Evrópuvefurinn: Kvótahopp í fiskveiðum kynni að valda Íslandi efnahagslegum skaða
Hið svonefnda kvótahopp við fiskveiðar innan lögsögu ESB-ríkjanna gæti valdið Íslandi efnahagslegum skaða verði ekki mótað sérstakt regluverk til að sporna við því að mati þeirra sérfræðinga sem semja svör á Evrópuvefnum sem haldið er úti af Háskóla Íslands með stuðningi alþingis.
Forseti Ungverjalands á í vök að verjast vegna ásakana um ritstuld
Pal Schmitt (69 ára), forseti Ungverjalands, hafnar kröfum um að hann segi af sér embætti þrátt fyrir ásakanir um að hann hafi stundað ritstuld við gerð doktorsritgerðar sinnar árið 1992 um þætti í sögu Ólympíuleikanna.
Finnar vilja vera áfram í Afganistan
Í Afganistan eru um 130 þúsund erlendir hermenn frá 50 ríkjum. Af þeim eru 195 finnskir hermenn. Í finnska þinginu er víðtæk samstaða um að Finnar eigi að vera áfram í Afganistan eftir 2014, þegar gert er ráð fyrir að aðgerðum Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess verði lokið. Gert er ráð fyrir að Finnar muni þá leggja áherzlu á þátttöku í borgaralegum umbótum.
FT: Trúnaðarskjöl frá ESB segja að evrukrísunni sé ekki lokið
Financial Times segir í morgun, að tveimur trúnaðarskýrslum hafi verið dreift á fundi fjármálaráðherra evruríkjanna í Kaupmannahöfn í gær, þar sem varað er við því að undirliggjandi vandi evruríkjanna vegna skuldastöðu ríkja og bankakreppunnar hafi ekki enn verið leystur.
Spánn: Niðurskurður um 27 milljarða evra-skattahækkanir á stórfyrirtæki um 12,3 milljarða evra
Spænska ríkisstjórnin gekk lenga í fjárlagatillögum sínum í gær en spáð hafði verið.
Firring á ríkjaráðstefnu í Brussel - 30. mars 1949 - 30. mars 2012
Svonefndar ríkjaráðstefnur í ESB-aðildarferlinu fá nafn sitt af því að þar koma saman fulltrúar ríkja ESB og umsóknarríkis og bera saman bækur sínar um framvindu mála. Aðildarviðræðurnar sjálfar eru í höndum embættismanna ríkjanna, framkvæmdastjórnar ESB og viðræðunefndar Íslands, sem taka við pólitískum fyrirmælum frá ráðherraráðinu innan ESB og alþingi og ríkisstjórn hér á landi.
Lesandi EV: Hugmynd um nýjan samningamann um makrílinn
Einn af lesendum Evrópuvaktarinnar telur sig hafa komið auga á lausn á þeim vanda, sem upp er kominn eftir að Tómasi H. Heiðar var ýtt út úr forystu í viðræðum um makrílinn af hálfu Íslendinga. Þessi lesandi telur augljóst að Steingrímur J. Sigfússon velji í stað Tómasar mann, sem hann sjálfur treys...