Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi eftir ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel föstudaginn 22. júní að Íslendingar væru til þess búnir að kynna samningsafstöðu sína í sjávarútvegsmálum í ESB-aðildarviðræðunum. „Við iðum í skinninu af áhuga á að takast að minnsta kosti ...
Viðskiptahalli Grikklands lækkaði um 40,3% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og erlendar fjárfestingar byrjuðu að aukast á ný. Þetta kemur fram í upplýsingum, sem Seðlabanki Grikkland birti í gær. Þá benda tölur til að peningaflóttinn sé að stöðvast en hins vegar veldur það vonrigðum að tekjur af ferðaþjónustu hafa minnkað og erlendum ferðamönnum fækkað.
FT: Vaxandi efasemdir meðal Þjóðverja um framtíð evrunnar
Financial Times telur vaxandi efasemda gæta meðal þýzks almennings um framtíð evrunnar. Blaðið segir þetta koma fram í skoðanakönnunum. Nú í júní gerði Infratest könnun fyrir ARD sjónvarpsstöðina. Hún sýndi að 55% þeirra, sem spurðir voru vilja fá þýzka markið aftur og hafði sú tala hækkað um 9 prósentustig frá því í maí. Í sömu könnun sögðu 56% að þeir hefðu áhyggjur af sparnaði sínum.
FT: Spenna og ágreiningur einkenndi fundinn í Róm
Áberandi spenna og ágreiningur var á milli leiðtoga fjögurra Evrópuríkja á fundi þeirra í Róm í gær.
Ríkjaráðstefna í Brussel: Danir á jörðinni - Össur skýjum ofar
Nicolai Wammen ESB-ráðherra dönsku ríkisstjórnarinnar sagði á ríkjaráðstefnunni með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Ŝtefan Füle, stækkunarstjóra ESB, í Brussel föstudaginn 22. júní þegar þrír nýir viðræðukaflar gagnvart Íslandi voru opnaðir að hann vonaði að Kýpverjum tækist að hald...
Hvað er orðið um þingmenn Samfylkingar? Hví eru þeir í felum?
Þingmenn Samfylkingarinnar draga sig meira og meira í hlé. Þeir láta lítið til sín heyra. Það liggur við að þeir séu horfnir af sjónarsviðinu. Hvað ætli valdi? Skýringin er augljós. Þeir eru að búa til fjarlægð á milli sín og Jóhönnu Sigurðardóttur. Þeir telja það vænlegast til árangurs að láta ekki sjá sig í fylgdarliði Jóhönnu. Þeir vilja ekki lengur tengjast Jóhönnu.