Sunnudagurinn 8. desember 2019

Sunnudagurinn 13. maí 2012

«
12. maí

13. maí 2012
»
14. maí
Fréttir

SPD sigurvegari í Nordrhein-Westfalen - verstu úrslit fyrir CDU þar síðan í seinni heimsstyrjöldinni

Fyrstu spár eftir að kjörstöðum hefur verið lokað í Nordrhein-Westfalen, fjölmennasta sambandslandi Þýskalands, benda til þess að jafnaðarmenn (SPD) hafi unnið góðan sigur. Í síðustu kosningum til sambandslandsþingsins árið 2010 fengu kristilegir demókratar (CDU) 0,2% meira fylgi en SPD, nú töpðuðu þeir 8,8% atkvæða.

Schäuble ekki fráhverfur formennsku í evru-hópnum eftir brottför Junckers

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, er ekki fráhverfur því að taka að sér formennsku í ráðherrahópi evru-ríkjanna af Jean-Claude Juncker, forsætis­ráðherra Lúxemborgar, sem segir af sér formennskunni í júní.

Vinstrisinnar skora Marine Le Pen á hólm í frönsku þingkosningunum

Franskir vinstrisinnar hafa stofnað til einvígis um þingsæti við Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.

Helsingin Sanomat: Eftirlitsflug við Ísland samnorrænt verkefni?

Finnska dagblaðið Helsingin Sanomat segir að til umræðu sé að finnskar herþotur komi til skjalanna við eftirlitsflug í lofthelgi Íslands. Blaðið minnir á að Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkis­ráðherra Noregs (og faðir Jens, forsætis­ráðherra)hafi sett fram hugmyndir á árinu 2009 um þátttöku Norðurlanda í því eftirlitsflugi en því hafi verið hafnað af Finnum á þeim tíma.

Sjávar­útvegs­ráðherra Írlands: Styður harðar refsiaðgerðir gegn Íslendingum vegna makríls - gæta verði alþjóða­reglna og samninga

Simon Coveney, sjávar­útvegs­ráðherra Írlands, svaraði föstudaginn 10. maí fyrirspurn í írska þinginu, Dáil, um aðgerðir til að stöðva makrílveiðar Íslendinga á þann veg að hann hvetti til þess að öllum ráðum yrði beitt til að unnt yrði að hafa hemil við veiðunum á Íslandsmiðum. Hann vildi herða á til...

Þýzkaland: Mikilvægar kosningar í NRW í dag-jafnaðarmönnum spáð sigri

Skoðanakannanir í Nordrhein-Westfalen Þýzkalandi, þar sem kosið verður til sambandslandsþings í dag benda til þess að jafnaðarmenn, sem hafa stjórnað þessu „landi“ vinni sigur og nái endurkjöri. BBC segir að greinendur telji að slík niðurstaða mundi jafngilda höfnun kjósenda á aðhaldsaðgerðum Angelu Merkel.

Spánn: Tugþúsundir mótmæltu í 80 bæjum og borgum í gær

Mótmælafundir voru haldnir á Spáni og í Bretlandi í gær til þess að marka ársafmæli mótmælaaðgerða hinna reiðu (indignados)í Madrid á síðasta ári, sem breiddust svo út víða um heim. Tugþúsundir komu saman á Spáni og um 600 manns efndu til mótmæla í London, þar sem Englandsbanki var fordæmdur. Tólf voru handteknir að sögn Reuters.

Ethnos: „Rússnesk rúletta“ með hagsmuni grísku þjóðar­innar

Karolos Papoulias, forseti Grikkland hóf kl.

Í pottinum

Ólafur Ragnar kvartar undan RÚV - ekki minnst á málið í fréttum RÚV - gagnrýnir RÚV á nýrri fésbókarsíðu sinni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti vonbrigðum með framgöngu fjölmiðla vegna forsetakosninganna í útvarpsþættinum Sprengisandi að morgni sunnudags 13. maí. Að sögn mbl.is sagði hann „ýmsa fjölmiðla hafa unnið markvisst gegn sér og nefndi dæmi um að þeir hefðu lagt sig í líma við að rifja...

Formaður LÍÚ: „..eðlilegt að útgerðin greiði sanngjarnt og eðlilegt veiðigjald“

Það er augljóst að það hefur orðið grundvallar­breyting á afstöðu útgerðarmanna til veiðigjalds.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS