Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 4. júlí 2012

«
3. júlí

4. júlí 2012
»
5. júlí
Fréttir

ESB-þingið kollfellir ACTA-samninginn - áfall fyrir framkvæmda­stjórn ESB sem stóð fyrir gerð hans

Uppi varð fótur og fit þegar spurðist í apríl 2011 að framkvæmda­stjórn ESB hefði ritað undir samning um vernd höfundarréttar, Anti-Counterfeiting Trade Agreement (ACTA). Þótti íbúum og stjórnmálamönnum innan ESB komið aftan að sér í málinu þar sem það hefði ekki hlotið næga umræðu. ESB-þingið hafnað...

Hollande boðar 7,2 milljarða skattahækkun á fyrirtæki og auðmenn

François Hollande Frakklands­forseti hefur kynnt áform um að hækka skatta á fyrirtæki og ríkustu Frakka um 7,2 milljarða evra. Hann ætlar að innheimta 2,3 milljarða evra gjald í eitt skipti af fjölskyldum með 1,3 milljón evra eða meira í árstekjur. Þá verður lagður sérstakur kattur á stóra banka og olíufélög. Talið er að hann gefi 1,1 milljarð evra í tekjur fyrir ríkið.

Barroso flytur skammarræðu yfir íhaldsmönnum á ESB-þinginu - segir hlakka í þeim vegna evru-vandans

José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB, lýsti þriðjudaginn 3. júlí reiður yfir undrun vegna þess að það hlakkaði í þingmönnum breska Íhalds­flokksins vegna vandræðanna á evru-svæðinu. Hann hafnaði einnig kröfu þingmannanna um þjóðar­atkvæða­greiðslu um aðild Breta að ESB. „Leyfið mér að s...

WSJ: Oddný „áköf“ í aðild að evrunni

Oddný Harðar­dóttir, fjármála­ráðherra, segir í samtali við Wall Street Journal í dag, að vandamál evruríkjanna hafi ekki dregið úr hvatningum hennar um að Ísland gangi í Evrópu­sambandið. „Mér líkar hugmyndin“, segir hún. „Það er mikilvægt fyrir Ísland, litla þjóð, að vera í bandalagi við góða nágranna.“

Englandsbanki og Verkamanna­flokkur sakaðir um afskipti af vaxta­ákvörðun Barclays

Barclaysbanki hefur birt minnisblað sem gefur til kynna að Paul Tucker, aðstoðar­banka­stjóri Englandsbanka hafi hvatt Bob Diamond, fyrrverandi for­stjóra bankans til þess að lækka Libor-vexti og að sú ábending hafi komið í framhaldi af ábendingum frá háttsettum mönnum í Whitehall, stjórnar­ráði Breta. Þetta á að hafa gerzt í tíð ríkis­stjórnar Verkamanna­flokksins.

Ekathimerini: Sum ESB-ríki leita tilefnis til að reka Grikki af evru­svæðinu

Gríski vefmiðillinn ekathimerini segir að nýrri grískri ríkis­stjórn sé ljóst, að viðhorfið til Grikkja hafi verið neikvætt á leiðtogafundi ESB í Brussel í síðustu viku og að sum aðildarríki leiti nú að tilefni til að reka Grikki af evru­svæðinu. Mótleikur rikis­stjórnar Samaras verði sá að setja skýr skammtíma markmið og koma þeim í framkvæmd og endurvinna þannig tapað traust Grikkja.

Leiðarar

Maria Damanaki krefst uppgjafar Íslands í makríldeilunni

Forystumenn Evrópu­sambandsins tala nánast aldrei hreint út. Allt sem þeir segja er sett í einhvers konar umbúðir, sem hafa það að markmiði, að aldrei sé hægt að festa hendur á því sem þeir segja. En þótt þetta sé almenna reglan eru frá henni undantekningar.

Í pottinum

Steingrímur J. er byrjaður að undirbúa svikin við Samfylkinguna

Nú er Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og ráðherra (man einhver nákvæmlega ráðherra hvaða mála­flokka hann er?)byrjaður að undirbúa að yfirgefa Samfylkinguna á vegferð hennar inn í ESB. Hann veit að hann á ekki nema tveggja kosta völ: yfirgefa Samfylkinguna eða horfa á flokk sinn í rúst í næstu ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS