Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Fimmtudagurinn 26. apríl 2012

«
25. apríl

26. apríl 2012
»
27. apríl
Fréttir

Reiðufé í umferð jókst mikið eftir bankahrunið - stöðugar tilraunir til að stela kortaupplýsingum - varnirnar öflugar hér á landi

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efndi til hádegisfundar 26. apríl í ráð­stefnusal Þjóðminjasafns við Suðurgötu um öryggi í rafrænum viðskiptum. Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmda­stjóri greiðslukerfa Seðlabanka Íslands ræddi um rafræna greiðslumiðlun – greiðslu- og uppgjörskerfi. ...

ESB: Ríkisfjármálasamningurinn veldur deilum og óvissu - andstaða við hann eykst á Írlandi

Óvissa um framtíð ríkisfjármálasamnings ESB-ríkjanna sem ritað var undir 2. mars sl. magnast vegna ágreinings meðal stjórnmálamanna innan einstakra ESB-ríkja. Hollenska ríkis­stjórnin er fallin vegna ágreinings um aðgerðir í ríkisfjármálum. Allt bendir til þess að sósíalistar sigri í forsetakosningun...

ESB gefur eftir gagnvart Ungverjalandi

Evrópu­sambandið hefur fallið frá andstöðu sinni við að Ungverjaland fái lán frá Alþjóða gjaldeyris­sjóðnum samkvæmt fréttum Financial Times í dag. Áður hafði ESB lýst áhyggjum af því að Seðlabanki Ungverjalands væri eins konar handbendi stjórnvalda í landinu.

Grikkland: Sjálfstæðir Grikkir vilja reka Poul Thomsen úr landi

Panos Kammenos, stofnandi Sjálfstæðra Grikkja, stjórnmála­flokks á hægri væng vill þjóðnýta Seðlabanka Grikklands(sem nú er hluta­félag með 19 þúsund hluthöfum) og reka Poul Thomsen(sem hingað kom) fulltrúa Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins úr landi.

Framkvæmd­stjórn ESB: Vill 7% hækkun hjá sjálfri sér en niðurskurð hjá aðildarríkjum

Í Bretlandi er nú uppnám yfir nýjum fjárlagatillögum framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins, sem gera ráð fyrir 7% aukningu á framlögum aðildarríkja.

Mario Draghi vill „hagvaxta­rsamning“ evruríkja

Mario Draghi, hinn ítalski aðalbanka­stjóri Seðlabanka Evrópu boðar nú gerð „hagvaxta­rsamnings“ til þess að örva efnahagslífið í evrulöndum, jafnframt því sem hann dregur úr bjartsýni um betri tíð framundan. Þetta kemur fram í Financial Times í dag.

Leiðarar

Angurvær Össur elur á hræðsluáróðri

Össur Skarphéðinsson utanríkis­ráðherra flytur alþingi skýrslu í dag um framvindu utanríkis­mála og stöðu þjóðar­innar á alþjóða­vettvangi. Skýrslan er 112 blaðsíður að lengd. Þar er að finna yfirlit unnið af embættismönnum utanríkis­ráðuneytisins. Össur Skarphéðinsson hefur þann hátt á gerð skýrslunnar að þessu sinni að rita inngang hennar frá eigin brjósti. Hann eykur ekki traust á efni skjalsins.

Í pottinum

Hefur Brussel þegar tekið við stjórn Íslands?

Í fréttum RÚV í gær sagði: „Sér­fræðingum íslenzkra stjórnvalda og framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins verður falið að greina þau vandamál, sem Ísland stendur frammi fyrir í efnahags- og peningamálum og þau tækifæri, sem viðræðuferlið kann að bjóða upp á“. Hvernig dettur ríkis­stjórninni þetta...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS