Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, gaf til kynna fimmtudaginn 12. júlí að grísku stjórnarflokkarnir hefðu ákveðið að óska eftir lengri tíma til að ná þeim markmiðum aðhaldssamnings Grikklands og þríeykisins, ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Hefur verið talað um...
Hans-Olaf Henkel, fyrrverandi formaður samtaka þýskra atvinnurekenda og forstjóri IBM í Þýskalandi, segir að aðeins dramatískur atburður á borð við kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan geti breytt afstöðu Þjóðverja til evru-samstarfsins. Taki Finnar ákvörðun um að segja skilið við evruna kunni það að verða til þess að menn líti raunsæjum augum á evru-vandann.
Spánn: Daglegir mótmælafundir í júlí og ágúst
Mikill fjöldi opinberra starfsmanna streymdi út á götur Madrid í gær, fimmtudag, til að mótmæla nýjum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnar Mariano Rajoy að því er fram kemur á elpais.com. Fólkið hrópaði: Gungur, Gungur. Upp með hendur. Þetta er rán. Umferð stöðvaðist um ýmsar helztu götur Madrid. Mótmæl...
NYTimes: Geithner vakti athygli Englandsbanka á Libor-málinu 2008
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, komst að þeirri niðurstöðu árið 2008, þegar hann stjórnaði Seðlabanka New York ríkis, að grundvallarvandi væri á ferðinni vegna Libor-vaxta. Þetta kemur fram í New York Times í dag, sem byggir á skjölum, sem blaðið hefur undir höndum.
Morgan Stanley: Libormálið getur kostað 12 banka um 22 milljarða dollara
Nú er því spáð að kostnaður tólf alþjóðlegra banka vegna Libor-hneykslisins muni nema um 22 milljörðum dollara vegna sektargreiðslna og skaðabóta til fjárfesta og annarra viðskiptavina. Það er bandaríska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley, sem hefur reiknað þetta út að sögn Financial Times.
Moody's lækkar lánshæfismat Ítalíu en lántökukostnaður lækkaði samt í morgun
Moody´s, bandaríska lánshæfismatsfyrirtækið tilkynnti í morgun, að lánshæfismat Ítalíu hefði verið lækkað um tvö stig í Baa2 og varaði við því að það kynni að lækka enn frekar. Þetta þýðir að matið á Ítalíu er aðeins tveimur stigum fyrir ofan ruslflokk. Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum fyrir skuldabréfaútboð ítalska ríkisins.
Umbrot í Finnlandi-efasemdir í Bretlandi
Það fer tæplega á milli mála, að Finnar eru á báðum áttum í afstöðu sinni til Evrópusambandsins og evruríkjanna. Yfirlýsing Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands fyrir skömmu um að evran væri í hættulegri stöðu hefur vakið athygli víðar en í Finnlandi.
Ásta Ragnheiður sannfærir Mörð algjörlega – en um hvað?
Fréttablaðið ræðir föstudaginn 13. júlí við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta alþingis, um tillögu að nýju skipulagi í nágrenni við Alþingishúsið. Forseti þingsins segir meðal annars: „Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að...
Geta stjórnarflokkarnir dregið lærdóm af úrslitum forsetakosninga?
Margir hafa orðið til þess að túlka úrslit forsetakosninganna á þann veg, að þar væri fyrst og fremst um að ræða mótmæli gegn núverandi ríkisstjórn. Fólk hafi fundið í forsetakosningunum farveg til þess að koma andúð sinni á ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á framfæri. Ef þessi túlkun á úrslitum forsetakosninganna er rétt er hún mikið umhugsunarefni fyrir stjórnarflokkana báða.