Föstudagurinn 5. mars 2021

Miðvikudagurinn 9. maí 2012

«
8. maí

9. maí 2012
»
10. maí
Fréttir

Bankia, fjórði stærsti banki Spánar, þjóðnýttur að hluta

Seðlabanki Spánar staðfesti að kvöldi miðvikudags 9. maí að spænski bankinn Bankia hefði verið þjóðnýttur að hluta. Spænskur neyðar­sjóður mun lána bankanum 4,47 milljarða evra og verður þeim breytt í hlutafé, þar með verður þessi sjóður ríkisins 45% eigandi bankans. Hluta­bréf féllu um 3% á Spáni og...

Evru-ríkin láta Grikki finna fyrir lánaskrúfunni - fresta greiðslu á lánsfé vegna óvissu í stjórnmálum

Ráðamenn á evru-svæðinu hafa ákveðið að fresta greiðslu á einum milljarði evra af 5,2 milljarða útgreiðslu af neyðarláni til Grikkja fram á mánudag vegna óvissu um pólitíska framtíð í landinu.

Mario Monti vill stofna bandalag innan viljugu innan ESB til að stuðla að hagvexti

Mario Monti, forsætis­ráðherra Ítalíu, sagði í ræðu miðvikudaginn 9. maí til heiðurs Evrópu­sambandinu á 62. afmælisdegi Schuman-yfirlýsingarinnar, sem lagði grunn að sambandinu, að „ókyrrð“ væri framundan í Evrópu og þörf væri að mynda þar „bandalag hinna viljugu“. „Því meiri hita, því meiri þunga ...

Richard Lugar tapar í prófkjöri eftir 36 ár í öldunga­deildinni

Richard G. Lugar, öldungar­deildarþingmaður repúblíkana í Indiana, féll fyrir frambjóðanda „te-hreyfingarinnar“ í prófkjöri þriðjudaginn 8. maí. Fáir öldungar­deildarþingmenn hafa setið lengur á þingi en Lugar. Hann hefur á 36 ára þingmannsferli gegnt lykilhlutverki í utanríkis­mála­nefnd öldunga­deildar...

AGS: Þýzkaland getur gert meira til að hjálpa til á evru­svæðinu

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn telur, að Þýzkaland geti gert meira til þess að hjálpa til í öðrum evruríkjum að því er fram kemur á euobserver í dag. Sjóðurinn segir í skýrslu um Þýzkaland, sem birt var í gær, þriðjudag, að Þýzkaland geti leikið lykilhlutverk í evrukrísunni.

Spánn: Hluta­bréf í Bankia í fríu falli í gær og fyrradag

Hluta­bréf í Bankia, spænska bankanum, sem stjórnvöld munu leggja til nýtt fé á næstu dögum, voru í fríu falli á markaðnum í Madrid í gær og í fyrradag.

Írland: Sinn Féin sækir fram gegn ríkisfjármálasamningi

Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, sem er eini stjórnmála­flokkurinn á Írlandi, sem starfar bæði í írska lýðveldinu og á Norður-Írlandi og hefur lengi verið talinn stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins, vinnur nú markvisst að því að tryggja flokki sínum forystu í stjórnar­andstöðunni á Írlandi og hvetu...

Grikkland: Tsipras vill segja björgunarsamningi upp

Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA-bandalags vinstri flokka í Grikklandi, sem fékk umboð til stjórnar­myndunar í gær mun eiga fund kl.

Leiðarar

Hinir íslenzku bandamenn fjármálaveldanna í Evrópu

Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, hins róttæka baráttu­flokks fyrir sjálfstæði Írlands alls segir að Írar séu ekki byrjaðir að reisa götuvígi gegn ríkisfjármálasamningnum, sem greidd verða atkvæði um þar í landi í lok maí en hann heldur því fram að hægfara bylting sé í gangi.

Í pottinum

Eru Ragnheiður Elín og Gunnar Bragi í Pollyönnuleik á Grímsstöðum?

Formenn þing­flokka stjórnar­andstöðunar, Ragnheiður Elín Árna­dóttir, Sjálfstæðis­flokki og Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknar­flokki, segja við RÚV að erfitt sé að tjá sig um nýjustu vendingar í málum Grímsstaða án þess að sjáist hvað felist í samningum. Það er skynsamlegt. Það er lítið vit í því fyrir stjórnmálamenn að tjá sig um samninga, sem þeir hafa ekki séð.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS