« 20. febrúar |
■ 21. febrúar 2012 |
» 22. febrúar |
Rússar hervæðast á norðurslóðum
Rússar stefna að því að ráða yfir norðruslóðaher árið 2015 segir Alexander Postnikov, hershöfðingi, yfirmaður landhers Rússa, þriðjudaginn 21. febrúar á vefsíðunni rianovosti.ru. Anatolij Serdjukov, varnarmálaráðherra Rússlands, kynnti í júlí hugmynd um tvö norðurslóða-herfylki Rússa. Ekki er...
Grísk efnahagsstjórn mun sæta stöðugu eftirliti fulltrúa evru-ríkjanna. Breyta verður grísku stjórnarskránni á þann veg að endurgreiðsla á lánum njóti forgangs við ráðstöfun ríkistekna gagnvart öðrum útgjöldum.
Murdoch notar 8 orð á Twitter til að lýsa stuðningi við sjálfstæði Skotlands
Rupert Murdoch, fjölmiðlakóngur, eigandi News Corporation, notaði samskiptasíðuna Twitter þriðjudaginn 21. febrúar til að segja: „Látum Skotland fara og keppa. Allir munu sigra.“ Tístið kom eftir annað sem hann sendi frá sér sunnudaginn 19. febrúar þar sem hann hrósaði Alex Salmond, forsætisráðherra...
Seðlabankastjóri Noregs segir vanda Evrópusambandsins ekki að baki
Öystein Olsen, seðlabankastjóri Noregs, segir að Evrópusambandið sé ekki á lygnum sjó þótt samþykkt hafi verið 237 milljarða evru neyðaraðstoð til Grikkja. „Jákvæðar fréttir hafa vissulega borist en auðvitað hefur skuldavandinn á evru-svæðinu ekki horfið. Þeir eru að velta skuldunum á milli sín.
Staðan á hlutabréfamörkuðum í Evrópu hefur breytzt frá því í morgun. Hækkun, sem kom í kjölfar frétta um að samkomulag hefði náðst um neyðarlán II fyrir Grikkland hefur breytzt í lækkun. Um hádegisbilið hafði London lækkað um 0,40%, Frankfurt um 0,77% og París um 0,72%.
DSK hnepptur í varðhald í Lille vegna gruns um aðild að vændi og fjársvikum
Franska lögreglan hefur hneppt Dominque Strauss-Kahn (62 ára), fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í allt að 96 stunda varðhald á meðan hann er yfirheyrður vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í kynlífssvalli á kostnað fésýslumanna í París og Washington.
Evru-ríkin og lánardrottnar Grikklands náðu að morgni þriðjudags 21. febrúar samkomulagi um björgunaraðgerðir í þágu Grikkja með því að leggja þeim til 237 milljarða evra að þessu sinni auk 110 milljarða evra í maí 2010 eða alls um 350 milljarða evra. Markmiðið er að hindra gjaldþrot Grikklands og l...
Spánn: Stjórnarflokkurinn fellur ekki frá breytingum á vinnulöggjöf
Hin nýja ríkisstjórn PP-flokksins á Spáni ætlar ekki að gefa eftir umbætur á vinnulöggjöf landsins þrátt fyrir víðtæk mótmæli í spænskum borgum um síðustu helgi að því er fram kemur í spænska dagblaðinu El País.
77% Grikkja vilja halda evrunni
Stuðningur við tvo stærstu stjórnmálaflokkana í Grikklandi hefur aldrei verið lægri skv. nýrri könnun, sem gerð var núna fyrir og um helgina.
Vegabréfaeftirlit á landamærum Skotlands og Englands?
David Livington, Evópuráðherra í brezku ríkisstjórninni segir að svo kunni að fara að vegabréfaeftirlit yrði sett upp milli sjálfstæðs Skotlands og Englands.
Markaðir voru yfirleitt bjartsýnir í morgun. London opnaði með 0.66% hækkun, Frankfurt hækkaði um 1,46% og París með 0,12%. Hong Kong hafði hækkað við lokun í morgun um 0,16% og Shanghai um 0,75% en Japan lækkaði um 0,23%. Dow Jones hækkaði í gær um 0,35% en Nasdaq lækaði um 0,27%.
Brussel: Neyðarlán II til Grikklands samþykkt eftir 13 klukkutíma fund
Fjármálaráðherrar evruríkjanna náðu samkomulagi semma í morgun um neyðarlán II til Grikklands eftir 13 klukkutíma fund.
ESB-aðildarviðræðurnar á skeri - hver ýtir þeim á flot? Heimavinna í bakherbergjum
Lítil frétt á bls.
Ýmis grasrótarsamtök vinna að því að mynda einhvers konar breiðfylkingu til framboðs í næstu þingkosningum. Það verður sjálfsagt ekki auðvelt verk enda skoðanir skiptar í þeim hópum. Hins vegar ætti það að verða slíkri breiðfylkingu nokkur styrkur, að þingmenn Hreyfingarinnar hafa hver með sínum hætti vakið nokkra athygli frá því að þeir tóku sæti á þingi.