« 16. apríl |
■ 17. apríl 2012 |
» 18. apríl |
Soros segir evru-ríkin á röngu róli - undirstöðum ESB sé ógnað
George Soros, milljarðamæringur í Bandaríkjunum, varaði við því mánudaginn 16. apríl að evru-vandinn væri að magnast og ógnaði undirstöðum Evrópusambandsins vegna þess að stjórnmálamenn mæltu með röngum aðgerðum. „Ég óttast að evru-vandinn sé að aukast. Hann er ekki enn úr sögunni og þeir sem reyna...
Forystumenn VG, Ögmund Jónasson og Steingrím J. Sigfússon greinir á um leiðir í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og um pólitísk viðbrögð við þeirri ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB að gerast aðili að Icesave-málinu gegn Íslendingum. Ögmundur segir ESB kasta blautri tusku í Íslendinga og vill sky...
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að „nokkurrar bjartsýni gæti að nýju“ í heimsbúskapnum og spáir aðeins örari hagvexti en áður. Nú er spáon um 3,5% vöxt á árinu 2012 í stað 3,3% áður.
Chirac sagður styðja Hollande í forsetakosningunum gegn Sarkozy
Jacques Chirac, fyrrverandi forseti hægrimanna í Frakklandi, er ætlar að kjósa sósíalistann François Hollande í fyrri umferð forsetakosninganna sunnudaginn 22. apríl segir blaðið Le Parisien þriðjudaginn 17. apríl. Bernadette, eiginkona Chiracs, er hins vegar virk í kosningabaráttu Sarkozys og hefur...
Lántökukostnaður Spánverja tvöfaldast
Skömmu fyrir kl. níu að íslenzkum tíma bárust fréttir um útboð Spánverja á 12 mánaða og 18 mánaða skuldabréfum í morgun. Útboðið gekk vel en lántökukostnaður tvöfaldaðist. Spánn seldi 12 mánaða bréf fyrir 2,09 milljarða evra og reyndust meðalvextir vera 2,623% en voru 1,418% í síðasta sambærilegu útboði.
AGS: Japan leggur sjóðnum til 60 milljarða dollara-vantar enn 340 milljarða
Christine Lagarde, forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur kallað eftir því að þau ríki, sem standa að sjóðnum leggi honum til aukið fé. Hún segir að sjóðurinnn þurfi á að halda 400 milljörðum dollara í nýju fé og ef fleiri evruríki lendi í vandræðum verði fjárþörfin enn meiri. Í fréttum í morgun kemur fram að Japan hefur nú lofað því að leggja fram 60 milljarða dollara.
Madrid: Rætt um að taka fjármálastjórn af sjálfstjórnarsvæðum
Stjórnvöld í Madrid hafa nú við orð að taka fjármálastjórnina úr höndum sjálfstjórnarsvæða, jafnvel nú í maí, ef þau haldi sig ekki innan settra marka. Þetta kemur fram í Financial Times. Áhyggjur fjármálamarkaða vegna Spánar snúast annars vegar um sjálfstjórnarsvæðin og hins vegar um bankana.
ESB: Steingrímur J. nytsamt verkfæri til að ryðja aðildarbrautina
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, lagði áherslu á sjálfstætt gildi þess að leiða ESB-aðildarviðræðurnar til lykta á alþingi mánudaginn 16. apríl 2012. Þetta kemur heim og saman við erindi hans til Brussel 25. janúar 2012 þegar hann hitti stækkunarstjórann, landbúnaðarstjórann og sjávarútvegsst...
Er einhver að fara á taugum SteingrímurJ.?
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir að menn þurfi ekki að rjúka upp til handa og fóta vegna aðildar framkvæmdastjórnar ESB að Icesave-málinu. Er einhver að því? Steingrímur J. segir að nú skipti máli að fara ekki á taugum. Er einhver að því? Formaður VG virðist ekki átta sig á þ...