« 21. apríl |
■ 22. apríl 2012 |
» 23. apríl |
Sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins greiðir þriðjudaginn 24. apríl nk. atkvæði um tillögu írska ESB-þingmannsins Pat the Cope Gallagher um að gripið verði til viðskiptaþvingana á Íslendinga vegna makrílveiðanna. Þá ætlar nefndin að senda fulltrúa til Íslands viku síðar, fimmtudaginn 3. maí, og er þá ráðg...
Meirihluti kjósenda á Írlandi ætlar að styðja ríkisfjármálasamning ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí, þótt minna en helmingur þeirra viti um hvað hann snýst.
François Hollande, frambjóðandi sósíalista, sigraði fyrri umferð frönsku forsetakosninganna sunnudaginn 22. apríl eins og við var búist og fékk 28,8% atkvæða. Kannanir sýna enn meiri mun Hollande í hag í seinni umferðinni þegar hann heyr einvígi við Nicolas Sarkozy. Aldrei fyrr hefur sitjandi forset...
Evrópski fjárfestingarbankinn:Ný ákvæði um drökmur tekin inn í gríska lánasamninga
Evrópski fjárfestingarbankinn (The European Investment Bank) hóf fyrir tveimur vikum að setja ákvæði í nýja lánasamninga við grísk fyrirtæki, sem heimila að endursemja um lánin verði drakman tekin upp á ný eða ef evrusvæðið sundrast. Jafnframt eru ný ákvæði í lánasamningum um að samningarnir heyri undir brezk lög ef vanskil verði.
Tugþúsundir mótmæltu í Prag í gær: Burt með ríkisstjórnina-Stöðvum þjófana!
Í gær fóru fram einhver mestu mótmæli í Prag, sem þar hafa farið fram frá falli kommúnismans. Tugir þúsunda gengu um götur og mótmæltu niðurskurði, skattahækkunum og pólitískri spillingu. Í Tékklandi situr hægri-miðju stjórn. Lögeglan telur að um 80-90 þúsund manns hafi gengið um götur og safnast sama á hinu þekkta Wenceslas torgi, hrópandi: Burt með ríkisstjórnina. Stöðvum þjófana.
Kosningar hafnar í Frakklandi-Kjósendur Bayrou geta ráðið úrslitum í seinni umferð
Kosningar hófust í Frakklandi í morgun í fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi. Búast má við fyrstu tölum um kvöldmatarleytið að íslenzkum tíma. Almennt benda skoðanakannanir til að Francois Hollande verði efstur í fyrri umferð kosninganna og að í seinni umferð verði kosið á milli hans og Nicholas Sarkozy.
Ríkisstjórn Hollands fallin-náði ekki samkomulagi um niðurskurð útgjalda
Ríkisstjórn Hollands er fallin. Flokkarnir sem að henni standa náðu ekki samkomulagi um niðurskurð á opinberum útgjöldum, sem á að tryggja að fjárlagahalli verði ekki meiri en 3% á næsta ári. Það var Geert Wilders, leiðtogi flokks lengst til hægri, sem felldi stjórnina og sagði: "Við viljum ekki fylgja fyrirmælum frá Brussel.
Hver er Eveline Widmer-Schlumpf?
Hver er Eveline Widmer-Schlumpf? Hversu margir Íslendingar ætli viti það? Hún hlýtur að skipta einhverju máli á alþjóðavísu vegna þess að á ársfundi Alþjóðabankans/Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem staðið hefur síðustu daga í Washington hefur mátt sjá frú Eveline sitja við hliðina á Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Eveline Widmer-Schlumpf er forseti Sviss þetta árið.