Viktor Orban sætir ádrepu frá framkvæmdastjórninni í Brussel fyrir samanburð við Sovétríkin
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, telur að þeir sem beri Evrópusambandið og Sovétríkin saman sýni algjört skilningsleysi á eðli lýðræðis.
BBC: Gleði meðal breskra sveitarstjórnarmanna vegna endurgreiðslna úr þrotabúi Glitnis
Þrotabú Glitnis ætlar að greiða breskum sveitarstjórnum það sem fé sem þær töpuðu við gjaldþrot bankans árið 2008 segir í frétt BBC föstudaginn 16. mars en meira en 50 sveitarstjórnir hafi tapað 186 milljónum punda (37 milljarðar ISK) við fall Glitnis auk háskóla og góðgerðarstofnana. BBC segir að ...
Grikkland: Vaxandi fylgi jaðarflokka til vinstri og hægri
Fylgi jaðarflokka í Grikklandi til hægri og vinstri fer vaxandi í skoðanakönnunum skv. fréttum ekathimerini í morgun. Nýi lýðræðisflokkur Antonis Samaras (sem er hinn gamli flokkur Karamanlis, sem tók við völdum eftir fall herforingjastjórnarinnar á sínum tíma)var með 28% fylgi í febrúar en er nú með 25% fylgi.
Skotland: Umræður um pundið eða evruna
Í Skotlandi hafa verið umræður um hvort sjálfstætt Skotland ætti að halda sterlingspundinu eða taka upp evru. Áður fyrr voru skozkir þjóðernissinnar þeirrar skoðunar að við slíkar aðstæður ættu Skotar að taka upp evru en að undanförnu hafa þeir lýst annarri afstöðu.
AGS samþykkir 28 milljarða evra lán til Grikkja en fulltrúi Brasilíu lýsir efasemdum
Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins samþykkti í gær 28 milljarða evra lánveitingu til Grikklands, sem Christine Lagarde hafði lagt til en efasemdir höfðu verið um m.a. í Bretlandi. En jafnframt varaði stjórn AGS grísk stjórnvöld við að ekkert svigrúm væri eftir fyrir mistök af einu eða öðru tagi. Einn...
Viktor Orban: ESB rekur nýlendustefnu gagnvart Ungverjum
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sakar Evrópusambandið um að reka nýlendustefnu og umgangast Ungverja eins og annars flokks borgara í Evrópu. Hann segir að Ungverjar muni ekki taka við fyrirmælum frá erlendu valdi. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á fjölmennum útifundi í Búdapest sem talið er að um 100 þúsund manns hafi sótt.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands sagði á Alþingi í gær, að það væri „ekki líðandi“ að Evrópusambandið setji Íslendingum skilyrði í makríldeilunni. Gott. En hvað svo? Hvað ætlar Jóhanna að gera svo? Hún segir skv.
+Þennan pistil skrifaði höfundur á vefsíðu stærsta þingflokks ESB-þingsins, European People's Party (EPP), flokks mið-hægrimanna, 12. mars 2012 í tilefni af umræðum aðild Íslands að ESB á ESB-þinginu 14. mars.+ -Finndu þann sérstæða- Segja má margt um Ísland en alls ekki að það sé hið dæmi...
Fari svo að Steingrímur J. Sigfússon láti af forystu VG fyrir næstu þingkosningar blasir ekki við hver taki við forystu flokksins. Steingrímur J. á rætur í Alþýðubandalaginu og hefur jafnan verið pólitískur samherji Svavars Gestssonar svo að segja má að rekja megi forystu VG til gamla Sameiningarflo...