Grikkland: Ekkert miðar í viðræðum um stjórnarmyndun
Evangelos Venizelos, leiðtoga grískra sósíalista í Pasok, hefur verið veitt umboð til stjórnarmyndunar í Grikkland. Hann er hinn þriðji sem fær umboðið, tveir hinir fyrri hafa skilað því eftir árangurslausar tilraunir.
Þýzkaland: Yfirvöld ráða ekki við flóð innflytjenda frá Búlgaríu og Rúmeníu
Der Spiegel segir, að þýzk yfirvöld ráði ekki við flóð fátækra innflytjenda frá Búlgaríu og Rúmeníu og innflytjendurnir sjálfir séu hjálparlausir í kerfi, sem þeir skilji ekki. Þeir haldi á plastpokum fullum af bréfum frá yfirvöldum og áminningarbréfum frá innheimtufyrirtækjum, sem í flestum tilvikum hafi ekki verið opnuð.
Bretland: 400 þúsund opinberir starfsmenn í eins dags verkfalli
Um 400 þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda með eins dags verkfalli í dag og er búizt við þúsundum á mótmælafundi í London.
Roubini: Bankakerfi Spánar er svarthol
Nouriel Roubini, hagfræðingur, sem hefur orðið þekktur vegna þess að hann spáði fyrir um fjármálakreppuna haustið 2008 segir í grein í Financial Times í dag að bankakerfi Spánar sé svarthol. Þess vegna komi björgunaraðgerðir stjórnvalda vegna Bankia ekki á óvart en þær dugi ekki til. Án hagvaxtar muni spænska ríkið þurfa á neyðaraðstoð að halda.
Grikkland: Venizelos reynir stjórnarmyndun í dag
Evangelos Venizelos, leiðtogi PASOK, flokks sósíalista í Grikklandi fær umboð til stjórnarmyndunar í Grikklandi í dag eftir að Alexis Tsipras mistókst stjórnarmyndun og skilaði umboði sínu í gær. Litlar líkur eru taldar á, að Venizelos gangi betur.
Stjórnendur á móti ESB-aðild - fýkur í öll skjól aðildarsinna
Niðurstöður könnunarinnar eru þær að 63,9% stjórnenda í atvinnulífinu eru mótfallnir aðild að ESB en 36,1% hlynntir af þeim sem tóku afstöðu til málsins. Stjórnendur fyrirtækja á landsbyggðinni eru líklegri til að vera mótfallnir aðild að ESB en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 65,1% karla andvígir aðildinni en 57,4% kvenna.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, er á svipuðu róli og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, þegar kemur að áliti hans á samþingmönnum. Hann er þó ekki enn á stigi Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, sem líkir þingmönnum við bavíana. Öll eiga sameiginlegt að vera á kjörbréfi til eins árs, líkur á að þau nái endurkjöri eru stjarnfræðilega litlar.
Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja á Íslandi hefur ekki áhuga á aðild að ESB. Evrópusamtökin berjast fyrir aðild með Evrópustofu sem haldið er úti af stækkunardeild ESB og skipuleggur áróðursfundi fyrir Timo Summa, sendiherra ESB, um land allt. Evrópusamtökunum mislíkar afstaða stjórnenda ísl...
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að herða róðurinn gegn aðildaumsókninni
Í ársbyrjun 2009 þegar umræður virtust vera að hefjast innan Sjálfstæðisflokksins um breytta stefnu gagnvart ESB kom grasrótin í flokknum forystusveitinni á óvart með mjög afgerandi andstöðu við aðild. Þeir sem áður höfðu haft tilhneigingu til að feta í fótspor Samfylkingarinnar breyttu snarlega um stefnu.