Fimmtudagurinn 18. ágúst 2022

Sunnudagurinn 1. júlí 2012

«
30. júní

1. júlí 2012
»
2. júlí
Fréttir

Makríldeilan: Uppnám í Skotlandi vegna sölubanns í stórmörkuðum - segja skorta umhverfisvottun vegna ofveiði

Þrjár stærstu verslanakeðjur Skotlands Sainsbury’s, Marks & Spencer og The Co-Op segjast ekki kaupa makríl af skoskum fiskseljendum þar sem hann fær ekki lengur umhverfisvottun. Ákvörðunina má að sögn skoskra fjölmiðla rekja til deilnanna við Íslendinga og Færeyinga um makrílveiðikvóta. Sagt er að ofveiði þjóðanna tveggja hafi leitt til þess að veidd hafi verið 25% umfram kvóta síðustu tvö ár.

Stjórnar­formaður Barclays boðar afsögn - for­stjórinn situr sem fastast

Marcus Agius, stjórnar­formaður Barclays banka, ætlar að segja af sér í því skyni að draga úr þrýstingi á Bob Diamond, for­stjóra bankans. Þess er krafist að hann víki vegna vaxta­svindls bankans.

Ríkis­stjórn Kýpur tekur við formennsku innan ESB - sækir um neyðaraðstoð vegna efnahagsvanda

Ríkis­stjórn Kýpur tók 1. júlí við formennsku í ráðherraráði ESB af Dönum og gegna henni til 1. janúar 2013 þegar Írar taka við keflinu. Fyrir tæpri viku fór ríkis­stjórnin í Nikósíu fram á neyðarlán frá ESB. Kýpur varð aðili að ESB árið 2004 og það hefur ekki áður komið í hlut stjórnvalda þar að hafa...

Le Monde: Afgerandi stuðningur við Ólaf Ragnar sýnir breikkandi gjá milli almennings og menntaelítunnar að mati háskóla­kennara

Charlotte Chabas, blaðakona á Le Monde, skrifar um úrslit forsetakosninganna á Íslandi á vefsíðu blaðsins sunnudaginn 1. júlí. Hún segir að þótt forsetakosningabaráttan hafi vakið deilur verði ekki deilt um úrslitin. Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið endurkjörinn með afgerandi stuðningi 52,5% þeir...

David Cameron: ESB breytist og það hratt - hafnar skrifræði og íhlutun í innanríkismál - vill leggja raunverulega kosti fyrir þjóðina

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta, segir í grein í The Sunday Telegraph 1. júlí að Bretar eigi á hættu að kafna í ESB-löggjöf og skriffinnsku sem hann vill að verði bægt frá þjóðinni. Að sögn Patricks Hennessys, stjórnmálarit­stjóra blaðsins, tekur Cameron í fyrsta sinn af skarið um að „breska þj...

Grikkir vilja sömu fyrir­greiðslu og Spánverjar vegna bankanna

Grikkir vilja fá sömu fyrir­greiðslu fyrir sína banka og Spánverjar fá. Þetta kemur fram á ekathimerini í dag. Endurfjármögnun grísku bankanna er hluti af heildaraðstoð við Grikkland.

Vinbce Cable: Bankar eru í siðferðilegu fúafeni

Vince Cable, viðskipta­ráðherra Breta (Frjálslyndur) hvetur hluthafa í bönkum í grein í Observer í dag til að hreinsa út úr bönkunum þá stjórnendur, sem hafi látið misnotkun bankakerfisins þrífast innan sinna fyrirtækja.

FSA: Bankarnir siðlausir í aðdraganda bankakreppu

Martin Wheatley, einn af forsvarsmönnum FSA, brezka fjármála­eftirlitsins segir í viðtali við The Sunday Telegraph í dag, að bankar í Bretlandi hafi sýnt af sér siðleysi í aðdraganda bankakreppunnar 2008. Þeir hafi selt þónustu, sem hafi verið ábatasöm fyrir fjárfestingarbanka en starfsmenn bankanna,...

Cameron tilbúinn í þjóðar­atkvæða­greiðslu um ESB á „réttum tíma“

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta segir í grein í Sunday Telegraph í dag, að hann sé tilbúinn til að samþykkja þjóðar­atkvæða­greiðslu í Bretlandi um tengsl Breta við Evrópu­sambandið en hefur þann fyrirvara á, að velja verði rétta tímann. Sá tímapunktur sé ekki nú.

Í pottinum

Álitshnekkir fréttastofu ríkisútvarpsins vegna ESB-leiðtogafundar eykst enn

Rétt fyrir hádegi sunnudaginn 1. júlí birtist frétt á ruv.is undir fyrirsögninni: Merkel skotspónn evrópskra fjölmiðla. Þar segir: „Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur beðið álitshnekki eftir að hún þurfti að láta í minni pokann á fundi leiðtoga Evrópu­sambandsríkjanna á föstudag, þar sem...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS