíka aðvörun. George Osborne, fjármála­ráðherra brást við með því að segja, að þetta undirstrikaði mikilvægi þess, að Bretar haldi áfram að draga úr fjárlagahalla sínum.

Leiðarar

ESB-þingmenn vilja makríl sem skiptimynt í aðildarviðræðum - afsalar Steingrímur J. sér forræðinu?

Loka­viðræður í makríldeilunni vegna veiða ársins 2012 hefjast í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 14. febrúar. Verki ekki samið um annað nú verður ekki nein breyting á ákvörðun Jóns Bjarnasonar um makrílkvóta Íslendinga á árinu 2012. Í fyrra nam heildarverðmæti veiðanna 25 milljörðum króna. Eggert Bened...

Pistlar

Evrónían

*Örlög evrunnar eru svo undarleg að þau mættu eignast eigið orð – evronía*. Mitterrand, þáverandi forseti Frakklands setti á sínum tíma sem skilyrði fyrir endursameiningu Þýskalands að Þjóðverjar köstuðu þýska markinu og tækju um sameiginlega evrópska mynt. Þjóðverjar höfðu lítinn áhuga á þessu;...

Í pottinum

Biður Steingrímur J. Sigmund Davíð afsökunar?

Er það hlutverk ráðherra að segja þingmönnum að þegja? Er sjálft Alþingi ekki hátindur lýðræðis og þingræðis á Íslandi? Er ekki málfrelsi á Alþingi? Geta þeir sem þar sitja sýnt af sér slíkan dónaskap hver gagnvart öðrum?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS