« 29. apríl |
■ 30. apríl 2012 |
» 1. maí |
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti höfðaði ákaft til þeirra sem vilja stemma stigu við innflytjendum í kosningaræðu í Avignon mánudaginn 30. apríl þegar innan við vika er til síðari umferðar forsetakosninganna þar sem hann keppir við François Hollande, frambjóðanda sósíalista, og á verulega undir hö...
Stjórnvöld í Úkraínu saka þýsku ríkisstjórnina um að beita kalda-stríðs-aðferðum þegar hún hótar að sniðganga leiki eigin liðs í Euro 2012, Evrópumótinu í knattspyrnu, til að mótmæla fangelsun Júlíu Tymosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu.
Skotland: Hörð barátta þjóðernissinna og Verkamannaflokks
Sveitarstjórnarkosningar fara fram á Bretlandseyjum á fimmtudag, þar á meðal í Skotlandi. Þar er hörð barátta á milli skozkra þjóðernissinna og Verkamannaflokksins.
DT: Uppreisn í aðsigi gegn ofurvaldi Þýzkalands í ESB-Hollande í forystu
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph heldur því fram í blaði sínu í dag, að uppreisn sé að verða í Evrópu gegn aðhaldsstefnu Þjóðverja, sem hafi verið einráðir innan Evrópusambandsins síðustu tvö ár og hagað sér gagnvart öðrum þjóðum eins og Bismarck hafi komið fram gagnvart Bæjaralandi.
IG Metall: Skæruverkföll og mótmæli til að knýja fram 6,5% launahækkun
IG Metall, ein voldugustu verkalýðssamtök í Þýzkalandi stóð fyrir skæruverkföllum og mótmælum í gær til þess að leggja áherzlu á kröfu um 6,5% launahækkun og boðar frekari aðgerðir eftir 1. maí. Þetta kemur fram í Financial Times í morgun, sem segir að slíkar launahækkanir valdi áhyggjum um vaxandi ...
ILO: Vinnumarkaður í óbreyttri stöðu til loka 2016 verði ekki slakað á aðhaldsaðgerðum
Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) telur ólíklegt að ástand á vinnumarkaði á heimsvísu batni í bráð og segir að aðhaldsaðgerðir skaði atvinnusköpun.
Verkalýðshreyfingin á að efna til atkvæðagreiðslu um ESB
Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra og formaður Framsóknarflokks: "Sem gamall félagi í verkalýðshreyfingunni og maður sem trúir að þar á bæ ríki lýðræðisást og að forystan vilji á hverjum tíma marka stefnu í sátt við félagsmenn sína þá skora ég hér með á formann o...
Það verður ekki horft fram hjá rökum Illuga Gunnarssonar
Illugi Gunnarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, skrifar afar upplýsandi grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann vekur athygli á því, hvernig vaxandi verðbólga er til komin og vísar í greiningu í nýjasta tölublaði Vísbendingar þar um.