Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Mánudagurinn 2. apríl 2012

«
1. apríl

2. apríl 2012
»
3. apríl
Fréttir

Eva Joly datt í tröppu, lögð inn á sjúkrahús, heldur áfram kosningabaráttu

Eva Joly var lögð inn á sjúkrahús í París sunnudaginn 1. apríl eftir að hún hafði dottið og rekið höfuðið í tröppu á leið úr kvikmynda­húsi. Talsmaður hennar segir að Joly nái sér fljótt og muni halda áfram baráttunni fyrir að verða næsti forseti Frakklands. Kannanir sýna að fylgi hennar er um 2%. „...

Forseti Ungverjalands segir af sér vegna ásakana um ritstuld

Pal Schmitt, forseti Ungverjalands, hefur sagt af sér embætti eftir að hafa verið sviptur doktorsnafnbót sinni vegna ritstuldar.

Tómas Ingi Olrich: Sendiherra ESB á Íslandi brýtur alþjóða­reglur - undrast athafnaleysi utanríkis­ráðherra

Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, telur að Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, brjóti gegn 41. grein Vínarsáttmálans um stjórnmál­samband ríkja með ferðum sínum um landið undir merkjum Evrópu­stofu. Undrast Tómas Ingi langlundargeð utanríkis­ráðherra Íslands gagnvart sendiherranu...

Danmörk: Þingmenn tilbúnir til að jafna eftirlaunakjör sín gegn launahækkun

Danskir þingmenn eru tilbúnir til að jafna lífeyriskjör sín og annarra gegn því að þeir fái launahækkun. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag. Skv. núgildandi lögum geta þingmenn, sem voru kjörnir á þing fyrir 2007 farið á eftirlaun 60 ára gamlir en jafnaldrar þeirra í öðum geirum sam­félagsins ekki fyrr en 66-69 ára.

Vaxandi atvinnuleysi á evru­svæðinu-yfir 17 milljónir án vinnu

Atvinnuleysi er nú meira á evru­svæðinu en verið hefur frá því að mælingar hófust þar eða 10,8% í febrúar sl. Það þýðir að 17,134 milljónir manna eru atvinnulausar í aðildarríkjum evrunnar. Ástandið er ekki mikið betra í ESB-ríkjunum í heild eða 10,2% atvinnuleysi í febrúar. Verst er atvinnuástandið meðal ungs fólks. Um 21,6% þeirra eru atvinnulaus á evru­svæðinu en 22,4% í ESB-ríkjunum í heild.

Frakkland: Sótt að Hollande úr báðum áttum

Bilið minnkar á milli Sarkozy og Hollande í frönsku forsetakosningunum. Sarkozy er nú með meira fylgi en Hollande í meirihluta skoðanakannana í fyrri umferð en Holland hefur enn vinninginn í seinni umferð. Hins vegar hefur nýr frambjóðandi komið á óvart og sett strik í reikninginn bæði hjá Hollande og Marine le Pen.

Þýzkaland: Kjaradeilur í uppsiglingu-iðnverkafólk krefst 6,5% launahækkunar

Samtök þýzks iðnverkafólks krefjast nú 6,5% launahækkunar og segja að tími sé kominn til að launþegar njóti góðs af velgengni þýzkra fyrirtækja. Þeir hafi haldið að sér höndum árum saman. Samtökin segja, að komi vinnuveitendur ekki með viðunandi gagntilboð verði efnt til eins dags verkfalls snemma í maí.

Írar í uppreisn gegn nýju „heimilisgjaldi“-17 þúsund krónur á hvert heimili-40% hafa borgað

Írar eru í uppreisn gegn nýju „heimilisgjaldi“ (household charge), sem þeir áttu að hafa greitt fyrir miðnætti sl. laugardagskvöld og nemur 100 evrum eða um 17 þúsund íslenzkum krónum.

Leiðarar

Hver er afstaða félagsmanna verkalýðs­félaganna til aðildar að ESB?

Af umfjöllun gríska vefmiðilsins ekathimerini.com (netútgáfa dagblaðsins Kathimerini)má sjá, að vaxandi áhyggjur eru í suðurhluta Evrópu um að aðhaldsaðgerðir leiði til frekari þjóð­félags­legra óeirða en orðið er, komi ekki í ljós innan tiltölulega skamms tíma, að þær skili einhverjum árangri. Atvinn...

Í pottinum

Ljósglæta fyrir VG

Vinstri grænir eru flokkur í upplausn.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS