Mánudagurinn 25. janúar 2021

Mánudagurinn 7. maí 2012

«
6. maí

7. maí 2012
»
8. maí
Fréttir

Pólitískar hremmingar á evru-svæðinu - Merkel heldur fast í niðurskurð í andstöðu við gríska og franska kjósendur

Viðleitni til að bjarga evrunni sætir nú mikilli ágjöf þegar leiðtogar lykilríkja innan evru-svæðisins takast á um megin­stefnu eftir kosningar í Grikklandi og Frakklandi.

Barroso býr sig undir bandalag með Hollande til að sauma að Merkel

José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB, ætlar að sögn AFP-fréttastofunnar að hamra járnið á meðan það er heitt eftir að François Hollande hlaut kosningu sem forseti Frakklands og leggja fram tillögur þriðjudaginn 8. maí um ráðstafanir til að auka hagvöxt. Hollande hét því í kosningabar...

Bænda­samtök Íslands: Íslensk stjórnvöld ætla að krefjast tollverndar fyrir landbúnaðarvörur í ESB-viðræðunum

Allt frá fyrsta degi umræðna um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu hafa Bænda­samtök Íslands (BÍ) haldið fram mikilvægi þess að staðinn sé vörður um tollvernd landbúnaðarvara.

FT: Pólitísk upplausn blasir við í Grikklandi

Financial Times segir að pólitísk upplausn blasi við í Grikklandi eftir úrslit þingkosninganna þar í gær og telur líklegt að kosið verði á ný innan nokkurra mánaða.

Hollande: Viðræður við önnur Evrópu­ríki forgangsverkefni

Reuters segir í morgun, að hveitibrauðsdagar Francois Hollande, nýkjörins forseta Frakklands, sem tekur formlega við embætti hinn 15. maí n.k. verði stuttir. Einn af ráðgjöfum hans, Michel Sapin, fyrrverandi fjármála­ráðherra, sagði í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina Canal Plus, að forgangsverkef...

Reuters: Úrslitin í Grikklandi valda óvissu á mörkuðum

Viðbrögð við úrslitum forsetakosninganna í Frakklandi og þingkosninganna í Grikklandi hafa orðið þau að sögn Reuters í morgun, að hluta­bréf hafi lækkað í verði víða um heim, svo og olíuverð og áhættusamari eignir.

Rússland: Pútín tekur við forsetaembætti á ný í dag

Vladimir Pútín tekur við forsetaembætti í Rússlandi á ný í dag og Medvedev, fráfarandi forseti tekur við embætti forsætis­ráðherra. BBC bendir á að sitji Pútín út nýtt kjörtímabil, sem nú er sex ár verði hann sá leiðtogi Rússlands (Sovétríkjanna), sem lengst hafi setið á valdastóli utan Jóseps Stalíns.

Leiðarar

Hvernig bregzt Alþingi við vaxandi upplausn á evru­svæðinu?

Hafi einhverjir þingmenn stjórnar­flokkanna beðið eftir forsetakosningunum í Frakklandi og þingkosningunum í Grikklandi til þess að sjá hvort línur mundu skýrast í vandamálum evru­svæðisins eftir þær kosningar þurfa þeir ekki að bíða lengur. Línurnar eru orðnar mjög skýrar. Pólitísk upplausn á evru­svæðinu er meiri en hún hefur verið misserum saman.

Í pottinum

Jóhanna er orðin „lame duck“ forsætis­ráðherra

Árni Páll Árnason, alþingis­maður Samfylkingar og fyrrum ráðherra, staðfesti í útvarpsþætti Sigurjóns M. Egilssonar, á Bylgjunni í gærmorgun, að vilji sé fyrir því að skipta um formann í flokknum og samkvæmt fréttum DV af því samtali er ljóst að hann hefur ekki mótmælt þeim upplýsingum Sigurjóns, að ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS