ESB-þingið kollfellir ACTA-samninginn - áfall fyrir framkvæmdastjórn ESB sem stóð fyrir gerð hans
Uppi varð fótur og fit þegar spurðist í apríl 2011 að framkvæmdastjórn ESB hefði ritað undir samning um vernd höfundarréttar, Anti-Counterfeiting Trade Agreement (ACTA). Þótti íbúum og stjórnmálamönnum innan ESB komið aftan að sér í málinu þar sem það hefði ekki hlotið næga umræðu. ESB-þingið hafnað...
Hollande boðar 7,2 milljarða skattahækkun á fyrirtæki og auðmenn
François Hollande Frakklandsforseti hefur kynnt áform um að hækka skatta á fyrirtæki og ríkustu Frakka um 7,2 milljarða evra. Hann ætlar að innheimta 2,3 milljarða evra gjald í eitt skipti af fjölskyldum með 1,3 milljón evra eða meira í árstekjur. Þá verður lagður sérstakur kattur á stóra banka og olíufélög. Talið er að hann gefi 1,1 milljarð evra í tekjur fyrir ríkið.
Barroso flytur skammarræðu yfir íhaldsmönnum á ESB-þinginu - segir hlakka í þeim vegna evru-vandans
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lýsti þriðjudaginn 3. júlí reiður yfir undrun vegna þess að það hlakkaði í þingmönnum breska Íhaldsflokksins vegna vandræðanna á evru-svæðinu. Hann hafnaði einnig kröfu þingmannanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB. „Leyfið mér að s...
WSJ: Oddný „áköf“ í aðild að evrunni
Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, segir í samtali við Wall Street Journal í dag, að vandamál evruríkjanna hafi ekki dregið úr hvatningum hennar um að Ísland gangi í Evrópusambandið. „Mér líkar hugmyndin“, segir hún. „Það er mikilvægt fyrir Ísland, litla þjóð, að vera í bandalagi við góða nágranna.“
Englandsbanki og Verkamannaflokkur sakaðir um afskipti af vaxtaákvörðun Barclays
Barclaysbanki hefur birt minnisblað sem gefur til kynna að Paul Tucker, aðstoðarbankastjóri Englandsbanka hafi hvatt Bob Diamond, fyrrverandi forstjóra bankans til þess að lækka Libor-vexti og að sú ábending hafi komið í framhaldi af ábendingum frá háttsettum mönnum í Whitehall, stjórnarráði Breta. Þetta á að hafa gerzt í tíð ríkisstjórnar Verkamannaflokksins.
Ekathimerini: Sum ESB-ríki leita tilefnis til að reka Grikki af evrusvæðinu
Gríski vefmiðillinn ekathimerini segir að nýrri grískri ríkisstjórn sé ljóst, að viðhorfið til Grikkja hafi verið neikvætt á leiðtogafundi ESB í Brussel í síðustu viku og að sum aðildarríki leiti nú að tilefni til að reka Grikki af evrusvæðinu. Mótleikur rikisstjórnar Samaras verði sá að setja skýr skammtíma markmið og koma þeim í framkvæmd og endurvinna þannig tapað traust Grikkja.
Maria Damanaki krefst uppgjafar Íslands í makríldeilunni
Forystumenn Evrópusambandsins tala nánast aldrei hreint út. Allt sem þeir segja er sett í einhvers konar umbúðir, sem hafa það að markmiði, að aldrei sé hægt að festa hendur á því sem þeir segja. En þótt þetta sé almenna reglan eru frá henni undantekningar.
Steingrímur J. er byrjaður að undirbúa svikin við Samfylkinguna
Nú er Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og ráðherra (man einhver nákvæmlega ráðherra hvaða málaflokka hann er?)byrjaður að undirbúa að yfirgefa Samfylkinguna á vegferð hennar inn í ESB. Hann veit að hann á ekki nema tveggja kosta völ: yfirgefa Samfylkinguna eða horfa á flokk sinn í rúst í næstu ...