Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skipar sér í sveit þeirra sem óttast að ESB-aðildarsinnar á alþingi ætli að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu til málamynda en eiga sjálfir síðasta orðið um aðild á alþingi.
Efnahagskerfi Grikklands er að hruni komið. Þetta kemur fram í skýrslu eftir Lucas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands.
Spánn: Ávöxtunarkrafan komin yfir 6,50%
Ávöxtunarkrafan á 10 ára spænsk skuldabréf hækkar nú stöðugt.
Írland: Sinn Féin og Gerry Adams sækja fram-annar stærsti flokkurinn
Sinn Féin, flokkur Gerry Adams, sem lengi hefur verið talinn eins konar stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins, og starfar bæði í lýðveldinu og á Norður-Írlandi er ótvírætt orðinn annar stærsti flokkur á Írlandi og sækir stíft fram skv. nýrri skoðanakönnun, sem Irish Times segir frá í dag. Fine Gael, flokkur Enda Kenny forsætisráðherra er stærsti flokkur landsins um þessar mundir.
Frakkland: Fylkingar hnífjafnar fyrir þingkosningar-átök brjótast fram í UMP
Fylkingar til hægri og vinstri eru nokkurn veginn jafnar í aðdraganda frönsku þingkosninganna, sem fram fara í júní.
ESB: Hörð gagnrýni á Ítalíu í nýrri skýrslu-verða að ganga harðar fram gegn skattsvikum
Í óbirtri skýrslu ESB, sem Financial Times hefur undir höndum er ríkisstjórn Mario Monti á Ítalíu gagnrýnd harðlega fyrir að hafa ekki gengið nógu hart fram í að uppræta skattsvik og neðanjarðarhagkerfið í landinu. Skýrslan, sem verður birt á miðvikudag ásamt skýrslum um önnur evruríki hefur mikið vægi vegna þess að ESB hefur skv.
Í niðurstöðum skoðanakönnunar sem birt var í Fréttablaðinu fyrir helgi má sjá útlínur þeirrar pólitísku samstöðu, sem gæti orðið á Alþingi um að leiða aðildarumsóknina að ESB til lykta á einn eða annan veg. Samkvæmt þessari könnun vilja 57,9% kjósenda að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort draga eigi umsóknina til baka en 42,1% eru andvígir.
Samfylking: Árni Páll er orðinn leiðtogi andstöðunnar við Jóhönnu
Því lengur sem Jóhanna Sigurðardóttir situr í embætti formanns Samfylkingar og forsætisráðherra, þeim mun færri af núverandi þingmönnumn Samfylkingar eiga afturkvæmt á þing. Þingmönnunum er þetta ljóst. Þess vegna er það svo að þótt þeir sýni enn samstöðu út á við er allt á hvolfi inn á við. Kröfur um að Jóhanna hætti strax verða stöðugt háværari.