Evrópuvaktin: Ráðstöfun á 4,5 m. kr. styrk samkvæmt reglum alþingis - rangfærslum bloggara hnekkt
Nokkrar umræður hafa orðið um styrk alþingis til Evrópuvaktarinnar og ráðstöfun hans. Evrópuvaktin hefur í einu og öllu farið að reglum sem alþingi setti um styrki sína og eftirlit með ráðstöfun á þeim.
Allt að 20% þeirra Íra sem ekki hafa staðið í skilum vegna afborgana af íbúðarlánum halda að sér höndum gagnvart lánveitenda sínum í von um að bankinn afskrifi skuld þeirra segir í frétt Irish Times þriðjudaginn 3. apríl um skýrslu sem valdið hefur deilum á Írlandi. Segir í skýrslunni sem samin e...
Finnland: Maria Kiviniemi sækist ekki eftir endurkjöri sem leiðtogi Miðflokksins
María Kiviniemi, leiðtogi Miðflokksins í Finnlandi hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri á flokksþingi flokksins í sumar gagnstætt því, sem hún hafði áður tilkynnt. Frá þessu segir Helsingin Sanomat. María segir ástæðuna þá, að hún hafi ekki náð þeim markmiðum, sem hún hafi sett sér fyrir ári um að auka fylgi flokksins. Það stendur nú í 16,7% skv.
Rajoy: Verðum að forðast örlög Grikklands, Írlands og Portúgal
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði í gær, að aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar væru óhjákvæmilegar til að forða Spáni frá örlögum Grikklands, Írlands og Portúgals. Hann kenndi fyrri ríkisstjórn sósíalista um og sagði að hefði hún staðið við yfirlýst markmið í ríkisfjárlögum hefði niðurskurðurinn nú geta orðið 18 milljörðum evra minni. Rajoy sagði Spán ekki eiga annarra kosta völ.
Úkraína:Tímósjenkó á sjúkrahús í Berlín?
Spiegel segir líkur á því að Júlía Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu verði flutt úr fangelsi í heimalandi sínu á sjúkrahús í Berlín.
Danmörk: Einingalistinn í uppreisn-Thorning í hættu
Ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt gæti misst meirihluta sinn á danska þinginu að því er fram kemur í Berlingske Tidende í dag. Innan Einingalistans (Enhedslisten)er harður kjarni, sem er tilbúinn til að ganga svo langt, þótt hann sé að vísu í minnihluta í aðalstjórn flokksins.
Undirgefni Össurar og áróðursferðir Timo Summa fyrir ESB
Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, bendir á það í grein í Morgunblaðinu mánudaginn 2. apríl að Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, gangi fram á þann hátt í þátttöku sinni í umræðum um aðild Íslands að ESB að brjóti í bága við 41. gr. Vínarsáttmálans um stjórnmála...
Ný skoðanakönnun gæti flýtt brottför Jóhönnu og Steingríms J.
Í Finnlandi tekur María Kiviniemi, leiðtogi Miðflokksins, ákvörðun um að sækjast ekki eftir endurkjöri, sem formaður flokksins vegna þess að hún hefur ekki náð þeim markmiðum sínum að auka fylgi flokksins frá kosningum.