Mánudagurinn 8. mars 2021

Fimmtudagurinn 3. maí 2012

«
2. maí

3. maí 2012
»
4. maí
Fréttir

Frétt í RÚV: Ný tilskipun um fjármála­eftirlit ESB brýtur í bága við stjórnar­skrá lýðveldisins Íslands

Með því að taka upp sameiginlegt fjármála­eftirlit Evrópu­sambandsins hér á landi yrði of mikið vald framselt til stofnana ESB. Reglurnar, sem falla undir EES samninginn, standast því að óbreyttu ekki stjórnar­skrá sagði í frétt RÚV að kvöldi fimmtudags 3. maí. Í fréttinni er sagt frá því að innan Ev...

François Bayrou hvetur miðjumenn til að kjósa Hollande, frambjóðanda sósíalista

François Bayrou, forsetaframbjóðandi miðjumanna í Frakklandi, hefur lýst stuðningi við François Hollande, frambjóðanda sósíalista, í seinni umferð forsetakosninganna 6. maí. Bayrou lenti í fimmta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna 22. apríl, 9,1% atkvæða. Fari kjósendur Bayrous að tilmælum hans...

Fyrrverandi for­stjóri IATA við Íslendinga: Þið ættuð ekki að ganga í Evrópu­sambandið!

Giovanni Bisignani sem var for­stjóri IATA, Alþjóða­sambands flug­félaga, í rúm tíu ár, en hann lét af störfum fyrir nokkrum mánuðum dvaldist hér á landi fyrir skömmu í nokkra daga. Bisignani vann fyrst fyrir sér sem aðstoðar­prófessor í hagfræði en stjórnaði síðan ítalska flug­félaginu AlItalia árum saman. Hann hefur því víðtæka reynslu af alþjóða­viðskiptum og samstarfi.

Vaxandi atvinnuleysi í evrulöndum-17,4 milljónir án atvinnu

Í marzmánuði einum misstu 169 þúsund einstaklingar vinnu sína í evrulöndum samkvæmt því sem fram kemur í nýjum tölum, sem birtar voru í gær og euobserver segir frá. Atvinnuleysið í evruríkjunum er komið í 10,9% en var 10,8% í febrúar og 9,9% í marz á síðasta ári. Þetta þýðir að 17,4 milljónir manna eru atvinnulausar í evrulöndum.

FT: Meiri andstaða við frekari sameiningu Evrópu­ríkja en aukið aðhald

Financial Times segir í dag að þær kosningar sem framundan eru á evru­svæðinu séu líklegar til að draga úr þróun Evrópu­sambandsins í átt til nánara samstarfs ríkja innan þess. Blaðið segir að fyrir tveimur árum hafi háttsettir embættismenn ESB setið saman á lokuðum fundum og rætt um viðbrögð við evrukreppunni.

Englandsbanka­stjóri líkir starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka undir einum hatti við kjarnorkustöðvar í þéttbýli

Sir Mervyn King, banka­stjóri Englandsbanka, sagði í ræðu, sem hann flutti á vegum BBC í gærkvöldi að Englandsbanki hefði átt að vera háværari í viðvörunum sínum fyrir bankakreppuna haustið 2008. Hann sagði hins vegar að með flutningi fjármála­eftirlits frá bankanum árið 1997, þegar það var gert að s...

Leiðarar

Makríl-deilan í sameiginlegu EES-nefndina - til hvers í ósköpunum?

Íslensk stjórnvöld hafa tekið makríldeiluna við Evrópu­sambandið og Noreg upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Nefndin er helsti samstarfsvettvangur EES/EFTA-ríkjanna og Evrópu­sambandsins og ber henni að tryggja virka framkvæmd EES-samningsins.

Í pottinum

Ástþór kvartar undan störfum yfirkjör­stjórna við framkvæmd forsetakosninga

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent fjölmiðlum bréf þar sem hann segir mikla óvissu ríkja um framkvæmd forsetakosninganna af því að nýir starfsmenn komi að henni í innanríkis­ráðuneytinu . Þar hefur Hjalti Zophaníasson skrifstofu­stjóri látið af störfum eftir að hafa haldið utan um framkvæ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS