Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Föstudagurinn 25. maí 2012

«
24. maí

25. maí 2012
»
26. maí
Fréttir

Seðlabanka­stjóri Þýskalands: Útgáfa evru-skulda­bréfa krefst framsals fullveldis - hvaða þjóð vill það?

Jens Weidmann, seðlabanka­stjóri Þýskalands, varar við því að litið sé á evru-skulda­bréf sem vopn í baráttunni við skuldavandann á evru-svæðinu. Hann segir að ekki sé unnt að losna við skuldir með því að safna meiri skuldum.

Moody's lækkar lánshæfiseinkunn þriggja sænskra banka af ótta við þróunina innan ESB

Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunn þriggja sænskra banka með þeim rökum að þeir séu í hættu versni efnahagsástandið innan ESB enn frekar.

FAZ: Merkel er ekki einangruð innan ESB - hún hafði betur en Hollande á fyrsta leiðtogafundi hans

Þýska ríkis­stjórnin er ekki einangruð innan ESB í afstöðu sinni gegn evru-skulda­bréfum segir þýska blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) föstudaginn 25. maí. Það hafi aðeins lítill minnihluti leiðtoga ESB-ríkjanna talað fyrir útgáfu sameiginlegra ríkisskulda­bréfa á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í...

Bandaríkjaþing: Enn gerð tilraun til að fá öldunga­deildarþingmenn til að samþykkja hafréttarsáttmálann

Bandaríkjaþing hefur ekki veitt forseta Bandaríkjanna heimild til að fullgilda hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Mario Monti: Evruríkin hafa ætlazt til of mikils af Grikkjum

Samstarfsríki Grikklands hafa gert óraunhæfar kröfur á hendur Grikkjum, segir Mario Monti, forsætis­ráðherra Ítalíu. Hann segir að það hafi verið röng afstaða hjá öðrum evruríkjum að ætlast til umbóta og bættrar stöðu ríkisfjármála á skemmri tíma en framkvæmanlegt væri. Evruríkin hafi ætlast til að það sem taki áratugi yrði gert á tveimur til þremur árum.

Úkraína: Slagsmál í þinginu

Til harkalegra slagsmála kom í þingi Úkraínu, þegar til umræðu var tillaga um að gera rússnesku að öðru tungumáli Úkraínu.

Evrópa: Stórir fjárfestingar­sjóðir selja eignir í evrum

Stórir fjárfestingar­sjóðir í Evrópu hafa staðfest, að þeir hafi selt eignir í evrum. Ástæðan er hætta á útgöngu Grikkja af evru­svæðinu og afleiðingar hennar. Þetta kemur fram í Financial Times sem segir að fallandi gengi evrunnar í þessum mánuði hafi komið mörgum á óvart. Gengi evrunnar gagnvart dollar hefur lækkað um 5% á þremur vikum eftir að hafa ekki haggast árum saman.

Skotland: 57% andvígir sjálfstæði-33% með

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vilja 33% Skota sjálfstæði en 57% eru andvígir. Það var Alistair Darling, fyrrum fjármála­ráðherra Breta, sem kynnti þessar niðurstöður en Darling hefur nú tekið að sér forystu fyrir þeim hópi Skota sem vilja ekki sjálfstæði. Að baki honum standa sameiginlega í þeirri baráttu, Verkamanna­flokkurinn, Íhalds­flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn.

Leiðarar

Evrópa hefur ekkert lært-og Icesave-flokkarnir hafa ekkert lært

Vindáttin breytist hratt í Evrópu. Nú eru að verða enn ein vatnaskil í umræðum þar. Fleiri og fleiri stjórnmálaleiðtogar koma nú fram og segja, að of hart hafi verið gengið að Grikkjum með þeim skilmálum, sem þeim voru settir með lánveitingum.

Í pottinum

Alþingi: Atkvæða­greiðslan í gær þýðir ekki að meirihluti sé ekki í þinginu fyrir þjóðar­atkvæði um ESB

Atkvæða­greiðslan í þinginu í gær um tillögu Vigdísar Hauksdóttur þarf ekki endilega að þýða, að ekki sé meirihluti fyrir því þar, að þjóðin sjálf taki ákvörðun um hvort framhald verði á samningaviðræðum við Evrópu­sambandið. Þvert á móti. Af 34 atkvæðum, sem fram komu gegn tillögu Vigdísar voru þrjú frá þinmönnum Hreyfingarinnar.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS