Bankia, fjórði stærsti banki Spánar, þjóðnýttur að hluta
Seðlabanki Spánar staðfesti að kvöldi miðvikudags 9. maí að spænski bankinn Bankia hefði verið þjóðnýttur að hluta. Spænskur neyðarsjóður mun lána bankanum 4,47 milljarða evra og verður þeim breytt í hlutafé, þar með verður þessi sjóður ríkisins 45% eigandi bankans. Hlutabréf féllu um 3% á Spáni og...
Ráðamenn á evru-svæðinu hafa ákveðið að fresta greiðslu á einum milljarði evra af 5,2 milljarða útgreiðslu af neyðarláni til Grikkja fram á mánudag vegna óvissu um pólitíska framtíð í landinu.
Mario Monti vill stofna bandalag innan viljugu innan ESB til að stuðla að hagvexti
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í ræðu miðvikudaginn 9. maí til heiðurs Evrópusambandinu á 62. afmælisdegi Schuman-yfirlýsingarinnar, sem lagði grunn að sambandinu, að „ókyrrð“ væri framundan í Evrópu og þörf væri að mynda þar „bandalag hinna viljugu“. „Því meiri hita, því meiri þunga ...
Richard Lugar tapar í prófkjöri eftir 36 ár í öldungadeildinni
Richard G. Lugar, öldungardeildarþingmaður repúblíkana í Indiana, féll fyrir frambjóðanda „te-hreyfingarinnar“ í prófkjöri þriðjudaginn 8. maí. Fáir öldungardeildarþingmenn hafa setið lengur á þingi en Lugar. Hann hefur á 36 ára þingmannsferli gegnt lykilhlutverki í utanríkismálanefnd öldungadeildar...
AGS: Þýzkaland getur gert meira til að hjálpa til á evrusvæðinu
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn telur, að Þýzkaland geti gert meira til þess að hjálpa til í öðrum evruríkjum að því er fram kemur á euobserver í dag. Sjóðurinn segir í skýrslu um Þýzkaland, sem birt var í gær, þriðjudag, að Þýzkaland geti leikið lykilhlutverk í evrukrísunni.
Spánn: Hlutabréf í Bankia í fríu falli í gær og fyrradag
Hlutabréf í Bankia, spænska bankanum, sem stjórnvöld munu leggja til nýtt fé á næstu dögum, voru í fríu falli á markaðnum í Madrid í gær og í fyrradag.
Írland: Sinn Féin sækir fram gegn ríkisfjármálasamningi
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, sem er eini stjórnmálaflokkurinn á Írlandi, sem starfar bæði í írska lýðveldinu og á Norður-Írlandi og hefur lengi verið talinn stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins, vinnur nú markvisst að því að tryggja flokki sínum forystu í stjórnarandstöðunni á Írlandi og hvetu...
Grikkland: Tsipras vill segja björgunarsamningi upp
Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA-bandalags vinstri flokka í Grikklandi, sem fékk umboð til stjórnarmyndunar í gær mun eiga fund kl.
Hinir íslenzku bandamenn fjármálaveldanna í Evrópu
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, hins róttæka baráttuflokks fyrir sjálfstæði Írlands alls segir að Írar séu ekki byrjaðir að reisa götuvígi gegn ríkisfjármálasamningnum, sem greidd verða atkvæði um þar í landi í lok maí en hann heldur því fram að hægfara bylting sé í gangi.
Eru Ragnheiður Elín og Gunnar Bragi í Pollyönnuleik á Grímsstöðum?
Formenn þingflokka stjórnarandstöðunar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki og Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, segja við RÚV að erfitt sé að tjá sig um nýjustu vendingar í málum Grímsstaða án þess að sjáist hvað felist í samningum. Það er skynsamlegt. Það er lítið vit í því fyrir stjórnmálamenn að tjá sig um samninga, sem þeir hafa ekki séð.