« 23. apríl |
■ 24. apríl 2012 |
» 25. apríl |
Sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins samþykkti þriðjudaginn 24. apríl tillögu framkvæmdastjórnar ESB um reglur sem heimila sérstakar aðgerðir í þágu fiskverndar gegn ríkjum sem leyfa ósjálfbærar veiðar. Engin ríki eru nefnd í tillögunni en henni er meðal annars ætlað að stöðva makrílveiðar Íslendinga og F...
Bild: Merkel íhugar þingrof og nýjar kosningar - vill losna við Frjálsa demókrata
Fjöldablaðið Bild segir þriðjudaginn 24. apríl að Angela Merkel Þýskalandskanslari kunni að rjúfa þing og boða til kosninga á næstunni í því skyni að geta myndað „stóra samsteypustjórn“ með jafnaðarmönnum (SPD). Þetta ráðist af því hve núverandi samstarfsflokkur kristilegra demókrata (CDU/CSU), Frjá...
Geir H. Haarde í írska ríkisútvarpinu: Fagnar því að Íslendingar búi ekki við evru innan ESB
Írska ríkisútvarpið, RTE1, birti viðtal við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í vinsælum fréttaþætti, Morning Ireland, að morgni þriðjudag 24. apríl í tilefni af niðurstöðu landsdóms. Í samtalinu lýsti Geir andstöðu sinni við aðild Íslands að ESB og upptöku evru. Hann gaf til kynna að Ír...
Seðlabanki Spánar: Samdráttur mun aukast
Seðlabanki Spánar staðfesti í gær að Spánn væri kominn inn í samdráttarskeið í efnahagsmálum. Verg landsframleiðsla hefur nú dregizt saman í tvo ársfjórðunga í röð. El Pais segir að ástæðan sé samdráttur í eftirspurn og neyzlu heima fyrir, sem sé afleiðing aðhaldsaðgerða og mikils atvinnuleysis. Í skýrslu Seðlabanka Spánar kemur fram sú skoðun að þess samdráttur muni aukast.
Úkraína: Stjórnarandstæðingar sameinast gegn Yanukovich
Tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir í Úkraínu hafa tilkynnt að þeir muni standa saman í þingkosningum, sem fram fara í október í því skyni að berjast gegn viðleitni Viktor Yanukovich, forseta, til að draga úr lýðræði í landinu. Þetta eru flokkar Júlíu Tymoshenko, sem nú situr í fangelsi og Arsenly Yatseniuk, fyrrum utanríkisráðherra. Þeir ætla að bera fram sameiginlega framboðslista.
Tékkland: Ríkisstjórnin fer fram á traustsyfirlýsingu þingsins-ella kosningar
Ríkisstjórn Tékklands hefur farið fram á traustsyfirlýsingu þingsins á föstudag eftir að einn af þremur flokkum í samsteypustjórn Petr Necas yfirgaf stjónarsamstarfið. Financial Times telur líklegt að forsætisráðherrann nái að semja við fyrrum samherja, sem sæti eiga á þingi. Fái rikisstjórnin ekki traust þingsins má búast við þingkosningum í júní.
Bretland: Íhaldsflokkurinn tapar fylgi-Verkamannaflokkurinn sækir fram
Það hallar undan fæti hjá Íhaldsflokknum í Bretlandi. Ný skoðanakönnun, gerð fyrir Guardian, sýnir að Verkamannaflokkurinn er kominn með 8 prósentustiga forskot fram yfir Íhaldsflokkinn.
Refsiaðgerðir ræddar í Brussel - ríkisstjórnin á hnjánum
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði á fundi í Kaupmannahöfn mánudaginn 23. apríl að framkvæmdastjórnin ynni að því að setja reglur til að refsa mætti þeim sem veiddu meira af makríl en hún teldi ráðlegt. Yfirlýsingin kemur ekki á óvart því að sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins og ...
Raunir Nokia - lifir fyrirtækið út árið?
Nokia er ekki lengur stærsti farsíma-framleiðandi heims. Undanfarin fjögur ár hefur fyrirtækið misst markaðshlutdeild, mest til Samsung og Apple. Samsung framleiðir nú fleiri farsíma en Nokia. Hlutdeild Nokia af farsímamarkaði heimsins er talin vera tæp 30%, en var tæp 40% þegar hún var mest. Taprekstur er nú á fyrirtækinu og framtíð þess óljós.
Athyglisverður árangur Lilju Mósesdóttur og Jóns Gnarr
Í nýrri könnun MMR, sem Eyjan segir frá, kemur fram, að Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, hins nýja stjórnmálaflokks, njóti mest trausts íslenzkra stjórnmálamanna eða 28,5%. Að vísu er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands með um 50% traust skv. þessari könnun en tæplega er hægt að bera stöðu ...