« 15. febrúar |
■ 16. febrúar 2012 |
» 17. febrúar |
Saksóknari krefst þess að forseti Þýskalands verði sviptur friðhelgi
Ríkissaksóknari í Hannover krefst þess að Christian Wulff, forseti Þýskalands, verði sviptur friðhelgi svi að unnt sé að ákæra hann. Þýska þingið tekur ákvörðun um hvort orðið skuli við kröfu saksóknarans.
Ekki náðist samkomulag um hvernig skipta beri veiðum úr makrílstofninum á árinu 2012 á fundi sem lauk í Reykjavík fimmtudaginn 16. febrúar. Íslendingar munu veiða 145.000 tonn í ár samkvæmt einhliða ákvörðun Jóns Bjarnasonar áður en honum var vikiði úr embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 31...
Hollenskur ráðherra gefur til kynna að Grikkir verði að bíða fram yfir kosningar
Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, gaf til kynna fimmtudaginn 16. febrúar að ef til vill yrði Grikkjum ekki veittur aðgangur að seinna neyðarláni sínu fyrr en að loknum þingkosningum í apríl. „Æskilegast væri að gera þetta ekki fyrr en eftri kosningarnar, menn vilja eiga samskipti við rá...
Alex Salmond: Sjálfstætt Skotland getur lagt milljarð punda á ári í olíusjóð
Alex Salmond, forsætisráðherra heimastjórnar Skota sagði í ræðu hjá London School of Economics í gær, að sjálfstætt Skotland gæti lagt fyrir 1 milljarð punda á ári í sjóð, sem mundi verða orðinn 30 milljarðar punda árið 2035 af olíutekjum úr Norðursjónum. Þessar hugmyndir Salmond byggjast að sögn The Scotsman á norska olíusjóðnum.
Cameron í Skotlandi: Leggur áherzlu á jákvæðar hliðar á sambandi þjóðanna
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands er á ferð i Skotlandi í dag. Heimsókn hans er að verða annað og meira en sú kurteisisheimsókn, sem sagt var fyrir nokkrum dögum að hún yrði. Cameron mun flytja stefnumarkandi ræðu um sjálfstæðismál Skota í dag og The Scotsman birtir grein eftir ráðherrann í dag um sama mál.
Mario Monti: Gerðir Þjóðverja og Frakka 2003 rót vandans í dag
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu hvatti til þess í ræðu á Evrópuþinginu í gær, að völd þess yrðu aukin til þess að undirstrika lýðræðið í Evrópu á tímum erfiðra aðgerða.
Moody´s: Lánshæfismat 114 evrópskra fjármálafyrirtækja til neikvæðrar skoðunar
Moody´s hefur tilkynnt að matsfyrirtækið hafi tekið lánshæfismat 114 evrópskra fjármálafyrirtækja til endurskoðunar með hugsanlega lækkun í huga að því er fram kemur í Daily Telegraph í morgun. Blaðið segir þessa ákvörðun Moddy´s benda til þess að evrukrísan sé að breiðast út.
Forseti Grikklands: Hver þykist Schauble vera? Hverjir þykjast Hollendingar og Finnar vera?
Samskipti Þjóðverja og Grikkja hafa ekki verið verri frá því að fjármálakreppan hófst að sögn gríska vefmiðilsins ekathimerini. Forseti Grikklands, Karolos Papouliasis, svaraði Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands fullum hálsi í gær og spurði hver Schauble þættist vera, að hann gæti leyft sér að móðga grísku þjóðina með niðrandi ummælum.
Íslandsfulltrúi ESB-þingsins tekur Steingrím J. í kennslustund um eðli aðildarumsóknar
Nokkrar umræður urðu á alþingi mánudaginn 13. febrúar um ályktun utanríkismánefndar ESB-þingsins um aðildarviðræðurnar við Íslendinga. Þótti þingmönnum ESB-þingmenn seilast of langt til afskipta af íslenskum innanríkismálum með ályktun sinni. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð...
Björg Eva tekur við formennsku í stjórn RÚV - ætlar ekki í stríð við Pál Magnússon
Aðstandendur Smugunnar, málgagns VG, láta víða að sér kveða við fjölmiðlun. Björg Eva Erlendsdóttir seldi lítinn hlut sinn í Smugunni þegar VG kaus hana í stjórn RÚV þar sem hún er nú formaður.
Endurómur þýzkra hernámsára í Grikklandi
Evrukreppan snýst ekki lengur bara um peninga. Hún er farin að hafa tilfinningaleg áhrif á þær þjóðir, sem hlut eiga að máli. Yfirlýsingar forseta Grikklands í gær, sem sagt er frá á Evrópuvaktinni í dag sýna hvað er að gerast í samskiptum þjóðanna. Karolos Papouliasis hefur sterka stöðu til að tala á þann veg, sem hann gerði.