Áhyggjur fjármálamanna vegna skulda ríkjanna á evru-svæðinu hafa ekki horfið þrátt fyrir allt að 100 milljarða evru neyðarlán til að endurfjármagna spænska banka.
IATA: Spáir stórtapi evrópskra flugfélaga árið 2012
Flugfélög í Evrópu munu tapa stórfé á þessu ári segir í skýrslu IATA, samtökum flugfélaga. IATA telur að rekja megi vanda flugfélaganna að verulegu leyti til evru-kreppunnar.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að eftirlitsmenn á vegum ESB, Seðlabanka Evrópu (SE), og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (þríeykisins) muni fylgjast með ráðstöfun þeirra milljarða evra sem veitt verður til spænskra banka að ósk stjórnvalda í Madrid.
Írland: Vonbrigði vegna sömu vaxta til spænskra banka
Irish Times segir í morgun að lánakjörin vegna björgunar spænsku bankanna hafi dregið úr vonum Íra um betri kjör á þeirra eigin bankalánum, en eins og fram hefur komið tók írska ríkið ábyrgð á öllum skuldbindingum írskra banka að kröfu Seðlabanka Evrópu og Evrópusambandsins. Írar hafa síðan reynt að ná fram hagstæðari lánakjörum.
WSJ: Kaupendur spænskra ríkisskuldabréfa fyrst og fremst spænskir bankar
Wall Street Journal segir í morgun, að sumir sérfræðingar telji, að batnandi viðhorf markaða til Spánar verði skammvinnt. Verg landsframleiðsla muni minnka í ár um 1,7%, avinnuleysi fara vaxandi og hugsanlegt sé að áætlaður fjárlagahalli, sem er 5,3% verði meiri. Spurt sé hvernig hann verði fjármagnaður. WSJ segir að allt þetta ár hafi erlendir fjárfestar dregið sig út af markaðnum á Spáni.
Frakkland: Marine Le Pen gjörsigraði Jean-Luc Mélenchon
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi fékk 42% atkvæða í því kjördæmi, sem hún bauð sig fram í í frönsku þingkosningunum í gær, Henin-Beaumont, og gjörsigraði þar með Jean-Luc Mélenchon, frambjóðanda flokkanna yzt til vinstri, sem skorað hafði hana á hólm í kjördæminu. Mótframbjóðandi hennar í seinni umferð kosninganna verður því frambjóðandi sósíalista.
Spánn: Markaðir brugðust vel við í morgun en Reuters segir efasemdir um framhaldið
Markaðir brugðust vel við hjálparbeiðni Spánar vegna spænsku bankanna við opnun í morgun.
Evrukreppan: Fjórða ríkið fallið-það fimmta á leiðinni
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Lýðflokksins (sem er hægri flokkur) þar í landi hefur tileinkað sér orðfæri embættismanna í Brussel. Hann tilkynnti á blaðamannafundi í gær, að Spánn hefði unnið mikinn sigur með því að fá björgunarlán fyrir spænsku bankana.