Laugardagurinn 23. febrúar 2019

Miðvikudagurinn 15. febrúar 2012

«
14. febrúar

15. febrúar 2012
»
16. febrúar
Fréttir

Nicolas Sarkozy lýsir formlega yfir forsetaframboði sínu - segist ekki vilja hlaupast frá skyldum sínum

Nicolas Sarkozy Frakklands­forseti lýsti yfir í sjónvarpsviðtali að kvöldi miðvikudags 15. febrúar að hann gæfi kost á sér til endurkjörs í kosningunum sem fara fram 22. apríl nk. Helsti andstæðingur hans er François Hollande, frambjóðandi sósíalista. Kannanir sýna að Hollande muni sigra Sarkozy bæði...

Íslandsfulltrúi ESB-þingsins: Viðbrögð Steingríms J. reist á misskilningi á ályktun ESB-þingmanna - þeir hafa rétt til að hafa skoðun á aðildarumsókn Íslands

Cristian Dan Preda, ESB-þingmaður frá Rúmeníu í EPP-þing­flokknum (mið-hægri), sem fer fyrir undir­nefnd um Ísland í utanríkis­mála­nefnd Evrópu­sambandsþingsins, telur að viðbrögð Steingríms J. Sigfússonar, sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðherra, við nýlegri ályktun utanríkis­mála­nefndarinnar um aðildarvið...

Aþena: „Nýfátækum“ fjölgar-súpueldhús hafa ekki undan-fjöldi sjálfsmorða tvöfaldast

Súpueldhús í Aþenu hafa ekki undan. Heimilislausum á götum borgarinnar fjölgar stöðugt og eru nú taldir um 25 þúsund. Fólk sefur á götunni eða í tjöldum. Fjöldi sjálfsmorða hefur tvöfaldast. Nýtt hugtak er komið til sögunnar í Grikklandi.

Bandaríkin: Enda Kenny á ferð-hvetur til fjárfestinga á Írlandi

Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands hefur verið á ferð í Bandaríkjunum til þess að hvetja kaupsýslumenn og fjárfesta til að fjárfesta á Írlandi. Þetta kemur fram í Irish Times í dag. Kenny átti fund í síðustu viku með 100 kaupsýslumönnum í New York. Nú er hann í Boston.

Evru­svæðið: efnahagslegur samdráttur að breiðast út

Efnahagslegur samdráttur er að breiðast út um evru­svæðið. Á Ítalíu varð 0,7% samdráttur á síðasta fjórðungi ársins 2011 til viðbótar við 0,2% samdrátt á þriðja ársfjórðungi. Í Hollandi varð líka 0,7% samdráttur á síðasta fjórðungi 2011 til viðbótar við 0,4% á þriðja ársfjórðungi. Í Þýzkalandi varð 0,2% samdráttur á síðasta fjórðungi síðasta árs en öllum að óvörum varð 0,2% vöxtur í Frakklandi.

Markaðir að styrkjast

Evrópskir markaðir og raunar flestir markaðir hafa verið að styrkjast í morgun og í nótt. London hafði hækkað um 0,13% upp úr kl.

Grískur ráðherra: Þjóðin hefur tekið á sig ofurmannlegar byrðar-getur ekki meir-vaxandi ágreiningur meðal lánardrottna

Þrátt fyrir að gríska þingið hafi samþykkt aðhaldsaðgerðir að kröfu annarra evruríkja sl. sunnudag eru samskipti Grikklands og þeirra ríkja enn í uppnámi. Einn af ráðherrum í ríkis­stjórn Papademos, Chritos Papoutsis, segir að sögn BBC að gríska þjóðin hafi tekið á sig ofurmannlegar yrðar og geti ekki meir.

Leiðarar

Samfylkingin og súpueldhúsin í Aþenu

Frá því að fjármálakreppan hófst hefur verg landsframleiðsla Grikklands dregizt saman um 16%. Það er sambærilegt við að verg landsframleiðsla Íslendinga drægist saman um 240 milljarða króna. Nú er því spáð að áður en upp verður staðið hafi verg landsframleiðsla Grikkja dregizt saman um um 25-30%. Þa...

Í pottinum

Er farsanum í kringum Bessastaði ekki örugglega lokið?

Nú er undirskriftasöfnun þeirra Guðna Ágústssonar og Baldurs Óskarssonar sem hafði það að takmarki að fá Ólaf Ragnar Grímsson til að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti Íslands lokið. Þeir náðu ekki markmiðum sínum um 40 þúsund undirskriftir. Má nú ekki búast við að þessum farsa í kringum Bessastaði ljúki?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS