Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Fimmtudagurinn 24. maí 2012

«
23. maí

24. maí 2012
»
25. maí
Fréttir

Þýska lög­reglan ræðst gegn Vítisenglum í Kiel og Hannover

Þýska lög­reglan leitaði fimmtudaginn 24. maí í 80 húsum í Norður-Þýskalandi vegna meiriháttar rannsóknar á starfsemi Vítisengla, þar á meðal í vændishúsum og börum. Sérsveitin gegn hryðjuverkum réðst auk þess til inngöngu í hús leiðtoga Vítisengla í Hannover. Vítisenglarnir eru grunaðir um smygl á ...

Þýska stjórnar­andstaðan styður ekki evru-skulda­bréf - ríkisfjármálasamningur ekki samþykktur án stuðnings hennar

Þýskir jafnaðarmenn (SPD) og græningjar leggjast gegn evru-skulda­bréfum og þar með kröfu François Hollandes Frakklandsforseta.

Mario Draghi: ESB á sögulegum tímamótum - verður ekki bjargað án einstaks pólitísks hugrekkis

Sama dag, fimmtudaginn 24. maí, og felld var tillaga á alþingi um að bera undir þjóðina hvort halda skuli ESB-aðildarviðræðunum áfram birtust fréttir í evrópskum fjölmiðlum um að ekki hefði ríkt meiri svartsýni meðal stjórnenda á evru-svæðinu í næstum þrjú ár. Stjórnmálakreppan á svæðinu væri ekki a...

Sviss: 82% þjóðar­innar á móti aðildarviðræðum við ESB

Ný könnun í Sviss sýnir að 82% Svisslendinga eru andvíg aðildarviðræðum við Evrópu­sambandið.

Van Rompuy: Sameiginleg efnahags­stjórn er skilyrði evru-skulda­bréfa - kynnir nýjar tillögur í lok júní

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, kynnir á næstunni tillögur um nánara samstarf evru-ríkjanna 17 til að bjarga evru-samstarfinu. Markmiðið er að koma til móts við það sjónarmið að nánu samstarfi í peningamálum sé ekki borgið nema með sameiginlegum ákvörðunum á sviði ríkisfjármála. Við gerð tillagna sinna styðst Van Rompuy við hugmyndir frá framkvæmda­stjórn ESB og Seðlabanka Evrópu.

Spiegel: Hollande stal senunni frá Merkel

Der Spiegel, þýzka tímaritið, segir að Francois Hollande, forseti Frakklands, hafi stolið senunni frá Angelu Merkel í Brussel í nótt. Hann hafi ráðið umræðuefninu, slegið tóninn og þetta hafi verið fyrsti slíkur fundur í mörg ár, þar sem Angela Merkel hafi ekki ráðið ferðinni. Hollande hélt blaðamannafund í nótt eftir fundarlok og var fundarsalurinn þéttsetinn og stóð í meira en klukkutíma.

Írland: Engar breytingar á ríkisfjármálasamningi

Bæði Enda Kenny, forsætis­ráðherra Írlands og Eamon Gilmore, fjármála­ráðherra, sögðu eftir leiðtogafund ESB-ríkjanna í Brussel í gærkvöldi, að engar breytingar yrðu gerðar á texta ríkisfjármálasamningsins, sem lagður verður undir þjóðar­atkvæða­greiðslu á Írlandi í lok næstu viku.

Rússnesk hugveita: Þverrandi fylgi við Pútín getur leitt til pólitískrar kreppu

Áhrifamikil hugveita í Moskvu, Center for Strategic Studies, spáir því í nýrri skýrslu, sem kynnt var í morgun, að stuðningur við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, fari þverrandi fram eftir kjörtímabili hans og geti leitt til pólitískrar kreppu fyrir lok kjörtímabils hans. Frá þessu segir Wall Street Journal í morgun.

FT: Yfirlýsingar leiðtoga ESB hafa öfug áhrif í Grikklandi-styrkja stöðu SYRIZA

Leiðtogar ESB eru að vakna upp við það að yfirlýsingar þeirra og tilraunir til að hafa áhrif á gríska kjósendur hafa öfug áhrif að sögn Financial Times í dag.

Brussel: Engar ákvarðanir á leiðtogafundinum-skýr skoðanamunur Merkel og Hollande-útganga Grikklands undirbúin

Á óformlegum leiðtogafundi ESB-ríkjanna í Brussel í gærkvöldi var samstaða um, að Grikkland ætti að vera áfram aðili að evru­svæðinu en jafnframt samstaða um að Grikkir yrðu að standa við umsamdar skuldbindingar. Þrír embættismenn hafa staðfest við Reuters, að sl. mánudag hafi verið tekin ákvörðun um að undirbúa hugsanlega útgöngu Grikklands af evru­svæðinu.

Leiðarar

Füle ætlar að semja samningsmarkmið Íslands í gjaldeyris­málum - niðurlægir Steingrím J. Sigfússon

Nú er stefnt að annarri ríkjaráð­stefnu fulltrúa Íslands og Evrópu­sambandsins hinn 22. júní 2012, það er síðasta tækifæri til að opna kafla í viðræðum fulltrúa ESB og Íslands á meðan Danir fara með forsæti innan sambandsins. Štefan Füle, stækkunar­stjóri ESB, kemur hingað til lands í dag 24. maí til a...

Í pottinum

Skipta verður um þingmenn til að þjóðar­vilji birtist við Austurvöll

Augljóst er af atkvæða­greiðslu á alþingi fimmtudaginn 24. maí um tillögu Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknar­flokksins, um að bera umsóknina um aðild að ESB undir þjóðar­atkvæða­greiðslu að stuðningsmenn aðildar á alþingi vilja með öllum ráðum forðast að ESB-málið komist á umræðu- og ákvörðunarv...

Hvernig geta þessir þingmenn greitt atkvæði gegn eigin yfirlýsingum í dag?

Ögmundur Jónasson, innanríkis­ráðherra og þingmaður VG hefur sagt að hann vilji láta kjósa fyrir kosningar um ESB-málið, hver svo sem staða samningaviðræðna verði. Hvernig getur þá Ögmundur greitt atkvæði gegn tillögu Vigdísar Hauksdóttur um þjóðar­akvæða­greiðslu um málið í dag?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS