« 11. apríl |
■ 12. apríl 2012 |
» 13. apríl |
Athugasemd frá Árna Þór Sigurðssyni
Öðrum umsjónarmanni Evrópuvaktarinnar hefur borizt svohljóðandi bréf frá Árna Þór Sigurðssyni, alþingismanni og formanni utanríkisnefndar Alþingis vegna leiðara, sem birtist hér á EV: "Ekki veit ég hvaðan þú hefur fréttir af fundi sameiginlegu þingmannanefndar Íslands og ESB nú nýverið sbr.
Skiptar skoðanir um viðbrögð við meðalgöngustefnu ESB fyrir EFTA-dómstólsins
„Með ólíkindum verður að teljast að VG ætli enn og aftur að lyppast niður fyrir fótum Evrópusambandsins og Samfylkingarinnar til þess eins að halda vonlausu stjórnarsamstarfi áfram,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks framsóknarmanna á vefsíðu sinni fimmtudaginn 12. apríl vegna meðalg...
Grikkland: Nýi lýðræðisflokkurinn er að tapa fylgi
Nýi lýðræðisflokkurinn, flokkur Antonis Samaras er að tapa fylgi í skoðanakönnunum í Grikklandi skv. nýrri könnun, sem ekathimerini segir frá. Flokkurinn er kominn niður í 19% en var í 30% í febrúar. Á sama tíma hefur flokkur Sjálfstæðra Grikkja sem er hægri flokkur stofnaður af þingmanni, sem var rekinn úr Nýja lýðræðisflokknum náð 11% fylgi og hefur aukið það jafnt og þétt síðustu vikur.
Ítalía: Veruleg lækkun kröfu í skuldabréfaútboði í dag
Veruleg lækkun varð á ávöxtunarkröfu á 10 ára ítölsk skuldabréf, sem seld voru í dag.
Orkuráðherra Bretlands til Íslands í maí til að ræða kaup á raforku um kapal
Bretar hafa áhuga á að kaupa orku frá Íslandi um kapal að sögn brezka dagblaðsins Guardian í morgun. Blaðið segir að slíkur kapall yrði 1000-1500 km langur og yrði sá lengsti í heimi. Charles Hendry, orkuráðherra Bretlands kemur í heimsókn til Íslands í maí til frekari viðræðna en blaðið segir að viðræður hafi farið fram á milli brezkra og íslenzkra stjórnvalda um málið.
Kaupir Seðlabanki Evrópu spænsk og ítölsk skuldabréf?
Ábending frá fulltrúa í bankaráði Seðlabanka Evrópu, Benoit Coeure, í gær kann að hafa átt þátt í að róa fjármálamarkaði að sögn Financial Times í morgun. Bankaráðsmaðurinn vakti athygli á því að Seðlabanki Evrópu hefði tæki til að hafa áhrif á skuldabréfamarkaði.
Afstaða Össurar og Árna Þórs kemur ekki á óvart - aðildarvélina má alls ekki stöðva
Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins meðalgöngustefni í Icesave-máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á hendur Íslandi.
Ögrar Háskólinn á Bifröst samstarfi við Borgarbyggð vegna ágreinings um verð á lambakjöti?
Neytendasamtökin og Háskólinn á Bifröst standa fyrir ráðstefnu í háskólanum föstudaginn 13. apríl um efnið Nýtt landslag - nýjar áskoranir – staða landbúnaðar á Íslandi í breyttum heimi með Þórólfi Matthíassyni, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sem aðalfyrirlesara en eins og kunnugt er hefur Þ...
Fjandsamleg afstaða framkvæmdastjórnar ESB og „eymingjaskapur“ stjórnarflokkanna
Forystumenn vinstri stjórnarinnar eru ótrúlegir „eymingjar“. Þeir láta bjóða sér hvað sem er. Þingmenn á Evrópuþinginu hafa uppi hótanir um að setja löndunarbann á allan íslenzkan fisk í öllum ESB-ríkjum en þingmenn stjórnarflokkanna sitja þegjandi undir slíkum hótunum. Það var Ragnheiður Elín Árnad...