Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Mánudagurinn 16. apríl 2012

«
15. apríl

16. apríl 2012
»
17. apríl
Fréttir

Steingrímur J. telur óþarfa að fara á taugum vegna framgöngu ESB - vill fá botn í mál milli Íslands og ESB með framhaldi viðræðna

„Það er óþarfi að fara á taugum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á alþingi mánudaginn 16. apríl um viðbrögð við nýjustu afskiptum ESB af Icesave-málinu. Að kvöldi föstudags 13. apríl sagði Steingrímur J. í fréttum Stöðvar 2 að líta bæri á meðalgöngu ESB sem „pólitískt mál“ og framkoma ESB væri „býs...

Sarkozy gengur á bak orða sinna við Merkel - ræðir breytt hlutverk Seðlabanka Evrópu - Krugman segir núverandi evru-stefnu snarvitlausa

Nicolas Sarkozy Frakklands­forseti styður tillögu um breytingu á Maastricht-sáttmálanum í því skyni að losa um fé Seðlabanka Evrópu til að ýta undir hagvöxt á evru-svæðinu.

Spánn: Ávöxtunarkrafan komin í 6,166%

Um hádegisbilið í dag, mánudag, var ávöxtunarkrafan á 10 ára spænsk ríkisskulda­bréf komin í 6,14% á eftir­markaði að sögn Financial Times. Skömmu fyrir kl.

Sarkozy stakk armbandsúrinu í vasa sinn af ótta við vasaþjófa á kosningafundi

Nicolas Sarkozy Frakklands­forseti boðaði til fjöldafundar á Concorde-torgi í París sunnudaginn 15. apríl, viku fyrir kjördag fyrri umferðar forsetakosninganna. Stuðningsmenn hans segja að um 100.000 manns hafi sótt fundinn. Athygli fjölmiðla beinist ekki aðeins að boðskap forsetans heldur einnig að ...

Skotland: Þjóðernissinnar ræða breytta afstöðu til Atlantshafsbandalagsins

Skozkir þjóðernissinnar ræða nú breytingar á afstöðu flokksins til aðildar sjálfstæðs Skotlands að Atlantshafsbandalaginu að þvi er fram kemur í The Scotsman í dag. Þeir hafa verið andvígir því að sjálfstætt Skotland yrði aðili að NATÓ en nú er stefnt að atkvæða­greiðslu innan flokksins um breytta stefnu í sumar.

Evrópa: 114 bankar í 16 löndum búa sig undir lækkun lánshæfismats

Wall Street Journal segir í dag, að bankar í Evrópu búi sig nú undir að lánshæfismat þeirra verði lækkað á næstu vikum. Moody´s hefur tilkynnt að lánshæfismat 114 banka í 16 Evrópu­löndum verði til skoðunar. Bankarnir hafa þrýst á Moody´s að fresta tilkynningum um slíka endurskoðun og fyrirtækið hefur fallizt á að fresta því fram í maí.

Frakkland: Mélenchon sækir fram

Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrabandalagsins í Frakklandi, sem hefur kjarnann úr kommúnista­flokknum innanborðs, hefur vakið mesta athygli í kosningabaráttunni þar að undanförnu að sögn Financial Times. Fylgi hans hefur aukizt úr 5% í 17% í skoðanakönnunum. Boðskapur hans er endurreisn vinstri stefnu.

Áhyggjur af Spáni einkenndu markaði í morgun

Áhyggjur af stöðu Spánar einkenna fjármála­markaði á mánudagsmorgni að sögn Reuters.

Leiðarar

Nú verður afstaða Alþingis að koma skýrt fram

Umfjöllun Morgunblaðsins, bæði í morgun og á laugardag sýnir, að grasrótin hjá Vinstri grænum stendur í ljósum logum vegna síðustu atburða í samskiptum okkar við Evópu­sambandið. Það er skiljanlegt í ljósi þess, sem að okkur snýr. Annars vegar hefur írskur þingmaður upplýst að umræður standi nú yfir í sjávaútvegs­nefnd Evrópu­þingsins um að setja löndunarbann á íslenzkan fisk í evrópskum höfnum.

Í pottinum

Umhugsunarefni fyrir Jón Bjarnason

Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra VG sagði við RÚV um helgina að nú væri nóg komið í samskiptum okkar við Evrópu­sambandið og að hann treysti því að aðildarumsóknin verði afturkölluð. En jafnframt kvaðst hann styðja núverandi ríkis­stjórn til allra góðra verka, eins og hann hefur raunar sagt áður.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS