Laugardagurinn 16. janúar 2021

Sunnudagurinn 27. maí 2012

«
26. maí

27. maí 2012
»
28. maí
Fréttir

Lloyd's of London býr sig undir að Grikkir segi skilið við evruna

Richard Ward, framkvæmda­stjóri Lloyd‘s of London, samnefnara fyrir stærstu tryggingasamsteypu heims hefur viðurkennt opinberlega að gripið hafi verið til aðgerða til að búa fyrirækið undir upplausn á evrru-svæðinu og það hafi minnkað áhættu sína eins og frekast er kostur komi til stórvandræða í evru-samstarfinu.

Grikkir heyja Facebókarstríð gegn Lagarde

Grikkir heyja nú Facebókarstríð gegn Christine Lagarde, for­stjóra AGS vegna athugasemda hennar um skattsvik í Grikklandi , en frá þeim hefur verið sagt hér á Evrópu­vaktinni. Um 10 þúsund mótmæla­bréf hafa birtzt á síðu hennar á Facebook. Evangelos Venizelos, leiðtogi PASOK segir að Lagarde hafi með orðum sínum móðgað grísku þjóðina.

Þýzkaland: Minnkandi fylgi Kristilegra demókrata-jafnaðarmenn sækja á

Ný skoðanakönnun, sem birt var í Þýzkalandi í dag bendir til minnkandi fylgis Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel. Stuðningur við CDU/CSU mælist nú 32% skv. könnun, sem birt er í Bild am Sonntag.

Norski keppandinn hélt í hefðina - lenti í 11. sinn í neðsta sæti

Ekkert land hefur oftar hafnað í neðsta sæti í Evrópu­söngvakeppninni en Noregur.

Einkaþjónn páfa í haldi vegna gruns um leka á trúnaðarskjölum - viðkvæm átök í Páfagarði fréttaefni á Ítalíu

Einkaþjónn páfa hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn innan Páfagarðs á fréttaleka til fjölmiðla. Saksóknarar páfadóms hafa veitt Paolo Gabriele (46 ára) stöðu grunaðs í rannsókn vegna stuldar á trúnaðarskjölum. Fjölmiðlum hafa borist skjöl sem talin eru sýna spillingu, óstjórn og valdastreitu í æðstu stjórn Páfagarðs.

Í pottinum

Verður Facebókin helzti vígvöllur forsetakosninganna?

Grikkir hafa fundið athyglisverða aðferð til þess að ná sér niðri á valdamönnum. Daily Telegraph segir að 10 þúsund mótmæla­bréf hafi verið send inn á Facebókarsíðu Christine Lagarde eftir að hún sagðist vera meira með hugann við börn í Afríku en vandamál Grikkja og gerði athugasemdir við léleg skattskil Grikkja. Lagarde sá sína sæng upp reidda og dró í land.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS