Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 24. apríl 2012

«
23. apríl

24. apríl 2012
»
25. apríl
Fréttir

Sjávar­útvegs­nefnd ESB-þingsins samþykkir tillögu framkvæmda­stjórnar­innar um refsiaðgerðir - herðir á ákvæðum

Sjávar­útvegs­nefnd ESB-þingsins samþykkti þriðjudaginn 24. apríl tillögu framkvæmda­stjórnar ESB um reglur sem heimila sérstakar aðgerðir í þágu fiskverndar gegn ríkjum sem leyfa ósjálfbærar veiðar. Engin ríki eru nefnd í tillögunni en henni er meðal annars ætlað að stöðva makrílveiðar Íslendinga og F...

Bild: Merkel íhugar þingrof og nýjar kosningar - vill losna við Frjálsa demókrata

Fjöldablaðið Bild segir þriðjudaginn 24. apríl að Angela Merkel Þýskalandskanslari kunni að rjúfa þing og boða til kosninga á næstunni í því skyni að geta myndað „stóra samsteypu­stjórn“ með jafnaðarmönnum (SPD). Þetta ráðist af því hve núverandi samstarfs­flokkur kristilegra demókrata (CDU/CSU), Frjá...

Geir H. Haarde í írska ríkisútvarpinu: Fagnar því að Íslendingar búi ekki við evru innan ESB

Írska ríkisútvarpið, RTE1, birti viðtal við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis­ráðherra, í vinsælum fréttaþætti, Morning Ireland, að morgni þriðjudag 24. apríl í tilefni af niðurstöðu landsdóms. Í samtalinu lýsti Geir andstöðu sinni við aðild Íslands að ESB og upptöku evru. Hann gaf til kynna að Ír...

Seðlabanki Spánar: Samdráttur mun aukast

Seðlabanki Spánar staðfesti í gær að Spánn væri kominn inn í samdráttarskeið í efnahagsmálum. Verg landsframleiðsla hefur nú dregizt saman í tvo ársfjórðunga í röð. El Pais segir að ástæðan sé samdráttur í eftirspurn og neyzlu heima fyrir, sem sé afleiðing aðhaldsaðgerða og mikils atvinnuleysis. Í skýrslu Seðlabanka Spánar kemur fram sú skoðun að þess samdráttur muni aukast.

Úkraína: Stjórnar­andstæðingar sameinast gegn Yanukovich

Tveir stærstu stjórnar­andstöðu­flokkarnir í Úkraínu hafa tilkynnt að þeir muni standa saman í þingkosningum, sem fram fara í október í því skyni að berjast gegn viðleitni Viktor Yanukovich, forseta, til að draga úr lýðræði í landinu. Þetta eru flokkar Júlíu Tymoshenko, sem nú situr í fangelsi og Arsenly Yatseniuk, fyrrum utanríkis­ráðherra. Þeir ætla að bera fram sameiginlega framboðslista.

Tékkland: Ríkis­stjórnin fer fram á traustsyfirlýsingu þingsins-ella kosningar

Ríkis­stjórn Tékklands hefur farið fram á traustsyfirlýsingu þingsins á föstudag eftir að einn af þremur flokkum í samsteypu­stjórn Petr Necas yfirgaf stjónar­samstarfið. Financial Times telur líklegt að forsætis­ráðherrann nái að semja við fyrrum samherja, sem sæti eiga á þingi. Fái rikis­stjórnin ekki traust þingsins má búast við þingkosningum í júní.

Bretland: Íhalds­flokkurinn tapar fylgi-Verkamanna­flokkurinn sækir fram

Það hallar undan fæti hjá Íhalds­flokknum í Bretlandi. Ný skoðanakönnun, gerð fyrir Guardian, sýnir að Verkamanna­flokkurinn er kominn með 8 prósentustiga forskot fram yfir Íhalds­flokkinn.

Leiðarar

Refsiaðgerðir ræddar í Brussel - ríkis­stjórnin á hnjánum

José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB, sagði á fundi í Kaupmannahöfn mánudaginn 23. apríl að framkvæmda­stjórnin ynni að því að setja reglur til að refsa mætti þeim sem veiddu meira af makríl en hún teldi ráðlegt. Yfirlýsingin kemur ekki á óvart því að sjávar­útvegs­nefnd ESB-þingsins og ...

Pistlar

Raunir Nokia - lifir fyrirtækið út árið?

Nokia er ekki lengur stærsti farsíma-framleiðandi heims. Undanfarin fjögur ár hefur fyrirtækið misst markaðshlut­deild, mest til Samsung og Apple. Samsung framleiðir nú fleiri farsíma en Nokia. Hlut­deild Nokia af farsíma­markaði heimsins er talin vera tæp 30%, en var tæp 40% þegar hún var mest. Taprekstur er nú á fyrirtækinu og framtíð þess óljós.

Í pottinum

Athyglisverður árangur Lilju Mósesdóttur og Jóns Gnarr

Í nýrri könnun MMR, sem Eyjan segir frá, kemur fram, að Lilja Móses­dóttir, formaður Samstöðu, hins nýja stjórnmála­flokks, njóti mest trausts íslenzkra stjórnmálamanna eða 28,5%. Að vísu er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands með um 50% traust skv. þessari könnun en tæplega er hægt að bera stöðu ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS